6.3.2018 | 18:08
Bjarni biður ríkisstjórnina griða.
Að hún eigi að sinna stóru málunum, vísar í að umboðsmaður Alþingis þori ekki gegn spillingunni, að hann sitji í skjóli ráðherraræðisins.
Að fyrst að umboðsmaður Alþingis, hvert sem hreðjatak framkvæmdarvaldsins er á honum, sjái ekkert athugavert við að vammlaust fólk sem hefur byggt upp fjölbreyttan starfsferil, svo það seinna meir komi til greina við skipan dómara hjá æðri dómstólum þjóðarinnar, líkt og lög kveða á um, að það sé látið víkja fyrir eiginkonu þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eða eiginmann vinkonu dómsmálaráðherra.
Fyrir utan að engin vitræn rök, fyrir utan hugsanleg rök sem lúta að ofsóknum vegna pólitískra skoðana, útskýra af hverju þessir fjórir sem voru látnir víkja, voru valdir, en ekki einhverjir allt aðrir.
Nema vera skyldi að tengsl þeirra sem voru skipaðir, við fjármálaspillingu útrásarvíkinganna, eða bein flokkstengsl við Sjálfstæðisflokkinn, eða fólk sem naut trúnaðar við flokkinn, hefðu vegið þyngra.
Og þegar við bætist eignmaður vinkonu dómsmálaráðherra auk eiginkonu þingmanns flokksins, að þá sé Landsréttur rétt skipaður.
Flokksvæddur, hagsmunavæddur.
Sé svo þá er ljóst að um áður óþekkta spillingu í íslensku stjórnkerfi er að ræða.
Og þá skiljanlegt að Bjarni biðji þessari ríkisstjórn griða.
Hann féll jú síðast þegar hann beitti óhróðursvél flokksins gegn foreldrum fórnarlamba barnaníðings, sem þeirra eini glæpur var að biðja um upplýsingar, að biðja um skýringar á óskiljanlegri stjórnvalds ákvörðun.
Hver eru þessi góðu verk ríkisstjórnarinnar sem réttlæta þessa svívirðu trekk í trekk?
Björt framtíð hafði þó sómann í að slíta síðast.
Enda sannarlega ekki tengd við hagsmuni vogunarsjóða.
Er það málið.
Að VG hafi selt sálu sína það kyrfilega, að flokkurinn eigi að klára dæmið.
Að sama hver viðbjóðurinn er, og þá hefði flokkurinn kóað með óhróðursvél Sjálfstæðisflokksins gegn foreldrum fórnarlamba barnaníðings, að þá starfi flokkurinn með Sjálfstæðisflokknum. Verji ráðherra hans falli, setji engin mörk og engin viðmið.
Svona rétt á meðan Arion banki er rúinn inn að skinni.
Eru slík heljartök þess sem seldi sáluna, á flokknum??
Það sem er samt ömurlegast er að fólk treysti þessari ríkisstjórn til góðra verka.
Að þessi meinta kjölfesta íslenskra stjórnmála myndi snúa bökum saman um þjóðarheill.
Um góð verk, um að vilja vel.
Að flokksvæða dómsstig, að hamla ekki gegn rúningi vogunarsjóða á Arion banka, er ekki dæmi um að vilja vel, eða reyna að gera betur en undanfarnar ríkisstjórnar.
Það staðfestir endanlega að seldar sálir stjórna landinu.
Sem er ekkert heilagt, virða aðeins hagsmuni húsbænda sinna.
Slíkt fólk þarf ekki grið.
Það telur sig ósnertanlegt.
Það laug sig til valda.
Og það heldur að völdin á þingi beygi allt annað.
Réttinn, réttarfarið.
Þjóðarhagsmuni.
Allt.
Og það heldur að það komist upp með það.
Kveðja að austan.
Á undarlegu ferðalagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var ógeðslegt, er ógeðslegt og verður það um sinn.
Síðan líður tíminn, nei, þetta gleymist ekki, heldur safnast í sarpinn,
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur hélaðra kremlverja.
Þeim fækkar og fækkar þó bréfsnefjunum og andrópónoffunum.
Hver kýs þá? 23,4%? Næst 19,7%? Eða 17,4?
Hélaðir ríkisjötukommar sem kenna sig við frjálst framtak, en lifa allir á jötunni.
Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 19:34
Sjálfstæðir menn?
Dugmiklir menn?
Ææææ, nei, bara kerfisraða jötumenn.
Innleiðandi erlent regluverk í gríð og erg.
EEES/ESB leppa menn.
Sjálfstæðir menn?
Ææææ, nei, bara kerfisraða jötumenn
sem raða sínum kellingum og köllum
úr æ þrengri og gráðugri hópi, vesalingarnir.
Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 20:46
Blessaður Símon.
Þetta er allavega ekki félegt.
Og nú er allavega ljóst að þessi ríkisstjórn er í engu frábrugðin fyrri stjórnum.
Hvað réttlætir þá tilveru hennar??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2018 kl. 20:59
Þetta er allt ógeðslegt ... hvað réttlætir tilveru þessarar ríkisstjórnar, án allra hugsjóna, nema að hanga í slagtogi með hrægömmum ræna þjóðarbúið.
Mér finnst dapurlegt en einhvern veginn er það svo táknrænt að það skuli talið eðlilegt að formaður efnahags-og viðskiptanefndar sé giftur framkvæmdstjóra eignasviðs Arion banka hrægamma og leppanna. Svo algjörlega í stíl við jötuliða vesalinganna í Sjálfstæðisflokknum. Enda elska þeir Steingrím J. Falla á kné fyrir manninum sem endurreisti alla viðurstyggðina.
Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 21:31
Svona rétt á meðan Arion banki er rúinn inn að skinni
er þetta allt saman afar hentugt fyrirkomulag
og tryggja sér þingið, framkvæmda- og dómsVALDIÐ.
Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 22:44
Já, það fór aldrei svo að Steingrimur Joð yrði ekki elskaður.
Að safna eldum glóðs að höfði sér endar alltaf með bruna og brunasárum.
Þetta fólk skynjar ekki kall tímans Símon minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 08:23
Nei, það skynjar ekki kall tímans, það skynjar ekki að dramb er falli næst ... 13,1% sérhagsmunaflokkurinn sem þrífst á því að skammta sér ótæpilega úr ríkiskassanum og skipta feng með hrægömmum. Skítapakk.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.