Varðar lygi ráðherra við lög??

 

Eða erum við svo frumstætt banalýðveldi að þegar ráðherra lýgur að þingi og þjóð, að hann eigi að komast upp með það?

 

Af hverju er Sigríður Andersen ráðherra í kvöld??  Afhverju er ekki borinn upp vantraust tillaga á hana núna síðdegis, og ef hún er ekki tekin til efnislegrar umfjöllunar, að þá gangi stjórnarandstaðan ekki út með þeim orðum, að hún taki ekki þátt í lögleysu peninga og peningaafla.

Eins og menn hafi ekki heyrt getið um hvað startaði frönsku byltingunni á sínum tíma.

Eða hin fleygu orð Jóns Sigurðssonar gegn danska nýveldinu, "Vér mótmælum", hafi verið mæld á kínversku sem hinir fjármögnuðu þingmenn kannast ekki við, því Jón var ekki keyptur.  Enda hóf hann sjálfstæðisbaráttuna með sínum fleygum orðum.

 

Af hverju komst Sigríður upp með að ljúga þessu að þingnefnd í beinni útsendingu??

 

Ef vottur af þessu var réttur, þá bar henni skylda til að greina þingheim frá efasemdum formanna þingflokkanna, sem og að inna þá eftir rökum.

Ekki að grípa til geðþóttans og ljúga til um breytingar sínar.

Hin tilbúna skýring um dómarareynslu féll um sjálfa sig þegar í ljós kom að hún vék úr vegi umsækjenda sem hafði meiri dómarareynslu en einn af þeim sem hún skipaði í staðinn.

Bara þessi ein og sér lygi átti að kosta hana embættið síðasta haust.

 

Og núna bætir hún í; "„Það sem stóð upp úr var að mér varð ljóst að þessi listi yrði aldrei samþykkt­ur á þingi, mér var gert það ljóst.“ Hún hafi því verið til­neydd til að gera breyt­ing­ar. ".

Hverjir gerðu henni þetta ljóst??

Hvað rök höfðu þeir til hliðsjónar?'

Höfðu þeir gert sína eign faglega könnun á hæfni umsækjenda??

Eða réðu pólitískir fordómar för??

 

Eða er Sigríður að ljúga upp á formann Sjálfstæðisflokksins??,. því það er ljóst að hann er sá eini sem hefði getað hreyft andmælum.

Og er þögn Bjarna staðfesting þess.

Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipi ekki vinstra fólk í dómarastöður.!!!!!!!!!!!!!!!!

Og ef svo er, þá upplifum eitthvað sem íslenska lýðveldið hefur aldrei upplifað áður.

Að pólitískar ofsóknir ráði skipa fólks í dómarastöður á Íslandi í dag.

 

Og hver trúir þessu??

Að Bjarni sé eins og Erdogan??.  Að hann standi fyrir pólitískum ofsóknum á Íslandi á 21. öldinni.

Hve lágt er hægt að leggjast til að skíta út samflokksmenn sína??

 

Eða sagði Sigríður satt í þessu tilviki?

Það kemur í ljós í kvöld.

 

Ef hún er ráðherra á morgun.

Þá þarf ekki að efast um hennar orð.

 

En þá mun samsekt annarra blasir öllum við.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

.


mbl.is Var tilneydd til að gera breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vann þessi dómnefnd faglega? Getur verið að nokkrir í stéttinni telji sig eiga dómstóla? Er hægt að útiloka vinavæðingu í störfum þessarar nefndar? Braut ráðherra lög?

Er eðlilegt að þegar lömenn fá ekki dómaraembætti geti þeir bara alltaf farið í mál við ríkið og fengið bætur? Þekkist slíkt í öðrum geirum samfélagsins?

Er hugsanlegt að einhverjir umsækjendur hafi áhrif inn á alþingi og noti þá vini sína í hagsmunagæslu fyrir sig?

Sæunn (IP-tala skráð) 31.1.2018 kl. 14:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Sæunn.

Það er ekki oft sem ég upplifi mig alþjóðlegan, það er að takast á við rökvillur umræðunnar í Ameríku, sem sá ágæti maður Donald Trump hefur hleypt svo miklu lífi í.

Persónulega þætti mér gáfulegra að vekja vafann með því að spyrja hvort það ætti að miða við fullt tungl þegar valið væri, sem og tannstærð og augnalit.  Sbr. maður ætti alltaf að passa sig á varúlfum.

En sú víðsýni og viska er víst víðsfjarri áróðursdeildar Valhallar, sem vinnur grimmt gegn Bjarna þessa dagana.

Hvað á ég að segja við öllum þessum spurningum sem koma málinu ekkert við??

Að mat dómnefndar sé alltaf mat eins og mat ráðherra, að það felist í orðinu "mat", að eitthvað sé metið.

Skipta staðreyndir málsins Valhöll einhverju máli??, er það ekki í eðli þeirra fræða sem kennd er við Göbbel, að lygin krefst þess eins að virka trúverðug??

Á ég að taka þátt í þeirri lygi að vega annars vega mat dómnefndar og hins vegar mat ráðherra, svona í ljósi þess lögin gerðu ráð fyrir því að dómnefnd, sem skipuð var út frá ákveðnum forsendum, myndi leggja mat sitt á umsækjendur??  Enda dálítið spúkí að skipa matsnefnd, sem síðan hefði ekkert vægi, en í hana væri skipað fólk sem hefði annarleg sjónarmið að leiðarljósi. 

Og svo spúkí var ekki Alþingi, en húmoristarnir í Valhöll sáu vissulega þann flöt en sá húmor fékk ekki inní efni Spaugstofunnar, og ekki studdist hann við lagatexta, svo hvert er pointið??

Að gera út á mið heimskunnar og spyrja eins og bjáni??

Vann dómnefnd sem skipuð var eftir lögum; faglega?  Skyldum við ekki ætla, að ef svo væri ekki, að þá hefði ráðherra gert athugasemd við vinnubrögð hennar, og annaðhvort krefja dómnefnd um fagleg vinnubrögð, eða biðja Alþingi að setja hana af, og skipa nýja þess í stað.?

Er engin takmörk fyrir heimsku áróðursins??

Kannski ekki þegar sjálfstæðisfólk á í hlut, og þá þýðir vart að vitna í Hæstarétt, því þar eru allir þessir voðalegu dómarar, en Sigríður sagði að störf matsnefndarinnar hefðu fengið þann dóm hjá Hæstarétti, að um fagmennskan hefði verið óaðfinnanleg.

Hvort nokkrir í stéttinni telji sig eiga dómstóla, þá veit ég ekki til þess að það hafi verið rannsakað, allavega var Gallup ekki fengið til að gera skoðanakönnun þar um.  En hvað kemur það málinu við??  Hvort sem lög eða stjórnarskrá er þaullesin, þá er hvergi kveðið á um að dómarar setji lög um dómstóla.  Og þó einhver í fylleríi í Valhöll hafi dreift í pósti þessum heimskurökum, þá dugar ekki að vísa í síðþorrablótsástand til að taka undir þau.

Svo heimskulegt er þetta.

Er hægt að útiloka vinavæðingu hjá matsnefnd?, þá er svarið augljóslega Nei, ekki ef lifandi fólk á í hlut.  En ef hins vegar Íslenskar getraunir hefðu verið fengnar til að meta umsækjendur, eftir að formatsnefnd hefði metið grunnhæfni umsækjenda, þá hefði lottóvélin getað valið, án þess að nokkur vinavæðing, eða annað gildismat hefði komið við sögu.  En lögin gerðu einfaldlega ekki ráð fyrir því hlutleysi, heldur að lifandi fólk, yrði valið í matsnefnd, og það yrði að fara eftir meintum faglegum reglum.

Með öðrum orðum, gildismat.

Braut ráðherra lög??  Vona að þú sért nýkomin frá Kanarí, og hafi ekki fylgst með umfjöllun íslenskra fjölmiðla síðustu 5 mánaða.  Annars spyrð þú eins og bjáni, ráðherra er jú dæmd brotamanneskja.

Hvort það sé eðlilegt að lögmenn fari í mál, ef þeir fá ekki dómaraembætti,m og fengið bætur, veit ég ekki.  Held að það sé hvergi tekið fram í lögum.  En ef hins vegar þegar ráðherra er dæmdur fyrir að fara ekki eftir lögum, og vanvirt niðurstöðu dómnefndar sem er skipuð eftir lögum frá Alþingi, án þess að færa fyrir því nokkur rök, þá er mjög eðlilegt að fórnarlömb geðþóttans fari í mál.

Því sem betur fer þá eigum við heima í réttarríki, ekki geðþóttarríki þar sem lög Valhallar, eru lög þjóðarinnar.

Og já, réttarríkið nær yfir aðrar stéttir þjóðfélagsins.

Varðandi síðustu spurninguna, þá er svarið augljóslega Já.

Líklegast þess vegna setti Alþingi lög um faglega dómnefnd.

Og Sæunn, að éta upp rugl áróðursmeistara Valhallar, sem aldrei þurfa að standa skil á ábyrgð lyga sinna, rangfærslna eða útúrsnúninga, er ekki gáfulegt.

Nema á síðum þar sem jarmandi kóarar eiga í hlut.

Það er ekkert sniðugt við að gera sig að fífli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2018 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband