Af hverju er ekki núna birtar myndir af grátandi börnum?

 

Og hryllingssögur sagðar af þjáningum fólks í myndtexta.

Núna þegar annað stuðningsríki glæpasamtakanna sem kenna sig við Ríki Islams stendur fyrir loftárásum á almenna borgara.

Saudar í Jemen og núna Tyrkir í Sýrlandi.

Er ekki sama hver á í hlut?

 

Eða er bara lapinn upp áróðurinn frá markaðsdeild Nató??

Er svona bein lína frá henni á skrifstofur fjölmiðla og sú lína kölluð Upplýsingaveita um allt sem gerist í heiminum?

 

Nei, núna reynir á að láta miðaldafólkið í einræðisstjórninni í Ankara ekki komast upp með áróður sinn og blekkingar.

Láta það ekki komast upp með að kalla fólkið sem berst gegn fóstri þess, Ríki Islams, hryðjuverkafólk eins og til dæmis fréttamenn Ruv éta linnulaust upp eftir því eins og hundur sem er æstur í að éta úr lófa eiganda síns.

Að sjá í gegnum blekkingarvefinn þegar það ræðst með fáheyrðri hörku einræðisstjórnarinnar á sitt eigið fólk og segist vera berjast við hryðjuverkasamtök. 

Eða afsakar atlögu sína að fjölmiðlum eða brottrekstur saklausra úr opinberum embættum með tilvísun í sviðsetta byltingartilraun.

 

Munum að þetta hefur allt gerst áður, í Moskvu og Berlín svo dæmi séu tekin.  Og þá var líka sama orðlagið notað.

Og munum að meðvirkni er líka stuðningur.

 

Fyrst að VinstriGrænir mega ekki lengi kyrja nallann og syngja Ísland úr Nató, herinn burt, þá gætu þeir þess í stað sungið Tyrkland úr Nató, tyrkneski herinn burt.

Og lagt tillögum þar um í ríkisstjórn.

 

Það er líka hægt að gera eitthvað þegar menn hafa völd.

Ekki bara gaspra úr öruggu skjóli valdleysis, vitandi að það hlustar hvort sem er enginn á mann.

 

Þetta er ekki flókið.

Þetta hljómar bara svona;

Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

 

Annað er nefnilega samábyrgð.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Kúrdar biðla til Assads um vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besta lausnin væri að Kúrdistan yrði sjálfstætt ríki.  Og vitaskuld gætu íslensk stjórnvöld haft þar nokkra forgöngu svo sem dæmi eru til um hvað Eystrasaltsríkin varðaði.  Um hræsni VG er hins vegar óþarfi að skrifa athugasemd um, hún er öllum augljós, einnig þeim sjálfum, enda er það nú svo að þau verða tvísaga um æ fleiri málefni.  Þannig fer fyrir þeim sem hafa klofna tungu sem snákurinn.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 12:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 12:25

3 identicon

Tek heils hugar undir það

Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ættu að koma því á framfæri.  Eða eru þau bara viljugar puntudúkkur Erdogans soldáns? 

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 12:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli skýringanna sé ekki frekar að leita í einni af grundvallarreglu stjórnmálanna, sem óttinn við að fá ekki að mæta í kokteilboð hjá stóru strákunum

Jón Baldvin virtist reyndar ekki þjást af þessum ótta þegar hann fór uppá dekk í Eystrasaltsríkjunum á sínum tíma.  En ég held að hann hafi bara verið séður, séð tækifæri hinna nýrri kokteilboða, enda hefur honum oft verið boðið í staup síðan þarna eystra.

En ég hins vegar kyrja, Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

En ég kann ekki nallann.

Sem er alltí lagi því ég er vita laglaus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 13:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

.. sem er óttinn .., besta að koma reglunni frá sér skammlaust.

Kveðja á ný.

Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 13:55

6 identicon

Já, kyrjum áfram og enn á ný og í sífellu:

Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

Viljum ekki vera í soldánsins her.

Her sem limlestir, nauðgar og drepur.

Niður með soldánsins her.

Tyrkland úr Nató, her þeirra burt.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 14:23

7 identicon

Þetta er hárrétt athugað hjá þér Ómar Geirsson, bæði í pistli sem og athugasemdum þínum.

Og ég get einnig vel tekið undir athugasemdir Símons og umhigsunarverða spurningu hans um það hvort við teljumst þá vera komin, sem Natóríki, vera komin í lið með Soldáninum Erdógan?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 15:02

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir athugasemdir ykkar, Símon og Pétur Örn.

Það er gaman að sjá að fleiri yrki hér á síðunni aðrir en eldklerkurinn.  En hann hefur stundum sent mér skemmtilegan kveðskap.

Og Pétur Örn, ég held að spurningin svari sér sjálf.

Á meðan Tyrkland er í Nató, þá erum við samábyrg.

Miðaldamönnunum í Ankara, og í raun, óbeinir stuðningsaðilar Ríki Islams.

Því það eru gjörðir sem telja, ekki orð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2018 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband