Stöðugleiki á kostnað vinnandi fólks.

 

Þeirra sem hin meintu skítverk vinna, er ekki stöðugleiki þegar fólk getur ekki lengur framfleitt sér á launum sínum.

Og það er rangt að segja að fyrirtæki geti flúið Ísland í skjól misskiptingar og láglaunastefnu annarra vestrænna ríkja.

Því um allan hin vestræna heim er fólk að gera uppreisn gegn siðblindunni og misskiptingunni.

 

Þó vissulega hafi sú uppreisn aðeins skilað sér í valdatöku Trump, þá er staðan í Evrópu aðeins lognið í miðju stormsins.

Fólk sættir sig ekki við þetta lengur.

Það sættir sig ekki við að geta ekki lifað mannsæmandi lífi í þjóðfélögum alsnægtarinnar.

 

Og fólk eins og þessi hálauna forstjóri ætti að skynja sinn vitjunartíma, og í raun þakka að rótæknin sé bundin við hógvært fólk eins og núverandi formann VR.

Því þegar sanngirni þerra skilar ekki árangri, þá tekur alvöru rótækni við.

Þá verða kutar brýndir.

 

Því fólki er ekki endalaust haldið niðri á kjörum þrælsins.

Þannig er það bara.

Um það lýgur ekki sagan.

 

Og annað er blind afneitun.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýnir aðferðafræði verkalýðsfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítin þessi tilvitnun ti Trump. Trump er milljarðamæringur sem er að vinna að betri kjörum fyrir milljarðamæringa, sbr. skattalækkun hans til þeirra tekjuhæstu og fjármögnun þess sem var með því að að fella niður fríar sjúkratryggingar til þeirra lægstlaunuðu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 2.3.2018 kl. 20:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það eina sem er skrýtið er fólk sem afneitar staðreyndum, eða þykist ekki kannast við þær.

Ég sagði hvergi að Trump væri ekki milljarðamæringur, eða fyrir hverja hann væri að vinna, ég benti aðeins á þá staðreynd að lágstéttin, hið vinnandi ómenntaða fólk kaus Trump til valda, því hann gerði sig út fyrir í kosningabaráttunni að vera kerfisandstæðingur, og hvað sem má um Trump segja, þá hefur hann vissulega staðið við það.

Og fólkið sem kaus hann, var fólkið sem átti meðal annars á hættu að missa þó þá sjúkratryggingu sem það hafði.  Sem ætti að segja eitthvað til um dýpt þeirrar undirliggjandi óánægju sem er til staðar í vestrænum samfélögum.

Í Evrópu höfum við annars vegar uppgang hægri sinnaðra eins og Marine Le Pen, sem sameiginlegt átak vinstri og hægri elítunnar rétt náði að hindra að hún hefði verið kjörin forseti Frakklands, og í stað hennar var sannarlegur milljarðamæringur kosinn, eða hrun sósíaldemókrataískra flokka eins og í Þýskalandi.

Á þessa ferla var ég að benda, ég var ekki að leggja neinn dóm á valkosti fólks.

Benti aðeins á að ef hógværir menn eins og Ragnar Þór Ingólfsson næðu ekki erindi sem erfiði, þá tæki annað og miklu verra við, það er frá sjónarmiðum elítunnar sem hefur allt sitt á þurru.

Og þetta er faktur.

Ekki skrýtið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2018 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 243
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 5827
  • Frá upphafi: 1399766

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 4976
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 208

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband