Það er ójafn leikur.

 

Að ætlast til að skammbyssa stöðvi sjálfvirkan hríðskotariffil.

 

Og 99.99 prósent af þeim sem ætlast til þess að öðrum, myndu aldrei gera það sjálfir.

Slíkt er aðeins á færi fagmanna, sérþjálfaðra í átökum.

Og slíkir fagmenn eru ekki illa launaðir aðstoðarmenn fyrir utan skólabyggingar.

 

Vilji menn sjá hvernig slíkum vopnum er varist, þá geta menn skoðað öryggissvæði Nató í Afganistan.

Þau eru eins og virki miðalda, og þungvopnaðir menn gæta allra hliða.

Og það er sama hvað hinir kostuðu talsmenn drápstóla segja, ef menn vilja hafa þau í umferð, þá þarf virki til að verjast þeim.

 

Hins vegar er það athyglisvert að menn telji sig þurfa að eiga slík árásarvopn til að verjast, og að það sé aðför að frelsinu að meina þeim um það.

Hvað segir það um viðkomandi land??

Ríkir stríðsástand þar eins og í Sýrlandi??

Eða hefur ríkisvaldið hrunið eins og í Sómalíu??

 

Að sjálfsögðu ekki.

Þetta er aðeins spurning um gróða, gróða helsjúkra manna, það er ef maður telur tæra illsku vera sjúkdóm.

Og óttavæðing samfélagsins er aðeins kling kling í gullkistli þeirra.

 

Þetta eru mennirnir sem góðgjarnt íhaldsfólk lítur upp til.

Telur þá föðurlandsvini.

Og varðmenn frelsisins.

Kýs þá til valda.

 

Þetta eru mennirnir sem stjórna Bandaríkjunum í dag.

Sem réttlæta morð á ungmennum með því að það er margt annað sem drepur.

Til dæmis SMS. Það er SMS undir stýri.

 

Það er svona með mennskuna.

Hún er ekki allra.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Aðhafðist ekkert er árásin var í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Að ætlast til að skammbyssa stöðvi sjálfvirkan hríðskotariffil."

Að hitta með skammbyssu er betra en að missa marks með riffli.

"Slíkt er aðeins á færi fagmanna, sérþjálfaðra í átökum."

Bull Shit.  Það tekur kannski viku að ná því að hitta skotmark á stærð við kókdós af 20 metra færi með skammbyssu, ef maður heldur sig við.

Þetta eru engir galdrar, þá sumir virðist halda það.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.2.2018 kl. 19:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Stundum er það bara þannig að jafnvel hinir kjöftugustu verða kjaftstopp, og ég skal fúslega játa þann veikleika minn. 

Það er að ég get orðið kjaftstopp, en reyndar er það oftast þannig að ég hef lagt mikið á mig að laga mér kaffi, og vil fá mér sopa, þó einhverjar heilastöðvar séu að vinna.

Kallast svona kaffipása, eða kaffihlé.

Og það sem fór í gegnum huga minn var að þú hefðir horft á of margar myndir með Swarchenegger, og héldir að lífið væri svo einfalt að þegar hetjan skaut úr skammbyssu, að þá féllu svona 25, þegar 5 skotum var skotið.

En þá fékk ég mér sopa, og sá þá allt í skýrara ljósi. 

Ég er nefnilega búinn að horfa í þriðja skiptið með strákunum mínum ( og já, kannski 12 sinnum áður) á Mel Gibson í Lethal Weapon og hann kunni svo að skjóta, ekki bara að hann felldi ótal bófa sem voru vopnaðir hríðskotabyssum (reyndar smygluðum eða stolnum), hann skaut líka niður þyrlu, og skaut skip í strand, þá standandi í litlum gúmmíbát. 

Svona gera aðeins snillingar skammbyssunnar.

Reyndar í bíói, en samt sem áður, snillingar engu að síður.

Svona geta góð handrit og góðir leikarar gert kraftaverk.

Já, og skaut Bruce Willis ekki niður Boeing þotu??

En samt sem áður, þrátt fyrir hetjur bíómyndanna, þá er það svo að herir heimsins vopna ekki hermenn sína með skammbyssum, svona ekki í bardögum.  Sem aftur er skýring þess að Rússar, þrátt fyrir frumstætt framleiðsluhagkerfi sitt) eiga eina vöru á topp tíu listanum um útbreiddustu vöru heims, það er Kalashnikov hríðskotabyssan, sú sem felldi hægriöfgana í Evrópu, reyndar ásamt T-34 skriðdrekanum.

En í the real world notar enginn skammbyssu.

Nema reyndar gegn óvopnuðu fólki, þar reynist hún vel.

Og Ásgrímur, ég held að þú sért í þessum góða hópi 99,99% fólks sem hefði ekki ráðist gegn sjálfvirkum hríðskotabyssum, með skammbyssu að vopni.

Jafnvel þó þú hefðir fengið kaup fyrir það, sem þessi ágæti illa launaði ríkisstarfsmaður fékk ekki. 

En þú kannt að segja Bull shit, það er kostur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2018 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 511
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 6242
  • Frá upphafi: 1399410

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 5288
  • Gestir í dag: 397
  • IP-tölur í dag: 391

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband