Uppreisn lífsins.

 

Gegn þeirri hugmyndafræði illskunnar að allt megi ef þú græðir, er hafin.

 

Krakkarnir sætta sig ekki lengur við að gróðaöfl steli framtíð þeirra.

Og það er meira undir en sú siðblinda að mega græða á sölu drápsvopna til almennings.

"..  þið tókuð burt von þeirra, störf og framtíðina og studduð svo ýkt­asta ofur-vondakall sög­unn­ar í embætti for­seta og svo eruð þið hissa að krakk­arn­ir svari fyr­ir sig?“".

Bætum við hinni kostuðu afneitun á lofslagsvánni og við blasir að mörk gróðahyggjunnar eru engin, hún virðir engan sið, henni er ekkert heilagt.

Ekki einu sinni framtíð lífsins á jörðinni.

 

Hér á Íslandi merkjum við líka uppreisn gegn lögmálum frumskógarins, og það er ólgan í grasrót verkalýðshreyfingarinnar.

Hallarbyltingin í VR er bein afleiðing af henni, og núna er sjálftökunni og samtryggingunni ógnað innan Eflingar.  Þar sem ung kona, láglauna kona, reis upp og sagði; "Við mótmælum öll".

Það verður fróðlegt að sjá hvernig sú uppreisnartilraun fer, allt hið skítuga fjármagn og allir leppar og skreppar þess hamast gegn henni.

En skítur kæfir aldrei sönn orð.

 

Ef lífið á að lifa af þegar við heykjumst á að verja lífið sem við ólum.

Þá þarf lífið sjálft að snúast til varnar.

 

Vonandi ber okkur gæfa til að rétta því hjálparhönd.

Kveðja að austan.


mbl.is Breyttu umræðunni um byssueign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband