5.1.2018 | 07:09
Málsvörn Sigríðar
Er "ég taldi".
Hún taldi sig vita betur en fagnefnd.
Hún taldi sig vita um hug Alþingis gagnvart niðurstöðu fagnefndarinnar, að það myndi telja sig vita betur en fagnefndin, og myndi því ekki una niðurstöðu hennar.
Hún taldi sig ekki þurfa að virða einfalda rökleiðslu með því að nota réttlætingu um dómarareynslu þegar hún skipaði mann með minni dómareynslu en einn af þeim sem hún hafnaði með þeim rökum.
Og hún telur sig vita betur en Hæstarétt um hvernig á að túlka stjórnsýslulög.
Eina sem hún ekki telur, er að hún eigi að axla pólitíska ábyrgð.
Dæmdur ráðherra vegna geðþóttaákvarðana.
Eftir stendur, hvað telur Alþingi?
Mun það krefjast afsagnar dómsmálaráðherra?
Mun það rannsaka hinar raunverulegu ástæður þess að ráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar?
Eða er það samdauna??
Kemur í ljós þegar þing kemur saman á ný.
Kveðja að austan.
Taldi sig starfa eftir núgildandi lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Burt með þessa hrokafullu og ósvifnu konu út embærri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2018 kl. 11:25
Núgildandi lög um val á dómurum á millidómsstig gerir ráð fyrir að ráðherra geti breytt tillögum valnefndar en þá verður hann að bera þá breytingu undir Alþingi. Þetta er mjög skýrt í lögunum og jafið yfir allan vafa en Ómar Geirsson telur sig eflaust vita betur. Dómarar Hæstaréttar eru eflaust óhressir með þetta fyrirkomulag því fyrirkomulagið á vali hæstiréttar hefur verið með þeim hætti að þar er valnefnd sem er skipuð hæstaréttardómurum. Hæstaréttardómarar vilja auðvitað ekki nein afskipti af því vali. Þeir vilja sjálfir fá að velja sín starfssystkyni. Ef menn vilja trúa því að annarleg sjónarmið hafi stjórnað afskiptum ráðherra þá er allavega jafn líklegt að annarleg sjónarmið hafi haft áhrif á dómarara hæstaréttar. Ef að pólítísk aðkoma að vali dómara er alvond þá hlýtur það samt að vera enn verra að dómarar sjálfir velji dómara.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 11:27
Blessuð Ásthildur.
Nú reyndir á ríkisstjórnin, hvort eitthvað hafi í raun breyst.
Eða allt sé við það sama.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2018 kl. 12:54
Blessaður Stefán.
Þegar menn kjósa að mæta hér í heimsókn með fréttir um almenn sannindi, þá hef ég miklu meiri áhuga að fá fréttir af veðrinu, hvort það sé að snjóa eða eitthvað svoleiðis.
Það hefur enginn efast um rétt Sigríðar til að leggja fram sínar eigin tillögur, spillingin passaði upp á það þegar lögin voru sett. Hins vegar má hún ekki fúska og fyrir það var hún dæmd.
Hinsvegar þarf maður ekki að vera sérstaklega skýr í kollinum til að vita, en ekki telja, að ákvörðun hennar var geðþóttarákvörðun, því eftiráskýringar hennar stóðust ekki skoðun.
Og á meðan geðþótti hennar er ekki rannsakaður þá geta menn hins vegar talið hitt og þetta um hvað réði geðþótta hennar. Var það eingöngu til að losna við Ástráð úr dómnum eða hékk eitthvað fleira á spýtunni?
Síðan ættuð þið sjálfstæðismenn að skilja, að því lengur sem Sigríður þráast við að segja af sér, því meir mun þráseta hennar skaða flokkinn.
Ekki að ég svo sem gráti það, en mér finnst rétt að hin nýja ríkisstjórn fái tækifæri, til að verða dæmd af sínum verkum, en sé ekki í sífellu að takast á við skít fortíðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2018 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.