25.2.2018 | 11:05
Lágstéttin kom Trump til valda.
Hann launaði henni greiðann með því að gera þá ríku ennþá ríkari.
Samkvæmt mottóinu, að þegar þú átt ekki aura þinna tal og allar hirslur erlendis eru fullar, þá gætir þú alveg ráðið innlenda í vinnu.
Sérstakleg þegar þú ert búinn að taka af þeim sjúkratrygginguna, afnema lágmarkslaun og gera þá á allan hátt samkeppnisfæra við þrælavinnuafl global hagkerfisins.
Hvort þessi forsenda Trump gangi upp, að molarnir skríði um fátækrabælin á eftir að koma í ljós.
Hann allavega stóð við loforð sitt að lækka skatta hinna ríku, og hann stóð við loforð sitt að svipta fátæklinga heilbrigðisþjónustu.
Það er ekki svo að hann logið sig til valda. Hann laug vissulega öllu mögulegu en það sem hann sagði konkret hefur hann reynt að efna.
Vandinn er bara að það er bein fylgni milli samþjöppunar auðs og aukinnar fátæktar, því auður sem slíkur er takmörkuð auðlind, og því færri sem eiga hann, því fleiri eiga hann ekki. Og auður hinna Örfáu hefur þá tilhneigingu að leita þangað þar sem mesta skammtímagróðann er að hafa.
Og til hvers að nota innlenda þræla þegar þeir erlendu eru ódýrari??
Sem er líklegast skýring þess að þegar fjöldinn fékk vægi, þá var það hans fyrsta verk að afnema þrælahald, og byggja þess í stað upp samfélag sem byggðist á velmegun og velferð.
En það var þá, síðan hefur margur dropinn fallið til sjávar.
Auðurinn snérist til varnar, gerði bandalag við andskotann og síðan á níunda áratug síðustu aldar hafa kostaðir stjórnmálamenn undir merkjum frjálshyggjunnar markvisst unnið að auknu frelsi auðsins á kostnað fjöldans.
Globalvæðingin er bein afleiðing þess.
Globalvæðing er fínt orð yfir nútímaþrælahald, í engu siðlegra en gamla þrælahaldið kennt við Rómverja.
Og globalvæðingin étur upp velmegun og velferð fjöldans.
Vörn lágstéttarinnar hefur brotist fram í þeirri tilhneigingu að kjósa þjóðernissinna, það er flokka eða stjórnmálamenn sem á einn eða annan hátt segjast andvígir globalvæðingunni, og vilja það sem kalla má, framleiðsluna heim.
Aðeins í Bandaríkjunum hefur henni tekist að koma slíkum stjórnmálamanni til valda.
Auðkýfingi vissulega, lýðskrumara vissulega, fasista vissulega.
En fyrst og fremst andófsmanni gegn kerfinu, gegn elítunni.
Þess vegna er svo fróðlegt að fylgjast með þróuninni í Bandaríkjunum.
Það er allavega ljóst að Trump er að reyna að framkvæma þá stefnu sem hann boðaði en árangurinn er undir öflum sem hann hefur enga stjórn á.
Hvernig bregðast stórfyrirtækin við ákalli hans um að koma heim með framleiðslu sína, og á hvaða kjörum fyrir verkafólk verður það gert??
Mun auðstéttin nýta skattaafslætti sína innan hagkerfisins, eða safna bara auðnum í sjóði??
Skynjar hún alvörun að baki ákalls Trumps, að þetta sé hennar síðasta tækifæri áður en kutar verða brýndir?
Því Trump vakti upp vonir og væntingar um betri tíð, og sagan kennir að þegar slíkar vonir bregðast, að þá rumskar fjöldinn.
Og eitt sem öruggt er að hann mun ekki kjósa auðkýfing næst til að vega kerfið.
Og bandaríkjamenn hafa áður bylt.
Kveðja að austan.
Skattabreytingar skiluðu Buffett 29 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 447
- Frá upphafi: 1412809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 386
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf verið auðvelt að plata lágstéttina, eins og Sjálfstæðisflokkurinn veit mæta vel.
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 11:31
Globalistar byggja auð sinn á fjórfrelsinu.
Davíð Oddsson kom fjórfrelsinu á með því að þröngva EES samningnum upp á land og þjóð.
Hann þjónaði þar með globalistunum.
Sjálfstæðisflokksins bíður klofnings.
Heiðarlegir sjálfstæðimenn geta verið þjóðlegir alþjóðasinnar, en þeir geta aldrei verið globalistar, því globalistar sölsa allt undir sig og eru þjóðríkjunum fjandsamleg, ástunda fjandsamlega yfirtöku. Þingmenn þess flokks sem nú molnar hægt og bítandi niður, stunda nú siðlausa sjálftöku sem þjónar globalistanna.
En undir niðri vex grundvöllur þjóðlegra íhaldsmanna, hinna heiðarlegu sjálfstæðismanna. Þeirra tími mun koma.
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 12:23
Segðu Steini.
Og Símon, hættu nú að núa Davíð eilíft uppúr þessum mistökum, hann taldi sig vera að snúa niður ESB umræðuna, svo vissi hann hreinlega ekki hvað þetta frelsi sem Hannes var alltaf að tala um, þýddi.
Og þegar hann áttaði sig á því að hið nýfrjálsa fjármagn var í bissness, og fjárfesti því í stjórnmálaflokkum eftir hagsmunum sínum, en ekki eftir hagsmunum gömlu borgarastéttarinnar, þá var of seint um rassinn gripið.
Hins vegar á að minna hann og aðra þykjustu andstæðinga ESB, að EES samningurinn er full aðild að ESB, fyrir utan réttinn til að vera á mynd með Merkel, og fá að sötra kokteila í þeim hópi sem kallast, leiðtogarfundur ESB.
Sérstaklega máttu minna þá Björn Bjarna og Styrmi reglulega á þetta.
Þeir eiga að vita betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2018 kl. 13:12
EES samningurinn er full aðild að ESB ...
hver kom samningnum á?
Davíð komst til valda eins og Trump, skilið?
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 14:32
Því Trump (Davíð) vakti upp vonir og væntingar um betri tíð, og sagan kennir að þegar slíkar vonir bregðast, að þá rumskar fjöldinn.
Og aldrei varð misskiptingin meiri en einmitt eftir að EES samningurinn var virkjaður hér á landi. Örfáir Buffetar hrúguðust upp.
Hann var vissulega ekki auðkýfingur, en allt annað stemmir við það sem þú skrifar um Trump.
Hann skyldi ekki um hvað hann var að tala? Kannski ekki, dreg það þó í efa Ómar. En endilega skammaðu Albaníu (Hannes).
Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 14:47
Fyrirtækin í Bandaríkjunum, fá nú líka skattprósentu og ríki í Evrópu og annarsstaðar í veröldinni.
Trump hefur sagt að fyrirtækin geti nú veri áfram í Bandaríkjunum.
Trump á í stórstríði viðbakstjórnina, Deep State, New World Order.
000
Sjá fréttaflutninginn frá hryðjuverkunum.
Við þurfum að venja okku á að leita frétta víða, heimsfréttanetið er í höndum Deep State.
Stúlkan hittir drenginn og hann var ekki með byssu, á meðan skothríðin heyrist. Vopnin sem hann hafði heima voru ekki tekin af honum, þótt einhverjir hefðu láti vita um þau. Var hann geymdur til að kenna honum um.
Egilsstaðir, 20.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Við verðum að hugsa, hvað er hér á ferðinni?
000
Umfjöllunin, er svona. As The Gateway Pundit is reporting, the FBI is now coaching Mandalay Bay employees to change their stories and lie about what they heard: Multiple guests in Stephen Paddock's room!
Jónas Gunnlaugsson | 26. október 2017
Health Ranger demands FBI stop lying about Las Vegas shooting The FBI is clearly lying about the Las Vegas shooting, which is why Americans increasingly don't trust the FBI and increasingly believe the agency is involved in a massive criminal cover-up.
000
Voru margir að skjóta ? -, einn kveikti á kastljósum og lýsti upp árásarsvæðið. Nú finn ég ekki það videó. Við vitum ekki einu sinni hvort þessi maður sem sakaður er um hryðjuverkin, var ekki komið fyrir til að fela þá sem stóðu að verkinu.
Jónas Gunnlaugsson | 16. október 2017
Las Vegas Multiple Shooters Video Evidence/Proof https://www.youtube.com/watch?v=yQV8mFx0-CQ
000
Las Vegas shooting:
Stephen Paddock did not act alone ...
000
Samkvæmt hinum ýmsu lögum sem stórfyrirtækin hafa látið þingmenn landana samþykkja, geta fyrirtækin spurt stjórnir landana hvaða skatt látið þið okkur greiða ef við flytjum aðalstöðvarnar til ykkar?
7.2.2017 | 14:30
Trump er að lækka skattana í Bandaríkjunum, til samræmis við skatta í veröldinni, til dæmis skattana í Evrópu.
Það eru hin ýmsu lönd í veröldinni, til dæmis í Evrópu og einhver ríki Bandaríkjanna, sem bjóða lága skatta til fyrirtækjanna.
Gangi ykkur allt í haginn
Egilsstaðir, 25.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.2.2018 kl. 16:09
Man ekki betur en það hafi verið Jón Baldvin sem komur í þetta ESB bull en ekki Davíð.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.2.2018 kl. 18:05
Alltaf sagt það, og segi enn ... Trump segir það sem rétt er, en hann er ekki maðurinn til að framkvæma það.
Örn Einar Hansen, 25.2.2018 kl. 19:07
Blessaður kæri Símon.
Það er dálítið broslegt að þegar ég aldrei þessu vant tala ekki tungum og skil jafnvel sjálfur hvað ég er að skrifa, að þá sé reynt að lesa allt annað úr skrifum mínum en stendur þar.
Félagi Trump á sér enga samsvörun í íslenskum stjórnmálum, hvorki núverandi eða liðnum. Pistill minn hér að ofan er um bandarískar aðstæður og viðbrögð þess samfélags við globalvæðingunni.
Í athugasemd minni sem þú vísar í er ég ekki að skamma Hannes, ég er að hæðast að Davíð.
Síðan varðandi EES samninginn þá er ljóst að sú lending er á ábyrgð Davíðs því Jón Baldvin vildi inn, og sá samningur var svar við ákall atvinnulífsins um betri viðskiptakjör við ESB, sem og að bregðast við þeirri staðreynd að flest EFTA ríki voru þar á innleið. En sú lending var hvorki uppfinning Davíðs eða Jóns, heldur sameiginleg stefnumótun þeirra EFTA ríkja sem var pólitískt ómögulegt að ganga í Evrópusambandið á þeim tíma. Hvað menn gerðu sér grein fyrir þá um hvernig ESB myndi þróast veit ég ekki, aðal röksemdin var viðskiptalegs eðlis, sem og hjá ESB sinnum, að þetta væri fyrsta skrefið að fullri aðild landsins.
En innri markaðurinn var þá aðeins fósturstigi, að fæðast og engin reynsla komin á hvað framkvæmd hans þýddi fyrir ríki Evrópusambandsins. Það má segja að hann hafi verið knúinn áfram á þeirri forsendu að sífellt hefur þurft að samhæfa fleiri hluti svo hann virkaði almennilega og fyrir því hefur verið færð rök að hann virki ekki í raun fyrr en Evrópa verði eitt ríki.
En miklir máttu þeir spámenn vera sem sáu alla þá umræðu fyrir um 1990 þegar vinnan við EES samninginn var á fullu.
Samt á einhverjum tímapunkti var ljóst í hvað stefndi, og þá er það tvöfeldni að hampa EES samningum, og segjast vera á móti ESB. Ég til dæmis gerði mér ekki grein fyrir þessum annmörkum EES samningsins fyrr en í ICEsave deilunni, fram að því sá ég kostina við aukið samstarf og niðurbrot landamæra. En búinn að vera hatrammur andstæðingur samningsins síðan.
En þeir sem lifa og hærast í þessu stjórnmálaumhverfi áttu að vera búnir að sjá þetta, og þeir áttu að snúast til varnar, ef þeir á annað borð voru andvígir Evrópska sambandsríkinu, sem ESB er í raun í dag, þó einstök landsvæði hafi vissa sjálfstjórn í sínum innri málum.
En að taka Davíð sérstaklega út úr þessari jöfnu, og klína öllu sem miður fór hjá ESB á hann, eins og hann hafi haft eitthvað með þessi mál að segja. Það er aðeins eitt ríki fyrir utan þetta samstarf í allri Evrópu og það er Sviss, og þeir hættu við á lokametrunum vegna hagsmuna bankageirans. Svo örfá jaðarríki sem hafa ekki ennþá náð sér eftir sælutíð síðasta reglugerðarveldi.
Fjórfrelsið og global er síðan trend sem varð ríkjandi á Vesturlöndum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Davíð var vissulega fylgjandi þeirri hugmyndafræði, en ekki á nokkurn hátt gerandi, og allt það sem gerðist, hefði gerst þó hann hefði ákveðið að hætta í MR og gerst mjólkurbílstjóri á Selfossi.
Svona nálgun er ekki einu sinni Trumpísk kæri Símon.
Trump er hins vegar fyrsti íhaldsmaðurinn sem fer gegn frjálshyggjunni, á þjóðernislegum forsendum, og brunnur málflutnings hans er lýðskrum með fasískum undirtóni.
Og Davíð er aðdáandi hans, þannig fór um alla þá frjálshyggjusjóferð.
Og það finnst mér fyndið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 06:51
Takk fyrir innlit þitt Jónas og upplýsingar um bandarísk skattamál.
Gættu samt að því að ef þú heldur á hin svörtu mið falsfrétta að þá mun svertan að lokum yfirtaka þig og þá er stutt til andskotans og hans bústaða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 06:55
Blessaður Sigurður.
Það er vissulega rétt að Jón Baldvin var helsti baráttumaður þess að þjóðin gengi í ESB, en sterk hagsmunaöfl sem tengdust sjávarútveginum, sem og þjóðlegir íhaldsmenn voru því andvígir.
EES samningurinn var málamiðlun milli þessara sjónarmiða, og var unnin í samvinnu við Norðmenn og Svisslendinga.
Davíð leiddi þá vinnu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, og síðan þá hefur þessi samningur verið hornsteinn utanríkistefnu flokksins, ásamt aðildinni að Nató, og að sjálfsögðu aðildinni að Sameinuðu þjóðunum.
Sjálfstæðisflokkurinn er samsekur, og tekur fullan þátt í að viðhalda þeirri blekkingu að þjóðin sé ekki í raun aðili að Evrópusambandinu.
Svona á þessum síðustu tímum Trump er tími til kominn að vitiborið fólk haldi sig við staðreyndir.
Við eigum að skora lygina og sjálfsblekkinguna á hólm.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 07:03
Blessaður Bjarne.
Ekki ætla ég að gera ágreining við Trump þegar hann lemur á þeirri illvígu skepnu sem frjálshyggjan er, hún er best geymd í neðra þaðan sem hún er ættuð.
Og lengi hef ég séð í athugasemdakerfinu hér á Moggablogginu að þú tekur undir orð Trump, en hins vegar vissi ég ekki að það væri orðin vík milli vina, að þú efaðist um getu hans til framkvæmda.
Kallinn er jú á fullu að gera sitt besta.
Ég hins vegar hef efast stórlega um bakland hans, tel að allir þræðir liggi til svertunnar sem fjármagnaði frjálshyggjuna á sínum tíma, og eina markmið þessara sálarlausu andskota er að verða ríkari.
Á kostnað fjöldans, á kostnað velsældar, á kostnað friðar.
En það er bara mitt sjónarmið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 07:09
Þakka þér vel fyrir kennsluna Ómar Geirsson. Trúlega eru það sömu aðilarnir, sem búa til falsfréttirnar í aðalfjölmiðlunum, main streem media, MSM, og falsfréttirnar um allar trissur.
Þá er málið að fá okkur til að trúa því, að allar fréttir sem koma eftir öðrum leiðum, en frá aðalmiðlunum, séu falsfréttir.
Þannig tekst aðalmiðlunum, að koma í veg fyrir að við lögum bankakerfið,við vitum auðvitað að það er aðeins bókhald, og bankinn lánar aldrei neitt.
Þannig tókst aðal fjölmiðlunum, að þegja, fel efnarafalinn, sem Björn Kristinsson sagði okkur frá í Morgunblaðinu 3. júní 2001
Ál er fullt af efnaorku, segir Björn Kristinsson, alveg eins og olía og kol.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/?item_num=0&searchid=ad31f09a3a0f2b1be67699136691b567f8a20848
Mér virðist að margir séu að segja okkur að til að koma á algjöru einræði stórfyrirtækjanna, í heiminum, verði að losna við vopnin sem eru í einkaeign í Bandaríkjunum.
Einhversstaðar sá ég að það væru ekki 200.000.000 + af Bandaríkjamönnum, sem stæðu í vegi fyrir stórfyrirtækja einræðinu, heldur 300.000.000 vopna sem væru í einkaeign.
Þá sagði rannsóknin, sem mig minnir að hafi verið gerð af einhverjum Fordsjóði, að 10% af vopnaeigendum, virtist tilbúinn að verjast einræðinu, það eru 30.000.000 vopna, og trúlega þau öflugustu.
Einnig var sagt að til að, þeir sem eru oft kallaðir nasistar, næðu völdum, þá mætti aðeins vera 1% af þessum vopnum í einkaeign, 3.000.000 til varnar lýðræðinu.
Við vitum að það er að einhverju leiti búið að eyða millistéttinni í Bandaríkjunum, og sagt er að elítan vilji taka völdin, og hafa eina lágstétt.
Einnig er sagt að ef 500.000.000 íbúar eru á jörðinni sé freka hægt að stjórna þeim.
Þegar þessi sama elíta tók völdin í Rússlandi 1917, þá endaði verkefnið, þegar hún hafði drepið 66.000.000 Rússa. rt.com
Höfum við heyrt um banka stríðin?
Nú, hvað er rétt er spurning.
Egilsstaðir, 25.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2018 kl. 11:09
Blessaður Jónas.
Ég get lítið annað en ítrekað orð mín.
Og skilgreiningin á falsfréttum er þín, ekki mín.
Ég nota svona meira heilbrigða skynsemi og skoða einnig undirliggjandi hagsmuni.
Og þess vegna veit ég til dæmis að þessi svo kölluðu stórfyrirtæki sem eiga að vera undirrót voðaverkanna í USA, svo þau geti knúið fram hina svokölluðu afvopnun almennings, að auðurinn sem öllu ræður í Bandaríkjunum, hann fjármagnar þessar samsæriskenningar.
Því meðan það er endalaust hægt að rugla í fólki, þá snýst það ekki í gegn honum.
Og skáldsagnahöfundarnir hlæja sig vitlausa þegar fólk trúir þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 13:28
Þú ert mikill andans maður, og skrifar þannig að við sækjumst eftir að lesa það.
Eins og þú gefur í skin, þá hlær fíflið að heimsku sinni.
Það ánægjulega við það þegar einhver lýgur því allra fáránlegasta sem hann getur hugsað sér,
þá lyftir hann þeirri hugmynd upp þannig að ýmsir taka eftir hugmyndinni.
Þessi hugmynd rennur í gegn um hugana, og eftir eina sekúndu, eða þúsund ár, kallar einhver,
ég hef það, ég greyp það, mér tókst það.
Hulins klæðið úr ævintýra sögunum, ég er búinn að leysa gátuna, ég get smíðað, saumað það.
Bandaríski herinn, er farinn að nota hulins hjálm, engin vandamál bara lausnir.
Einnig er orku hjúpur í kring um eitthvað, farinn að skýla skriðdrekum og flugvélum.
Ekkert gat orðið til, nema einhver léti sér detta það í hug. Þá fyrst fór það í hugleiðinguna,
hjá miljónum, fór upp í sameiginlega vitið, kjarnann sem Nikola Tasla talar um.
Af því að fíflið í okkur laug, hugmyndinni, þá njótum við nú lausna, hugmynda sem lifnuðu við umræðuna.
000
Það er eins með heilbrigða skinsemi, háskólarnir, með Einstein og alla vísindamennina í fararbroddi,
sögðu okkur frá tóminu í smáheiminum, sem var akademísk trú, á þeim tíma.
Áður um aldamótin 1900 var talað um Eterinn sem fyllti rúmmið, allan geiminn, allt.
Þegar ég var í skóla, svona 16 til 17 ára, sagði kennarinn að það væri alveg furðulegt
að fólkið hér áður hefði trúað á einhvern eter, sem fyllti rúmmið, en nú 1951-1952
hefðu okkar frábæru vísindamenn, Einstein efstur á blaði, fundið út að eterinn væri tóm vitleysa.
Og svo hló kennarinn og allir nemendurnir, að því hve vitlausir menn voru í fortíðinni.
Hann Nikola Tesla sagði reyndar að Einstein og vísindamennirnir, væru að segja og reikna eintóma vitleysu,
og sagði að allt væri geislar.
Auðvitað sögðum við Akademisk trúar fólkið að Nikola Tesla væri vitlaus.
Svo leið tíminn til 1980, og þá komust vísindamennirnir, heilbrigð skinsemi að því,
að eterinn væri staðreynd, og varð þá eterinn Akdemisk trú aftur, en nú var eterinn kallaður súpa,
nýja nafnið á eternum var sennilega til að reyna að fela að gömlu fræðin um eterinn voru rétt.
Við sem kölluðum okkur ef til vill sósíalista á yngri árum, sem þá þíddi að við trúðum ekki á sköpun,
heldur þróun, trúðum ekki á Guð, heldur einhverja tilviljun.
Þá voru Hitler og Músolíni national sósíalistar, Stalín og Maó voru kommúnistar, sósíalistar til vinstri.
Þessi sósíalista trú, Akademiska trú, trúði því að hún væri með sannleikann, og beitti sannleikanum óspart.
Sósíalistarnir drápu svona 100 til 130 milljónir manna eða meira, allt eftir Akademísku trúnni. (óviss tala)
Þetta var smá útúrdúr,
Ég margþakka skrifin og kennsluna, hér kemur slóð á áframhaldandi umræðu um málefnin.
Egilsstaðir, 26.02.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.2.2018 kl. 19:45
Takk fyrir þennan skemmtilegan prósa Jónas, ég var farinn að brosa útí bæði eyru þegar neðar dró í textann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2018 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.