Smáþjóð getur haft áhrif.

 

Ef málflutningurinn er sannur, óháður ytri hagsmunum.

Það gengur nefnilega ekki að benda bara á hina, að spilling til dæmis dómskerfis sé ekki bara í útlöndum, ef það sama á sér stað hér eins og nýlegt dæmi um skipan Sigríðar Andersen á vinafólki sínu og pólitískum samherjum í embætti dómara í Landsrétt.

Menn þurfa að taka til heima hjá sér áður en þeir benda á aðra sem þeir telja mun spilltari.

 

Eins er það með réttarmorð og pyntingar, við sem þjóð höfum ekki ennþá viðurkennt sekt okkar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, og ennþá vogar kerfið sér að tala um játningar sem sannarlega voru fengnar með grófum pyntingum, og stönguðust algjörlega á við raunveruleikann, sem eitthvað sem ekki er hafið yfir allan vafa, og því eigi að sýkna.

Pyntingar eru pyntingar, og játningar á grundvelli þeirra eru alltaf ómarktækar,.

Og ef þú viðurkennir ekki eigin villimennsku, þá ertu ekki í stöðu til að benda á aðra.

 

Eins er það með voðaverk og hrylling, gerandinn á ekki að skipta máli.

Hvort sem það er lögmæt stjórnvöld í Sýrlandi, uppreisnarmenn þar í landi, erlend innrásarlið eins og Tyrkir, að ekki sé minnst á bandalagsríki vestrænna ríkja við Persaflóann, sem bera ábyrgð á ólýsanlegum hryllingi í Jemen.

Það á að krefjast þess að svona sé stöðvað og þeir sem ábyrgðina beri, sæti ábyrgð.

Þar á meðal þeir vestrænu þjóðarleiðtogar og vestræn ríki sem bera ábyrgðina á upplausninni í MiðAusturlöndum. 

Hvort sem það er Írak, Sýrland eða Líbýa.

Gott skref væri til dæmis að við könnuðumst við okkar ábyrgð á hörmungum Írösku þjóðarinnar.

Og við bæðumst afsökunar á því að við höfum ekki lagt til á vettvangi Nató, að tyrkneskir ráðamenn væru dregnir fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag fyrir stuðning sinn við ómennin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

 

Það er nefnilega svo auðvelt að blaðra.

En erfiðara að taka slaginn við ógnaröflin sem knýja áfram upplausn heimsins í dag.

 

En eitt ættum við öll að geta sannmælst um, og það er að það á að handtaka forseta Filippseyja um leið og hann stígur fæti úr fyrir landsteinana.

Og Ísland gæti lagt fram tillögu þar um.

Það væri þarft verk, og ávísun á athygli sem virðist oft vera undirliggjandi hjá stjórnmálamönnum smáþjóða.

 

En að þessu öllu slepptu, þá virðist Guðlaugi Þór hafa mælst vel miðað við þessa frétt Morgunblaðsins.

Og á þessum grunni er hægt að byggja.

 

Það má líka hrósa því sem vel er gert.

Kveðja að austan.


mbl.is Getum ekki staðið hljóð hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband