Brynjar kann söguna.

 

Enda af þeirri skynslóð þar sem menntun var ennþá menntun, og bæði saga og landafræði kennd.

Og menntaskóli var fjögur ár, þar sem allavega eitt ár var ætlað í þann þroska að sletta úr klaufunum.

 

Píratar eru hinsvegar börn sem fæst hafa komið út úr netheimum, hjá þeim er ekki einu sinni svart og hvítt, eða hver hefur hefur séð hvítan lit í lokuðu herbergi næturinnar.

Enda eru Píratar ódýrasta fjárfesting hinna Örfáu þegar allan brodd átti að taka úr andstöðu fjöldans.  Svo vitnað sé í gamla sögn, þá þurfti varla að kosta eina gulrót til að teyma þá í rétta átt innantóms blaðurs og sýndarveruleika.

Öllu dýrara var síðan að fjármagna Bjarta framtíð, enda þar innan borðs fólk sem trúði á betri heim, lausan við áþján og kúgun fjármagns og auðs.

 

Hvað Brynjari gengur til að benda á þessa augljósu staðreynd hinnar innantómu blöðru er önnur saga.

Síðast þegar ég viss þá þjónaði hann auðnum.

Og er samlagaður gjörspillingunni.

 

Á meðan fjölmiðlar auðsins halda Pírötum í umræðunni, þá munu engu vera bylt.

Engu ógnað.

Og vogunarsjóðirnir hafa sitt fríspil í boði Steingríms og Bjarna.

 

Hví þá að hæða þá?

Að benda á hin augljósu samlíkindi?

Það er eins og hægri höndin viti ekki hvað vinstri höndin er að gera.

Hvað þá allar hinar hendurnar á hinum marghöfða skrímsli þjóna auðsins.

 

Það er eins og ástin fyrir sögunni sé öllu yfirsterkari.

Að minnt sé á að ekkert sé nýtt undir sólunni.

 

Ef svo er þá mega gegnir sögukennarar fá allt það hrós sem hrós getur gefið.

Þeir eru kannski ekki eins fornir og pýramídar Egyptalands, en þeir eru liðnir.

Útskúfaðir í hinum forheimska heimi nýfrjálshyggjunnar.

Þar sem mennt og siður er meira skammaryrði en svört messa fyrir nokkrum áratugum þar sem hinn krossfesti var á hvolfi, og faðirvorið kyrjað afturá bak.

Í heimi þar sem allt streymir að feigðarósi eru svona orð, svona tilvísanir, svona röksemdir eins og glóandi gull innan um kolsvartan kolabing.

 

Sagan kann.

Sagan lýgur ekki.

 

Og við eigum að læra af henni.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki í fararbroddi fyrir bættu siðferði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ágætt fólk á þingi fyrir Pírata. En svo er líka fólk sem ætti eiginlega ekki að vera á þingi.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.2.2018 kl. 21:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson


Blessaður Þorsteinn.

Ætli við höfum ekki öll misjafn smekk á hverjir ættu að vera á þingi, og hverjir ekki, og líklegast er þetta fólk á þingi vegna þess að einhverjum líkaði við það.

En ég á það sammerkt með Brynjari, að stundum fer þetta nöldur í þeim í taugarnar á mér, það er af nógu af taka til að halda uppi alvöru stjórnarandstöðu.

Vissulega þarf að nýta dægurmálin, það liggur í eðli stjórnmálabaráttunnar, en stundum virkar þetta þannig að það sé eins og það sé ekki annað til að ræða en dægurmálin, eins og allir séu á sömu línu, sem er skelfilegt.

En ég er sammála þér, og finnst það reyndar gilda um alla flokka, að uppstöðu vill það fólk sem gefur kost á sér til þingmennsku, vel, það er velviljað, og reyndar út frá ólíkum forsendum, vill landi og þjóð hið besta.  Og það er enginn ágreiningur um velferðina sem slíka, áhersluatriðin liggja í útfærslu hennar, og fjármögnun.

Við sem þjóð erum svo lánsöm að við höfum aldrei haft últra hægri flokka, eða últra vinstri flokka, enga flokka sem hafa haft það að markmiði sínu að skemma kerfið eða eitthvað svoleiðis. 

Þingmenn okkar eru hins vegar mismiklir bógar, og sumir meiri bullukollar en aðrir, en það mat er háð gildismati, hvað annað.

En margur púkinn úr fortíðinni er að sýna sín ljótu andlit, og það er stutt frá McCarthy yfir í nornaveiðar nýaldar, þar sem ásökun var talin ígildi sektar, því hver ásakar um svona alvarlegan glæp nema að vera fullviss.

Engin illgirni, enginn illvilji, engin sálsýki, hvað þá kalt hagsmunamat valdabaráttunnar, aðeins raddir réttlætisins.

Eða þannig.

Allavega mér er illa við drauga, nema Kasper.

Og það mætti fara að ræsa út draugabana, áður en það verður ekki verandi í þjóðfélaginu fyrir nornaveiðum hinum nýrri. 

Þeir sem virkilega vilja slíkt þjóðfélag, þeir geta flutt til Austur Þýskalands, þar er ennþá af nóg af  Stasi mönnum sem kunna öll þessi fræði og eru dauðfengir að fá aftur tækifæri til að skrifa hillumetrana af slúðri og ásökunum.

Sem og að rannsaka og dæma.

Alveg óþarfi að hafa þetta annars staðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 670
  • Sl. sólarhring: 753
  • Sl. viku: 6254
  • Frá upphafi: 1400193

Annað

  • Innlit í dag: 612
  • Innlit sl. viku: 5376
  • Gestir í dag: 583
  • IP-tölur í dag: 569

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband