"Þau hata frelsi ein­stak­lings­ins"

 

Það frelsi að geta labbað út í næstu búð og keypt drápsvopn til að drepa mann og annan.

Sjaldan hefur frelsiskrafa frjálshyggjunnar verið betur orðið, það má ekkert fyrir þessum bölvuðum lögum og reglum.

Nema náttúrulega í landi frelsisins, þar sem digrir sjóðir vopnaframleiðanda tryggja frelsið, frelsið til að kaupa drápstál, til að drepa.

Eða eru þessar byssur notaðar til annars??

 

Það athyglisverða í þessari frétt er samt félagsskapurinn sem kaus að hlusta á þessi afhjúpandi orð mannsins sem er beint ábyrgur fyrir voðaverkunum í bandarískum skólum, að hann er ekki að tala á fundi hjá Ku Klux Klan eða öðrum sambærilegum mannahaturs samtökum, heldur er hann eins og segir í fréttinni að ávarpa "alþjóðlega ráðstefnu íhalds­manna.".

Þar sem honum var boðið að tala.

Hann notaði ekki hríðskotabyssu til að fá áheyrnina, og honum var ekki hent út.

 

Hvaða samtök skyldu þetta vera??

Eru þau svo alþjóðleg að Íslendingar eigi aðild að þeim??

Eða umgangast íslenskir stjórnmálamenn aðila sem telja sig í góðum félagsskap með þessum siðblinda manni?

Og félögum hans í Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum.

 

Verður svo næsta mál á dagskrá frelsið til að gera plánetuna óbyggilega?

Eða frelsið til að koma öllu í bál og brand svo hægt sé að selja fleiri drápstól?

 

Merkilegt þetta frelsi annars.

Misjafn er félagsskapur þess.

 

Ef mannkynið nær að lifa það af, mun það eftir nokkrar aldir vekja svipaðan hroll og orðið plága gerði fyrir daga nútíma læknavísinda??

Svona eins og Svarti dauði??

 

Eða er það gísl??

Fórnarlamb eins og öll þau börn sem hafa verið drepin fyrir tilverknað þessara frelsisunnanda, bæði beint og ekki hvað síður óbeint.

 

Veit ekki, en hitt veit ég þó, að það eru ekki margir áratugir síðan að enginn ærlegur íhaldsmaður hefði nauðgað frelsishugtakinu líkt og gert er í samtökum þeirra í dag.

Hvað þá hlustað á aðra gera það í þeirra nafni.

Enda voru íhaldsmenn skjólvörnin gegn Helinu, hvort sem það kom frá alræði kommúnismans eða mannhatri nasismans.

 

Og eru það í dag.

Því það er gjörðin, ekki orðin sem gera manninn að því sem hann er.

 

Og engin orð fá því breytt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir gagnrýni á NRA skammarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Þú ert akkúrat týpan sem lætur mig vilja eiga byssu, til að geta varið mig fyrir fólki eins og þér.

https://www.youtube.com/watch?v=wAXxQBIfH7I

Mofi, 23.2.2018 kl. 14:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Mofi.

Þar með ber þér sú lýðræðisleg skylda að berjast fyrir opnun á niðurjöfraði vopnalöggjöf Íslands að sjálfvirk morðtól verði leyfð hér á landi.

Enda sem sannkristinn maður þekkir þú til þess spádóms að sá í neðra er sama sinnis.

Skjótum Mofi, drepum og eyðum, ekki út í loftið, endar þjónar það lítt herranum, þó þeir ofurríku séu ríkir, þá eiga þeir langt í land.

Þú átt til dæmis eitthvað, ennþá.

Skammastu þín.

En ekki kenna mér um.

Horfðu í þinn eigin barm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2018 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband