6.3.2018 | 20:55
"Ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu".
Af hverju hlaut hún þá dóm?
Jú, vegna þess að hún braut lögin.
Hún hafði vissulega rétt til að víkja frá tillögum hæfnisnefndar, en þá bar henni skylda til að gera það á faglegan hátt, henni bar skylda til að rökstyðja frávik sín.
Vegna þess að stjórnsýslulög segja hæfasti einstaklingurinn sem sækir um eigi að hljóta þau störf sem auglýst er eftir á vegum ríkisins.
Þau segja ekki að hann eigi að vera hæfur, heldur að hann eigi að vera hæfasti.
Og þetta er sérstaklega ítrekað í nýjum lögum um dómstóla, sem þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal lagði fram sem stjórnarfrumvarp 2016.
"Við mat á menntun, starfsferli og fræðilegri þekkingu skal dómnefndin miða við að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræðinnar s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum.".
Sama hvernig þetta er lesið, þá stendur hvergi, að eiginmaður vinkonu Sigríðar Andersen sé undanþeginn þessari kröfu sem gerðar eru til menntunar, fjölbreyttan starfsferil og fræðilegrar menntunar. Einnig verður ekki lesið úr þessum texta að sérstakur kostur sé að vera giftur þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Þess vegna var Sigríður Andersen dæmd, hún fór ekki eftir lagabókstafnum, og henni varð ekki á að fara eftir því í einu og öllu, heldur fór hún ekki eftir neinu.
Forsendur hennar um vinatengsl, og flokkstengsl, þeirra er hvergi getið í hinum nýsamþykktum lögum Ólafar Nordal.
Sem er nota bene ekki nafn yfir dómaraklíku sem öllu vildi ráða um skipan dómara eins og sjálfstæðismenn reyna að telja hvorum öðrum í trú um, heldur var hún þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og innanríkisráðherra.
Aðrar röksemdir Sigríðar eru eftir þessu.
Manneskja sem hefur allan sinn stjórnmálaferil afneitað kynjakvóta, vanvirðir vitsmuni þingheims, líka hinna gjörspilltu í Sjálfstæðisflokknum, þegar hún segir "Eins og menn þekkja þá var mikið ákall um það að Landsréttur yrði skipaður jafnt konum sem körlum. Þetta kom fram þegar að niðurstaðan lá fyrir", því forsendan um kyn var hvergi tekið fram í þeim rökstuðningi sem hún sendi Alþingi, þar var einungis vikið að ráðherra teldi að dómarareynsla hefði átt að fá aukið vægi.
Enda er skýrt tekið fram í lögum að það megi ekki mismuna fólki vegna kynferðis þess.
Að vísa í þetta er populismi eftiráskýringarinnar, til að breiða yfir geðþótta spillingarinnar.
Síðan skýtur það skökku við að segjast hafa lagst í viðmikla rannsókn á hæfni einstakra umsækjenda þegar ráðherra ítrekað hefur sagst ekki hafa haft til þess tíma samkvæmt lögum og því hafi hann þurft að nýta sér vinnu hæfnisnefndar við mat sitt á einstökum umsækjendum.
Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, þetta kemur fram í umræðum á Alþingi.
Að halda öðru fram í umræðunni um vantraust á ráðherra er því í raun hrein og klár lygi.
Ráðherra virðist ekki geta tjáð sig um þetta mál án þess að ljúga.
Og öfugmæli hennar, bautasteinninn sem mun halda nafni hennar á lofti, löngu eftir að hún hrökklast úr embætti, er þegar hún segir að spilling hennar sé "Þetta er réttarríkið að verki".
Að það sé réttarríki að flokksvæða dómstóla.
Að það sé réttarríki að gera þá vanhæfa með geðþótta sínum og spillingu.
Þvert á móti, það að spilling hennar sé ekki rannsökuð, hvað það raunverulega var sem fékk ráðherra til að fara gegn skýrum lögum og reglum um skipan dómara, sýnir á nöturlegan hátt að réttarríkið er ekki virkt á Íslandi.
Og það eina sem er óljóst í því dæmi, hve langt getur ráðherra gengið í krafti hlýðins þingmeirihluta, án þess að til þess bærir embættismenn þjóðarinnar taki spillingu þeirra fyrir og rannsaki.
Það er allavega ekki hægt að ganga mikið lengra en að flokksvæða æðri dómstóla þjóðarinnar.
Mikil er skömm þeirra sem ábyrgðina bera.
Og algjör er smán þeirra sem reyna að verja óhæfuna.
Mikið lægra verður ekki lotið.
Kveðja að austan.
Loksins kom vantrauststillagan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 696
- Sl. sólarhring: 762
- Sl. viku: 6280
- Frá upphafi: 1400219
Annað
- Innlit í dag: 635
- Innlit sl. viku: 5399
- Gestir í dag: 603
- IP-tölur í dag: 589
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eygló Harðardóttir (sem síðar varð ráðherra Framsóknarflokksins) 11.1.2008:
"Ég gat nú bara ekki orða bundist yfir þessari setningu hjá Þorgerði Katrínu um Þorstein Davíðsson á visir.is:
"Óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru."
Hvenær hefur Þorsteinn Davíðsson liðið fyrir það að vera sonur Davíðs Oddssonar? Hann fékk starfið, er það ekki?
Yfirleitt þarf manni að vera mismunað eða missa af einhverju til að maður sé látinn gjalda einhvers.
Frekar má orða það þannig að þeir sem matsnefndin taldi mun hæfari hafi liðið fyrir það að vera ekki synir ákveðins fyrrum ráðherra."
Þorsteinn Briem, 7.3.2018 kl. 02:15
2.3.2018:
"Tveir aðrir umsækjendur sem dómnefndin lagði til að yrðu skipaðir en voru það ekki höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu á síðasta ári.
Hæstiréttur dæmdi hvorum fyrir sig 700 þúsund krónur í miskabætur þar sem ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægjanlega vel en skaðabótum var hins vegar hafnað."
Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar
Þorsteinn Briem, 7.3.2018 kl. 02:24
Þetta er orðin soldið klikkuð þráhyggja hjá þér. Ráðherra hlaut ekki dóm. Dómarar sem töldu gengið framhjá sér fengu miskabætur. Hafa ber í huga að þarna eru dómarar að dæma um málefni dómara, en það þykir þér væntanlega hið besta mál.
Þú vilt væntanlega færa ókjörnum ráðgjafaaðli allt úrslitavald í stjórn landsins. Þá getum við líka sent alla ráðherra heim og jafnvel allan þingheim.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2018 kl. 07:03
Blessaður Steini.
Það er misjafnt hvað fólk er látið líða fyrir.
Sumum fyrir að vera synir ráðherra, aðrir líða fyrir að vera ekki synir ráðherra, svo líða menn fyrir að hafa ekki verið nógu duglegir að hanga í skóla í stað þess að vinna. Að ekki sé minnst á að vera ekki starfaflakkarar, tryggð við sama starfið er lítt metið þegar krafist er fjölbreyttrar reynslu.
En þetta er kjarninn, menn líða alltaf fyrir eitthvað.
Þess vegna skiptir svo miklu máli að ná pólitískum geðþótta út úr ákvörðunartöku ferlinu og láta fagið sjálft rífast um hver sé hæfur og hver ekki.
Þeir gera þá ekki einhvern óskunda af sér á meðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 08:05
Blessaður Jón Steinar.
Það er merkileg þessi andskotans þráhyggja sem fer eins og eldur um heiminn þar sem fólk krefst þess að lög og regla sé virt, og spilltir ráðamenn látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.
Og dæmdir í fangelsi af einhverjum dómurum sem vilja öllu ráða.
Furðulegt að fólk skuli ekki átta sig á að þessir dómarar setja lögin til þess eins að geta ráðið öllu, hvað þá þá ósvinnu að þeir skuli sjálfir dæma.
Meir að segja í Suður Afríku, þar sem spilling ætti að vera jafn sjálfsögð og þurrkarnir, neyða menn ráðamenn til að segja af sér, og jafnvel lögsækja vini þeirra og vandamenn, og jafnvel dæma þá.
Þá er eins gott að þið sjálfstæðismenn haldi haus, og styðji ykkar fólk.
Og fordæmið dómarana.
Það þarf jú einhver að verja hið viðtekna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 08:17
Þú ert gersamlega hrokkinn af hjörunum ut af þessu máli og hefur skrifað blogg eftir blogg í bölsóti og æsingi yfir ekki nokkrum sköpuðum hlut. Píratavitfirringin hefur gleypt þig með húð og hári. Það gapir ekki nokkur maður meira yfir þessu en þú. Rétt eins og heimurinn sé hreinlega að farast. Hefurðu misst alla tengingu við veruleikann?
Þú ert að verða brandari hérna á blogginu. Alveg í ætt við alla hástafabloggarana hérna. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2018 kl. 10:40
Elsku Jón Steinar minn.
Hefur þú virkilega ekki séð hvað er að gerast allt í kringum þig??
Um allan heim á rótgróin spilling í vök að verjast. Forsetar eru látnir segja af sér, sumir fangelsaðir, aðrir sleppa en nánir samstarfsmenn, vinir og ættingjar ekki.
Af hverju heldur þú að Ísland sé eyland í þessu dæmi??
Sérðu ekki hvað er að gerast með flokk þinn??
Hann er hægt og hljótt að hverfa af úr valdastöðu sinni, aðeins gamalmennin halda í honum lífinu, en eðli tímans er að þau falla frá.
Þessi ríkisstjórn er síðasta tækifæri flokks þíns, og þið eruð að klúðra þessu með því að halda í hrokagikk sem er gjöreyðingarvopn á fylgi ykkar.
En þakka þér fyrir að benda mér á að ég sé að skemmta fólki, til þess er jú leikurinn gerður á þessum háalvarlegum tímum.
En við verðum seint sammála um þetta, ég hrjáist af þeirri veruleikafirringu að vera á móti geðþótta flokks- og vinaráðninga, þú ert raunsæismaður og ert bara á móti henni þegar þinn flokkur á ekki í hlut.
Svoleiðis er það bara, en hins vegar er ég ekki sá sem bölsóttast í þessu máli, hvað þá að ég sé með æsing.
Slíkt er aðeins hlutskipti þeirra sem geta ekki tjáð sig með rökum, og taka þá nautin í flaginu sér til fyrirmyndar.
Og þá er bara að fá sér nógu stórt flag, annars verða menn svo drullugir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.