Ólíkt hafast siðaðar þjóðir að.

 

Frá Ísrael berast fréttir að stutt sé í að forsætisráðherra landsins sæti ákæru fyrir spillingu, því sannað þykir að hann og hans nánustu hafi þegið fjármuni gegn greiða.

Þar er vinnugangurinn ekki sá að stjórnarandstaðan þurfi að leggja fram vantraust á hinn spillta ráðherra, heldur virkar réttarkerfið þannig að ef grunur vaknar um spillingu, þá rannsakar ríkissaksóknari landsins málið og reynir að fá botn í það.

Grunur um spillingu vaknar þegar einstaklingar eða fyrirtæki fá fyrirgreiðslu sem á sér ekki eðlilegar skýringar, það er eðlilegur vinnugangur við útboð, stöðuveitingar eða annað sé ekki virtur.

 

Á Íslandi fengu fjórir einstaklingar dómarasæti við Landsrétt án þess að það sé nokkur rökrétt skýring á því.

Ráðherrann sem veitti þessum einstaklingum stöðurnar, reyndi fyrst að halda því fram að hún sem stjórnvald, þyrfti ekki að rökstyðja ákvörðun sína, að ákvörðunin sem slík væri rökstuðningurinn.  En þegar henni varð ljóst að slíkt bryti beint gegn lögum um góða stjórnsýslu, þá kaus hún að ljúga að þjóð og þingi, að hún hefði látið svokallaða dómarareynslu ráða þeirri ákvörðun sinni að taka fjóra einstaklinga út af lista hæfnisnefndar og skipa aðra fjóra í staðinn sem voru ekki þeim lista.

Í Ísrael hefði ríkissaksóknarinn strax séð að maðkur væri í mysunni, því þó ráðherra hefði kosið að gefa dómarareynslu aukið vægi, þá var ekkert í þeirri röksemd sem útskýrði af hverju hún í fyrsta lagi valdi þessa fjóra fram yfir þá fjóra sem urðu að víkja, sem og af hverju hún skipaði þessa fjóra einstaklinga, en ekki einhverja aðra af lista hæfnisnefndar.

Og hann hefði látið rannsaka málið og hinir sekur og hinir samseku í ríkisstjórn landsins hefðu ekkert haft um það mál að segja.

Því í Ísrael lýtur dómsvaldið ekki geðþótta ráðherra enda landið lýðræðisríki.

 

En á Íslandi er spilling stjórnmálamanna ekki rannsökuð.

Hvort sem það er vegna þess að þjóðin er svo samdauna henni að öllum finnist að þetta eigi bara vera svona, og ef lög eru brotin, þá eigi að breyta lögunum.

Eða vegna þess að réttarkerfið er undir hælnum á spilltum stjórnmálamönnum og það þori ekki að aðhafast, er ekki gott að segja.

Allavega, þá virkar það ekki.

 

Það virkar í löndum eins og Suður Afríku þar sem nýbúið er að setja forsetann af, í Suður Kóreu þar sem fyrrverandi forseti á yfir höfði sér þungan fangelsisdóm vegna spillingar, í Brasilíu hrökklaðist forseti nýlega úr embætti vegna fyrrigreiðslna sem áttu sér ekki skýringar og núna í Ísrael.

En ekki á Íslandi.

Hér sitja spilltir dómarar sem fastast, hér situr spilltur dómsmálaráðherra sem fastast.

Kemst upp með geðþótta sinn án þess að hann er rannsakaður, kemst upp með að ljúga að þjóð og þingi

 

Það eru til margar leiðir til að endurgjalda greiðasemi spilltra stjórnmálamanna.

Í Ísrael voru notaðar gjafir, í öðrum löndum er greitt inná leynireikninga, sum staðar fá vinir og vandamenn viðskiptasamninga uppí hendurnar, eða góð störf án þess að hafa nokkuð til brunns að bera til að geta sinnt þeim, skólavist barna er borguð eins og var afhjúpað í Svíþjóð fyrir nokkrum árum síðan, og svo framvegis.

En greiðasemi er aldrei einhliða, hana þarf alltaf að gjalda.

Ekki alltaf með verðmætum, stundum er aðeins ætlast til stuðnings.

Sem til dæmis er grafalvarlegt mál þegar um dómara er að ræða.

 

En allt þetta er víst í útlöndum.

Hér er ekkert rannsakað.

Hér segir hinn spillti ráðherra að hún njóti stuðnings meirihluta þings.

Og formaður flokks hennar hæðist að umræðunni, og reyndar ekki í fyrsta sinn.

Þá glutraði hann ríkisstjórn, en það er ekkert sem bendir til þess að hann geri það í dag.

 

Því þó ólíkt hafist siðaðar þjóðir að, þá þekkjast þær samt á að þær virða ákveðin grundvallarprinsipp um réttindi þegnanna, um sjálfstæði dómskerfisins, um hvað er leyft, og hvað ekki.

Því miður þá erum við bara ekki þeim hópi.

 

Ekki lengur.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur sig njóta stuðnings meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband