3.1.2018 | 16:42
Æsingurinn kveðinn niður í Íran.
Með vopnavaldi, því engin er fjármögnunin að utan sem bjó til borgarastríðið í Sýrlandi.
Líklegast gæfa írönsku þjóðarinnar, því jafnvel heimskasta fífl telur ekki að hin kostaða uppreisn af vestrænum þjóðum, auk stuðningsríkja íslamskra öfga, eins og Saudi Arabíu og Tyrkland, hafi gert sýrlensku þjóðinni gott.
Líklegast afneita fleiri Helförinni, líklegast dásama fleiri hrylling Stalíns, en þeir sem sjá einhverja réttlætingu í hörmungunum í Sýrlandi, sem annars vegar áttu að auka eftirspurn eftir vopnum, og hinsvegar að greiða götu Íslamista.
Elíta hinna Örfáu fær sitt næði til að halda áfram að mergsjúga Íran líkt og hún hefur gert um áraraðir.
Því ef eitthvað sameinar heiminn fyrir utan fótboltann, er sú leitni hinna Örfáu að fá svigrúm og frið til að ræna og rupla, jafnt lokal sem global.
Hinsvegar er þarft verk að spyrja, hvernig var æsingurinn á Íslandi kveðinn niður??
Var það með fjármögnun á flokknum sem kenndur er við Ótalframboð, og á núna tímabundið 4 menn á þingi?? En tryggilega hefur tryggt dreifingu atkvæða ásamt þöggun á alvöru fólki sem hafði bæði Sýn og hugmyndafræði til að takast á við gjörspillta kerfi sjálftökunnar og sérhagsmuna??
Var það með opnun pakkasendinga frá þrælabúðum kínverska kommúnistakapítalista sem og opnun Costco??
Eða voru það svikin hjá fólkinu sem kvaðst vera til vinstri, en þegar á reyndi seldi samvisku sínar og hugsjónir fyrir skammtímavöld ráðuneytanna?? Sem reyndar voru ekki meira skammtíma en það að núna leiða þau ríkisstjórn Íslands.
Allavega þá hvarf æsingurinn.
Og núna eru allir sáttir.
Ríkisstjórnin með 75% fylgi, og allir þjónar hrægammanna, hvað þá ensku fjárkúgarana, þurftu ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna.
Gjöfin eina uppá sirka 550 milljarða er hornsteinn sáttarinnar, hið alþjóðlega fjármagn tapaði engu þegar upp var staðið.
Fólk rólegt og ísý.
Við höfum kannski nýja útflutningsafurð.
Við gætum kennt hinum Örfáu útí hinum stóra heimi, sem þurfa að feisa ólgu og upplausn, hvernig á að róa lýðinn, án þess að kastljós alheimspressunnar lendi á ofbeldi og byssuskotum. Skotum sem drepa og deyða.
Því hver vill ekki pís men?
Já, okkur er ekki alls varnað.
En hinsvegar veit ég að sigurhrós fjármagnselítunnar í Íran, er aðeins lognið á storminum.
Þar er fólk sem lætur ekki kúga sig til lengdar.
Og gæfi hund og kött í hina íslensku ráðgjöf.
Því Rétturinn brýst alltaf fram.
Réttlætið er aldrei kæft.
Ekki til lengdar.
Nema náttúrulega á Íslandi, því hér gildir ekki einu sinni þyngdarlögmál Newtons.
Hér detta bara hlutir án þess að nokkur reiknijafna komi þar við sögu.
Þess vegna þarf ekki að kveða niður æsing.
Hann kvað sig niður sjálfur.
Kveðja að austan.
Segir æsinguna kveðna niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2660
- Frá upphafi: 1412718
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2322
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.