29.12.2017 | 21:46
En hvað um Aron Einar?
Manninn sem var límið, og leiddi hinn frábæra hóp sem við köllum landslið Íslands í fótbolta, áfram í úrslit þjóðanna, sjálfa heimsmeistarakepnninnar.
Hvers á hann að gjalda??
Og ef hræsnin er skilin eftir heima, að fólk prófi að vera heiðarlegt, þá á þessi snillingur við tvennskonar vandamála að etja.
Hann er á lægri launum en Gylfi, og þar að auki eru mörk í meiri metan, en hæfileikinn til að koma í veg fyrir mörk. Þó sannarlega er hið seinna forsenda árangurs.
En hann er líka með typpi.
Og slíkan glæp er ekki hægt að fyrirgefa.
Samt skal því haldið til haga að Ólöf er frábær, hvílíkur talent.
Og það sama mátti segja um Gylfa þegar samtök fótboltafréttamanna með sérsvið í Ensku knattspyrnunni kusu hann um árið.
Gylfi mátti þó eiga að hann gat ekki þegið viðurkenninguna án þess að benda á að hann ætti hana ekki skilið, það var betra íþróttafólk sem hefði unnið fyrir henni.
Ólöf, sem er að byrja sinn feril, hafði ekki þroska til þess, en hann kemur.
Einn daginn mun henni finnast að hún hafi unnið fyrir viðurkenningunni, og að það muni ekki á nokkurn hátt koma kynfærum við.
Svarti Pétur er hins vegar Morgunblaðsins að aftúlka orð Geirs Þorsteinssonar með því að vitna í Jóker íslenskra jólalaga.
Fyndinn náungi, rétthugsandi, en er það forsenda vitrænnar umræðu?
Eins og ófullkomleiki Newton hafi verið skortur á sníp, en ekki stærðfræðiformúlur Einsteins, sem kenndar voru við Afstæðiskenningu hans. Sem aftur hafi verið litaðar af kynfærum hans.
Og þar með ekki tækar í rétthugsandi umræðu dagsins í dag.
Ég er ósammála Geir, en ekki með tilvísun hans í Gylfa, heldur orð Heimis Hallgrímssonar, þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að aðrir hefðu Messi og Ronaldo, en við Íslendingar hefðum Aron Einar.
Að hundsa þau orð, en á sama tíma kjósa Heimi sem þjálfara ársins, er mótsögn, er annað hvort lítilsvirðing gagnvart Aroni Einari, að Heimi sjálfum.
Eitthvað sem íþróttafréttamenn þurfa að gera upp við sig sjálfa, og réttlæting þeirra er ekki sú almennu sannindi, að bjánarnir, þeir sem þurftu að fá vinnu, en réðu hvorki við tungumál eða texta, að þeir voru settir í íþróttirnar. Sem er náttúrulega ekki rétt, því viðbótarskilyrði var einhver áhugi á viðfangsefninu, samanber að Steingrímur Joð fjallaði um sveitaíþróttir sem voru utan meinstrím umræðu meintra alvöru íþróttamanna.
Á sínum tíma var Gylfi ranglega kosinn, og hann var fyrstur til að viðurkenna þau rangindi.
Þann þroska hafði Ólöf ekki, hún greip þá gæs sem kynfæri hennar gáfu henni.
Flott viðtal við einlægan íþróttamann, en eftir stóð kjarni hennar svara, hún hafði styrk til að vera með en ekki styrk til að ná toppnum. En greinilega hafði hún sett sér það markmið.
Enda frábær íþróttamaður, framtíðin er hennar, og hún þurfti ekki á nokkurn hátt að þola þá lítillækkun sem kjör hennar á íþróttamanni ársins var.
Og vonandi mun það ekki skemma hennar feril, að hún höndli ruglið og skili því til baka.
Að hún sé íþróttamaður, en ekki uppfylling sökum kynferðis.
Fábjánar umræðunnar taka hins vegar þann vinkil á sjónarmið Geirs, að hann sjái aðeins karl, og þá þann karl sem lengst hefur náð í alþjóðlegri samkeppni.
Og þá er Geir ekki að vitna í Galaxy far far away, heldur þann raunveruleika að smáþjóð náði að vinna sér sess á meðal hinna stóru, í keppni sem á alþjóðlegan mælikvarða, á engan samanburð, miðað við fjölda þátttakenda eða útbreiðslu.
Vissulega eru byggð stór einbýlishús á Íslandi, og sum hver gætu fengið sess í úthverfum Beverly Hills, og vissulega er ríkramanna íþróttin golf útbreidd á Íslandi miðað við höfðatölu, og á þá þar sammerkt við álfatrú landsmanna.
En í stærra samhenginu, og þá er ekki vitnað í auðlegð hinna ofurríku, þá er golf jaðaríþrótt, bundin við auð og yfirstétt.
Líklegast er stökk á skíðabrettum útbreiddara, og ef ekki í dag, þá á morgun þá eru hetjur krossfitsins líklegri til að hitta meinstrímið en hið gamaldags golf yfirstéttarinnar. Og ef mig minnir rétt, þá eru röng kynfæri ekki að þvælast fyrir hinum íslenskum hetjum þeirrar íþróttar.
Eitthvað sem fábjána umræðunnar er fyrirmunað að skilja.
Hann er rétthugsandi, og veit alveg hvaða tegund kynfæra er inn.
Fattar ekki greyið með samsvöruninni við fyrri tíma rétthugsun, til dæmis hinar kæfandi nálgun piparmeyjarinnar á Viktoríutímanum á Englandi.
Sér til afsökunar reyndar að hvorki saga eða bókmenntir kenndar í framhaldsskólum í dag.
Því púrítanar 21. aldarinnar banna ekki hlátur, heldur kæfa öll fræði með kynvitund sinni.
Kynfæri og kúgun þeirra knýr áfram fræði þeirra.
Hvort það er afsökun fábjánanna að vega að Geir er önnur saga.
Þó afsökun að vitræn umræða er ekki knúin áfram af fábjánum, eðli málsins vegna.
Hver afsökun Morgunblaðsins er, að vitna í fábjánana eins og um málsmetandi fólk innan íþróttahreyfingarinnar sé að ræða, má guð vita.
Mogginn var jú fyrsta vígið til að falla fyrir Metoo umræðunni, á þann hátt að blaðið sá sér tekjur í að klámvæðast að hætti gulu pressunnar.
Til þess þurfti kannski að múlbinda fullorðið fólk á ritstjórninni, að senda það í ótímabært frí eða eitthvað. Gömul saga og ný hvernig aurinn sigrar fagmennskuna.
En samt, það stendur hvergi á haus Morgunblaðsins, og virkilega hef ég leitað með mínum fjarsýnisgleraugum, að blaðið sé gefið út af fávitum. Að fávitar hafi tekið yfir síðasta dagblað þjóðarinnar.
Svo hvert er málið??
Fíflin vega að Geir fyrir að benda á hið augljósa. Burt séð reyndar frá mati hans á verðugum.
En fíflin fá fréttina.
Svo hver er munurinn á fréttamiðli og fíflamiðli??
Eða Donald Trump og tveir plúss tveir eru fjórir??
Munur sem öllum er eiginlega augljós, nema hann lesi að staðaldri ritstjórnartengd efni Morgunblaðsins.
Eitthvað sem ætti að fá mann til að spyrja, hver er munurinn á Mogganum í dag, og Mogganum þegar Styrmir og Matthías ritstýrðu blaðinu.
Hefðu þeir hampað Donald Trump??, eða hefðu þeir gefið fábjánum rétttrúnaðarins sama vægi og alvöru fólki sem tjáir sig um mál sem snertir þeirra fag eða þekkingu??
Kannski fortíðarþrá.
Kannski á forheimskan og fábjánaháttur rétttrúnaðarins landið að erfa, þó sá arfur sé kominn frá vitibornu fólki, og forheimska rétttrúnaðarins muni engum arfi skila til framtíðarinnar, því það liggur í eðli hennar.
Veit ekki.
En hins vegar veit ég að umræða sem ekki bendir á augljósa verðleika Arons Einars, óháð kynfærum hans, er út á túni.
Og sá fjölmiðill sem áttar sig ekki á því, en vitnar í fábjána dægurumræðunnar, að hann er ekki fjölmiðill.
Hann er ekki einu sinni Gula pressan.
Hann er aðeins slúður.
Hann er Metoo.
Kveðja að austan.
Geir svarar fyrir sig Ég held með fótboltanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.