29.12.2017 | 23:14
Díki flokksspillingar.
Á tímapunkti þess sem Guðlaugur Þór gæti hugsanlega fengið fólk til að gleyma að hann var dvergur þegar Bjarni skipaði innanríkisráðherra á sínum tíma, að þá varð Guðlaugur greyið aumari en sá spilltasti.
Ekki að stjórnmálasaga okkar geymi verri dæmi um flokkshygli en skipun Sigríðar Andersen í flokksrétt, sem þjóðin átti að greiða laun undir yfirskini dómsstigs sem kallað var Landsréttur, heldur að þjóðin umbar ekki lengur slíka spillingu.
Jafnvel þó Davíð skrifaði marga leiðara, og eitt eða tvö Reykjavíkurbréf, um gildi spillingar sem hefði reynst íslensku þjóðinni mjög vel þegar hann réði, hvort sem það var beint, eða úr svarta turni Seðlabankans.
Þessi tími er einfaldlega liðinn.
Vissulega má þjóðin vona að Guðlaugur kunni að tjá sig á erlendum tungum, allavega ekki verr en sá sem hélt ræðuna á þingi Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma.
Og þó við kannski fyrirgefum ekki allt, þá erum við sem þjóð að eldast, og þar með gleymum við kannski hraðar en ella.
Gleymum til dæmis að Guðlaugur seldi sig Baugi og öðrum nýríkum auðjöfrum.
En að hann spili sig fífl, og segi að hann meti svo að skýringar faglegrar nefndar séu eitthvað sem hann, gjörspillti þingmaðurinn sem varð ráðherra því ljóst var að hann myndi ekki ógna stöðu Bjarna, telji "óljósar" eða "gefi í raun litlar sem engar upplýsingar", er eitthvað sem stjórnmálasaga lýðveldisins kann ekki frá að greina.
Að láta auðmenn kaupa sig er þannig séð aðeins viðskipti, og til að þau gangi upp, þá þarf einhver annar að trúa. Eða kaupa spillinguna með atkvæði sínu.
En slíkt hefur ekkert með heimsku að gera, miklu frekar kalt hagsmunamat.
Sem aftur vekur spurningu, hvort er Guðlaugur fífl??
Eða er umsögn hans atlaga að Sigríði Andersen??
Sem er jú gæludýrið hans Bjarna, því jú hægriöfgamanneskja mun aldrei hljóta það fjöldafylgi að ógna stöðu hans sem formanns.
Segjum að allt það sem Guðlaugur í visku sinni, sem gæti alveg verið orginal því Baugur og hans fólk er jú history, sé rétt, að skýringar faglegrar nefndar um skipun dómara í Landsrétt séu óljósar og ófaglegar, því ekki sé tekið tillit til reynslu dómara við að dæma eftir hagsmunum flokksins, að skyldi einhver ætla að Sigríður myndi benda á þessa vankanta, og skipa nýja nefnd.
Það er opinbera nefnd, en ekki starfshóp innan Valhallar.
Sem hún gerði ekki.
Og hvert er þá fíflið??
Eða minnsta kosti flokksfíflið?
Og til að svara þá dugar ekki véfréttin í Delfí.
Til þess er díki flokksspillingarinnar of djúpt.
Kveðja að austan.
Rökstuðning skorti að miklu leyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En burtséð frá persónulegum skoðunum þínum á Guðlaugi/Sigríði/Bjarna/Davíð, hvaða faglegt álit hefurðu á umsögnum Guðlaugs um störf nefndarinnar varðandi val á dómurum sem skv. greinargerð hans voru vanreifuð svo vægt sé til orða tekið?
Pétur D. (IP-tala skráð) 30.12.2017 kl. 02:00
Þú segir fréttina, bloggvinur, að Sigríður sé hægriöfgamanneskja. Maður fylgist bara ekki með! Það sama gerðist þegar einn orti um það á Boðnarmjöð, að hún yrði dýrkeypt ríkissjóði, þá kvað ég án þess að hugsa út í Landsrétt:
Einlægt sparar Andersen
oss útlendingavanda.
Stoppa sumir stutt hér, en
stríðsmenn allra landa
eti það sem úti frýs,
öruggt land ég fremur kýs!
Þetta skildu sumir ekki, en meiri hluti flóttamanna til Evrópu frá stríðshrjáðum löndum virðist karlmenn frá aldri skeggbarna og upp í miðjan aldur og ekki ólíklegt að bakgrunnur þeirra sé stríðsþátttaka öðrum hvorum megin víglínanna. Séð hef ég betri gesti.
Jón Valur Jensson, 30.12.2017 kl. 09:59
Blessaður Pétur D.
Ég hef ekki nokkra skoðun á greinargerð Guðlaugs, persónulega er mér alveg sama hvernig dómarar velja hvorn annan, mega draga nöfn úr hatti mín vegna.
Hins vegar er mér ekki sama um gjörspillingu, að puttar ráðherra grípi inní til að koma sínu fólki að, eða til að hindra að óæskilegir einstaklingar fyrir Flokkinn verði skipaðir dómarar.
Það er grafalvarlegt mál að eyðileggja trúverðugleika dómsstóla með svona vinnubrögðum.
En mig minnir að ég hafi bent á að ef ófaglega var staðið að mati á umsækjendum, þá átti ráðaherra að benda á það með rökum, og biðja um nýtt mat.
Ekki eftir á þegar reynt er að réttlæta gjörspillta geðþóttarákvörðun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2017 kl. 11:47
Blessaður Jón Valur.
Hér er vel ort, gaman að fornar listir skulu ennþá lifa hér í netheimum.
Og já, þeir sem að vega að sjálfri siðmenningunni til að gera örfáa, ennþá ríkari telja sig til hægri, og það eru jú öfgar að vega að siðmenningunni. Og þar með ertu kominn með orðið hægriöfgar.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2017 kl. 11:54
Þakka þér sem ævinlega góð orð í minn garð. Gleðilegt nýtt ár fram undan, og þakka þér þau liðnu.
Jón Valur Jensson, 30.12.2017 kl. 12:08
Takk sömu leiðis Jón Valur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2017 kl. 15:20
Blessaður Pétur D, aftur.
Var svona að renna betur yfir pistla gærdagsins, að sjá hvort einhverjar risambögur væri á textaflæði gærdagsins því ég var að hita upp puttana fyrir einhvern pistil sem ég ætla að skrifa í byrjun nýja ársins, og þegar að flæðir, þá nenni ég oft ekki að lesa yfir, stafsetningaleiðrétti aðeins gróflega.
Las þá betur innslag þitt hér að ofan, og rak mig á að þú heldur að einhverjar skoðanir mína á nefndum einstaklingum hafi komið fram, að þá verð ég að leiðrétta þann misskilning. Persónulegar skoðanir mínar á viðföngum mínum komast sjaldnast fram, og þá einna helst í spjalli athugasemdarkerfanna. Ég hef til dæmis aldrei leynt því að ég hef mikið álit á Davíð Oddssyni, ekki bara vegna samstöðu Steingeita heldur einfaldlega vegna þess að hann er sá stærsti síðustu áratugi, og síðan ákaflega pennafær. Tel líka að það hafi verið gæfa þjóðarinnar að hann var seðlabankastjóri á sínum tíma, sé ekki annan með þann styrk sem gat komið neyðarlögunum í gegn, þá á ég við undirbúning þeirra og að fá reikula stjórnmálamenn að ganga svona beint gegn hagsmunum hins alþjóðalega fjármagns.
Eins er það með hægriöfgamanninn í ríkisstjórninni, þó ég hafi ekki mikið dálæti á hagfræði andskotans, og því fólki sem vill koma öllu til andskotans, þá er ég fyrstur manna til að viðurkenna að það er töggur í Sigríði Andersen, töggur sem hefur alveg látið allflesta ráðherra Sjálfstæðisflokksins í friði undanfarnar ríkisstjórnir.
Bjarni er síðan sterki maðurinn í Sjálfstæðisflokknum, og oft aðdáunarvert hvernig hann heldur haust í orrahríðinni þó hann hafi gert stór mistök í barnaníðingsmálinu. Vel máli farinn, rökfastur.
Svo er það Guðlaugur greyið, hrakfarir hans ætla engan enda að taka. Lendir í að vera pólitískt smækkaður af formanni sínum, með Baugs gullsekkina á bakinu, og kýs núna sjálfviljugur að gera sig að algjöru fífli, hvað getur maður sagt um svona stjórnmálamann?? Jú, ef maður lætur hann njóta sannmælis og er ekkert að hnýta í frjálshyggjuarf hans, þá er hann málefnalegur, rökfastur, og með skýra sýn.
Með öðrum orðum, alvöru stjórnmálamaður.
En þetta var bara ekki til umræðu í pistli mínum. Ég var að fjalla um ákveðið málefni, og það sem sagt var byggðist á ákveðnum staðreyndum. Það þarf ekki að rífast um það að það er spilling að þiggja fjárstuðning frá auðmönnum og fyrirtækjum þeirra, og leyfa þeim síða að kaupa upp þjóðfélagið fyrir innistæðulausan tékka. Eina spurningin er hvort rétt hafi verið að nota orðið gjörspilltur í stað spilltur, en miðað við afleiðingarnar þar sem allt var gert fyrir opnum tjöldum, þá held ég að það orð ofsegi ekkert.
Þetta með gæludýrið var nú bara tilgáta og þá út frá þeirri pælingu hvort Guðlaugur hafi spilað sig fífl til að koma höggi á Sigríði, svoleiðis er nú bara vinskapurinn milli pólitískra samherja, og það þarf ekki að ræða að skoðanasystkini Sigríðar teljast til hægriöfga í Bandaríkjunum.
Það er eins fólk gleymi stundum að þegar einhverju er lýst, að þá felur sú lýsing ekki í sér eitthvað gildismat eða skoðun. Til dæmis þegar þeir Árni og Páll tóku fyrsta manntalið og skráðu stöðu fólks og atvinnu, þá voru þeir þannig ekki að hnýta í fólk sem til dæmis var sagt hyskið eða latt, eða atvinna; þjófur, þeir voru aðeins að lýsa því sem var, því sem var sagt um viðkomandi persónur. Maður sem hafði verið dæmdur fyrir þjófnað var þjófur, og sá sem var með dóm um hór, var hórkarl og svo framvegis.
Vildi bara hafa þetta á hreinu Pétur, með ekki síðri kveðju en áðan.
Að austan.
Ómar Geirsson, 30.12.2017 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.