12.1.2018 | 15:16
Hvert er raunveruleikaskynið í svona fréttaflutningi.
Svo ég vitni beint í fréttina;
"Ég er að drepast úr verkjum. Það er vont að sitja, það er vont að standa. Allt er vont. Mér blæðir. Svona lýsir kvenkyns leikmaður líðan sinni eftir að karlkyns þjálfari hennar nauðgaði henni í íþróttahúsi, að morgni leikdags. Hann nauðgar mér. Ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta skipti.".
Ömurlegt er þetta er satt, en hver lætur þetta yfir sig ganga??
Það eru til lög við þessu atferli.
Fórnarlömb eiga sér stoðnet, fjölskyldu, liðsfélaga, aðra þjálfara sem og það fólk sem er í ábyrgð fyrir viðkomandi félag.
Kannski á 18. öld, jafnvel 19. öld, hefði eitthvað svona getað gerst, en það er eitthvað mikið af ef þetta er viðgengið á 20 öldinni eða 21. öldinni.
Hefur samt gerst, því miður.
En þá er yfirleitt um þöggun annarra að ræða, eða þeir sem ábyrgðina bera, hundsa algjörlega neyðaróp fórnarlambanna.
Þarf aðeins að vísa í kaþólsku kirkjuna um atburði sem náðu alveg til loka síðustu aldar.
En samt, íslenskt samfélag er ekki svo lokað eða forpokað að einhver réttlæting finnist með að vísa í meinta þöggun. Eða vilja til þöggunar.
Það er skiljanlegt að þeir sem með ábyrgðina hafa, eins og yfirstjórn ÍSÍ komi að fjöllum.
Ekkert er sagt, ekkert er tilkynnt, enginn sem leitar réttar síns.
Og hvað á fólk þá að gera???
Að taka Stasi á þetta, ef ske kynni að hugsanlega gæti einhver glæpur legið í leyni þagnarinnar.?? Að rannsaka alla, gruna allar, sakfella alla.
Fyrirfram.
Eða spyrja, af hverju, af hverju var ekkert sagt?
En það á að taka þessar ásakanir alvarlega, fá botn í þær.
En ekki sem heilögum sannleika, því við höfum í marga áratugi búið við réttarríki þar sem lögbrot varða við lög. Þess vegna eru þau jú lögbrot.
Og út af fyrir sig er það alvarlegt að þau séu látin viðgangast með því að þau séu ekki kærð.
Og það er hreinlega glæpsamlegt að skella skuld á ótal saklausa, út af annars vegar gjörðum örfárra, sem og þeirra sem þögðu.
Því það er alvarlegt að þegja.
Jafnvel þó veikara kynið eigi í hlut.
Réttur um sanngjarna málsmeðferð, um jafnrétti gagnvart lögum, hvílist líka á skyldum.
Þeirri skyldu að fólk sæki réttar síns.
Þegi ekki.
Að upphefja þögnina, er aðeins köld fyrirlitning gagnvart glæpum og fórnarlömbum þeirra.
Og fyrirlitningin er algjör ef þögnin er réttlætt með vísan í eitthvað veikara og kúgaðra kyn.
Margir deila þeirri fyrirlitningu í dag.
En ef rétt er að þjálfari sem veit að nauðgun, bregðist við á þann hátt sem lýst er í fréttum, að það komi jafnvel fórnarlömbum nauðgana til góða, því þau léttist, sem kemur hugsanlega vel í afreksíþróttum, að þá sá þjálfari að víkja.
Og skammast sín.
Jafnvel þó ár og öld sé liðin.
Því sumt er ekki líðandi.
Og allra síst meðvirkni með alvarlegum ofbeldisglæpum.
Knattspyrnuhreyfingin getur ekki þaggað þá sögu.
Kveðja að austan.
Allt er vont Mér blæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 30
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 2049
- Frá upphafi: 1412748
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1802
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Gott innlegg enda finnst mér þessi mál hin einkennilegust því hér er verið að alhæfa að karlmenn séu hinar hættulegustu verur jarðar vegna fárra kvenna sem oft hafa komin sér sjálfum í ógöngur. Það að aðili sé nauðguð oft af sama aðila bara hljómar ekki rétt.
Valdimar Samúelsson, 12.1.2018 kl. 16:50
Valdimar, það er enginn sem getur ásakað okkur karlmenn fyrir að tippið á okkur, vísar norður. En við eigum að hafa vit fyrir okkur ... eigum að hafa vit fyrir okkur, að vera ekki að pota tippinu á okkur, einhvers staðar og hvar sem er. Til dæmis Assage, í Svíþjóð ... vissuelga er engin stoð fyrir málflutningnum, og hann var allur byggður á því að vísa átti honum til Bandaríkjanna. Þessi drjóli, á að hafa vit á því að hafa tippið á sér í buxunum. Menn sem eru í "fararbroddi" á einhverri grund, eru alltaf í áhættu ... fólk nýtir sér aðstöðuna, til að fá samúð, forréttindi í formi samúðar, og svona má lengi telja. Íþróttafélögin, eiga ekki bara að "ota" sínum tota ... heldur velja menn, sem eru færir um að standa fyrir sínu. Og ekki bara leggjast upp með næstu drós, og verða síðan bædi þjóð og sjálfum sér til skammar.
Örn Einar Hansen, 12.1.2018 kl. 23:03
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2018 kl. 17:26
Þakka Ómar, Bjarne tek undir þetta sem þú segir kveðja V
Valdimar Samúelsson, 13.1.2018 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.