Tyrkir reyna að endurreisa Ríki Íslams.

 

Því glæpur Kúrda var að vopnast þegar ljóst var hverslags viðrini stjórnuðu þessu leppríki Tyrkja.

 

Kúrdar voru ekki fjármagnaðir til að gera uppreisn gegn lögmætri stjórn Sýrlands, þeir vopnuðust, með stuðningi Obama stjórnarinnar, til að brjóta á bak aftur hina múslímsku miðaldamenn.

Miðaldamenn sem drápu fólk, og seldu eftirlifendur í þrældóm.  Að ekki sé minnst á eyðileggingu þeirra á sögulegum minjum, á öllu því sem fór ekki eftir hreintrúarboðskap klerka þeirra, fjármagnaða og uppfrædda að Saudum.

 

Aðeins ákaflega heimskt fólk heldur að Ríki Íslams hafi sprottið full fjármagnað, mannað erlendum málaliðum, vel vopnum búnum, uppúr engu.

Svona álíka gáfað fólk sem trúir því að tyrkneski herinn hafi reynt að bylta múslímska miðaldamanninum Erdogan, og hann fyrir tilviljun hafi innan við sólahring brotið þá byltingartilraun á bak aftur, og fyrir algjöra tilviljun í viðbót, haft tilbúna nafnalista með tugþúsundum embættismanna hins veraldlega lýðræðis sem hann miskunnarlaust lagði að velli, ofsótti og fangelsaði.

Það er enginn svona heimskur, fyrir utan örfáa vitgranna blaðamenn, jafnvel einn eða tvo hér á Morgunblaðinu, að trúa að velvopnaðir erlendir öfgamenn spretti uppúr engu, og leggi undir sig gífurleg landsvæði bæði í Sýrlandi og Írak, og að bakhjarl þeirra, Tyrkir, hafi bara óvart hjálpað til.

 

Og kannski fyrir utan þessa einn eða tvo hér á Morgunblaðinu, finnst enginn sem trúir að einn öflugasti her Evrópu, þrautþjálfaður í borgarastríði við uppreisnarhersveitir Kúrda, sendi örfá ungmenni, á skotfæralausum skriðdrekum, út á götu, til að bylta ríkisstjórn Íslamista, fjármögnuðum af Saudum, kosinn af ómenntuðum sveitalýð, miðaldafóli sem var æst upp gegn vestrænum íbúum stórborga landsins.

Jafnvel Bakkabræður hefðu vitað betur, en þeir reyndar skrifa ekki Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins.

 

Síðan má spyrja hver er ábyrgð Nató á hinum tyrkneskum miðaldamönnum.

Er hún svipuð og vinsamleg samskipti við Saudana sem fjármagna morðæði á saklausu fólki í borgum Vesturlanda.

Hvernig getur hatrið sem æsir fólk til drápa gegn vestrænum gildum, verið bandamaður auðsins sem stjórnar hinum vestræna heimi.

Er það vegna þess að gróði er í ótta, að það er lag að afnema borgaraleg lýðréttindi með tilvísun í hryðjuverk hinna íslamísku öfgamanna??

Hver er þá samsektin, hver er þá hinn raunverulegi glæpamaður??

 

Allavega er það athyglisvert að íslamskir öfgamenn í ríkisstjórn Tyrklands fá að herja á saklaust fólk sem þess eini glæpur var að grípa til vopna gegn Ríki Íslams, og hröktu þau hrakmenni yfir landamærin til Tyrklands.

Sömu hrakmenni sem núna eru send vopnuð til baka undir fána tyrkneska hersins.

Þeir þurfa ekki að lúta vopnahléinu sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu.

Þeir njóta griða hins vestræna samfélags, þeir herja í nafni Nató.

Og þannig séð í boði ríkisstjórnar Íslands.

 

Því við erum ábyrg, því við segjum ekkert.

Vinstrigrænir eru ábyrgir, því þeir halda kjafti.

 

Og svo röfla menn um geðvilling í Fjarskaistan, reyndar ekki að ástæðulausu.

Eða éta upp slúður um mann með typpi sem lenti uppá kant við konur í kerfinu.

Mann sem  varð það á að mótmæla ofríki þeirra og geðþótta.

 

En segja ekkert um harm heimsins.

Þegja, þegar einhver þarf að segja.

Satt og rétt frá.

 

En við hverju var svo sem að búast, þetta fólk seldi allt sálu sína í ICEsave deilunni.

Og þjónar vogunarsjóðunum í dag.

 

Æra þess og reisn er ekki einu sinni In memoryum.

Kveðja að austan.


mbl.is Tyrkneskar sérsveitir til Afrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábær ..vel skrifað hjá þér ..ég reyndar að hissa af hverju eru ekki fleiri að gefa athygli til málaflokks Kúdar ??

Íslandi erum búin að reyna og skrifa bréf til allra þingmanna ( kvenna) og sérbréf til forseta Ísland og ýmisar ráðherrar i ríkisstjón Katrinar J. en ekkrt ..bara núll .. að koma frá þeim !!!!

Takk fyrir +Omar geirsson

Salah Karim (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 22:53

2 identicon

Takk fyrir Ómar Geirsson 

Salah Karim (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 22:54

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Tyrkir eru með 15 miljónir Kúrda í suð austur Tyrklandi sem þeir stjórna með, að því að sagt er valdi. Tyrkir vilja ekki fá Kúrdaríki austan við landamæri Tyrklands.

Sameinuðu þjóðirnar virðast ekkert gera til að Kúrdar ca. 35 milljónir í Tyrklandi, Sýrlandi, Íraq, og Iran, fái að stjórna sér sjálfir.

Það gengur á ýmsu.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 26.02.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2018 kl. 23:22

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kommeríið er að ská alvarlega út í fyrir þér Ómar minn

Halldór Jónsson, 27.2.2018 kl. 01:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ vertu ekki svona sár Halldór þó ég hafi ekki talið upp þennan eina og hálfa hér á Moggablogginu sem trúir þessu líka.

Og það var ekki vegna plássleysis, eða ég hefði gleymt ykkur, heldur er þetta meira svona tregi gagnvart þeim sem hófu sína vegferð sem ungir menn sem einarðir andstæðingar einræðis og alræðis.  Enduðu svo í gæsagangi á eftir hinu svarta fjármagni sem meðal annars leggur lag sitt við rótina sem fjármagnar hryðjuverkin í borgum okkar og styður með ráðum og dáðum hrakmennin sem kenna sig við Íslamska ríkið, Al-Qaeda eða hvaða nöfn þessi viðbjóður notar hverju sinni.

Maður hefur ekki allt í flimtingum Halldór, eða allavega ekki alltaf, en fyrst þú ert nú þarna Halldór þá hef ég oft velt því fyrir mér hvar hinn blindi stuðningur endar, myndir þú til dæmis, ef viðskiptafélagar Trumps þarna á Arabíuskaganum bæðu hann að róa öldurnar á Íslandi, og hann myndi koma við vígslu moskunnar sem þeir fjármögnuðu, myndir þú mæta og standa heiðursvörð??

Menn gera nú ýmislegt fyrir leiðtogann, eða er það ekki??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2018 kl. 07:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Innrás Tyrkja inní annað land, til að hrekja á brott bardagafólk sem hrakti hrakmenni og ómenni á flótta, er önnur ella.

Við megum ekki gleyma því að það sem er nú á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda, var áður á valdi Íslamska ríkisins.

Þá gerðu miðaldamennirnir í Ankara ekki neitt, enda ekki í eðli móður að ráðast á afkvæmi sín, nema þeir skutu fallbyssuskotum á Kúrdana þegar þeir sátu um síðust vígi Íslamistanna.

Að láta Tyrkina komast upp með þetta, er í raun viðurkenning á öllum þeim illvirkjum sem hrakmennin frömdu í Sýrlandi, og reyndar í Írak líka.

Og þegjandi þögnin er stuðningur.

Beinn stuðningur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2018 kl. 07:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Salah Karim.

Mér þykir mjög leitt að íslenskir ráðamenn skuli ekki hafa sýnt nein viðbrögð, handartak og samúð kosta allavega ekki.

Forseti vor hefur allavega bruðist við að minna tilefni, en maður veit ekki hvað veldur.

Svona pistlar í lokuðum klúbb eins og Moggabloggið er hafa lítil sem engin áhrif á umræðuna, enda myndi ég setja hann fram töluvert öðruvísi ef ég reiknaði með að hann færi í almennan lestur.

Því myndi ég ráðleggja þér að stíga skrefið, og senda bréf á ritstjórn Morgunblaðsins og biðja um að það yrði birt hið fyrsta.  Morgunblaðið er gott blað, og á undanförnum árum hafa birst hér á Mbl.is ítarlegar fréttir um ástandið í Sýrlandi, og meðal annars um illvirki Íslamsita, og fólkið sem greip til vopna og hrakti þá af höndum sér.

Fólkið sem núna sætir árásum Trykja.

Það skiptir ekki máli þó þú hafir ekki góð tök á málinu, fólk skilur alltaf þann sem skrifar frá hjartanu, því tungumál þess er sammannlegt.

Einræðisherra á ekki að komast upp með að kalla saklaust fólk, hryðjuverkamenn, þegar þess eina sök var að hrekja vopnbræður hans af höndum sér.

Þögn okkar er samsekt.

En hógvær orð, sem innihalda ákall um stuðning, gætu rofið þögnina.

Neytt fólkið sem hlustað er á, til að tjá sig.

Megi gæfan fylgja þér Salah Karim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2018 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 5553
  • Frá upphafi: 1400310

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 4772
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband