"Forgangsmál að bæta velferð almennings"!!

 

Segir Samfylkingin og örugglega meinar hún þessi orð sín.

 

En hvernig bætir láglaunastefna hina frjálsa flæði vinnuafls velferð almennings??  Eða vill Samfylkingin meina að hið ófaglærða vinnandi fólk sé ekki hluti af almenningi, og eigi því að sætta sig við stöðug undirboð frá fátækari hluta Evrópu.

Undirboð sem er óheimilt að stöðva samkvæmt reglum Evrópusambandsins.

 

Og hvernig bætir hið frjáls flæði fjármagns kjör almennings??

Hundruð milljarða hafa streymt úr hagkerfi okkar frá því að Evrópusambandið neyddi þjóðina til að taka upp þá óáran, peningar sem hafa horfið inná leynireikninga skattskjóla.

Er almenningur sem sagt bara ríka fólkið í huga Samfylkingarinnar??

 

Eða víkjum að þögn og samsekt Samfylkingarinnar varðandi nýjast ránið, en það er rúningur vogunarsjóða á Arion banka, bæði sem þegar hefur orði, og er fyrirhugaður vegna þess að samseku flokkarnir koma þjóðinni ekki til varnar.

Þessir milljarðar eru blóðpeningar almennings, kreistur út úr honum með stighækkun lána og vegna hæstu vaxta á byggðu bóli, vaxta sem aðeins gagnast fjármagninu, svona lögleg leið til að ræna náungann.

Og líklegast er þessi náungi ekki heldur hluti af almenningi.

 

Innihaldslaust blaður keyptra, samsekra stjórnmálamanna er miklu aumkunarverða en þögn þeirra.

En það hefur bara ekki vit til þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Forgangsmál að bæta velferð almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar og góði grein hjá þér, það er alveg með ólíkindum með þetta stjórnmálafólk sérstaklega þau sem eru ESB sinnuð að málflutningur þeirra og stefna eru hlaðin þversögnum. hvort skyldi þetta fólk vera illa gefið eða illa innrætt?

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 4.3.2018 kl. 21:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Á mörgu hef ég skoðun Hrossabrestur góður, en þessari spurningu get ég ekki svarað.

Eigum við ekki bara að segja að það sé fyrir ofan minn skilning.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2018 kl. 22:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Síðan hvenær er arkitektinn og hátekjumaðurinn Logi Már almenningur?

Halldór Jónsson, 5.3.2018 kl. 23:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Halldór.

En skulum við ekki ætla að fleiri séu í flokknum, og einhverjir af þeim hafi verið með Loga á fundi.

Hinsvegar var ég að benda á samhengi stefnunnar, milli hins frjálsa flæðis og þess sem má kalla bara vont þjóðfélag.

Nema náttúrulega fyrir þá sem njóta góðs af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2018 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband