Bylting veikara kynsins.

 

Er bylting rógburðar og slúðurs.

Dylgna og hálfkveðinna vísna.

Gerir geðsjúklingana sem knúðu áfram galdraofsóknir síðmiðalda að heilbrigðu fóli með ekki mjög svo skerta dómgreind.  Þeir höfðu jú einhverja trúarsannfæringu til að meðtaka róginn sem var beint gegn fólki sem einhverjum var illa við.

 

Sorglegri endurtekning sögunnar.

En ekki sá aumasti.

 

Aumast af öllu er þegar konur, búnar að berjast í árhundruð fyrir jöfnum rétti og viðurkenningu hins meinta sterkara kyns, svo engum vafa var undirorpið að kynin væru jöfn, nema að vera skyldi að vel kvæntur maður veit alveg hver ræður, að þær afneita baráttu formæðra sinna og;

Væla.

Skæla.

Segjast vera aumingjar, sem þurftu að selja sig til að komast áfram í hinum meinta karllæga heimi.

 

Eins og þær vissu ekki að Nei þýðir Nei.

Að í dag, er sá aðeins kúgaður sem lætur kúga sig.

Vanvirða þannig allar konurnar sem sögðu Nei, og bitu frá sér.

Snéru niður ofbeldismanninn, snéru niður ofbeldissamfélagið.

Eða gengu hnarreistar af vettvangi, töpuðu ekki fyrir ofbeldismenningunni, heldur þeim aumu sem seldu sig fyrir ávinning.  Heiðruðu þar með elstu atvinnugrein sem kennd er við kvenfólk.

 

Það tók vestræna siðmenningu tvær aldir að losa sig við hrylling slúðurs og rógbera, geðsjúklinga og ofsamanna, sem engu eirðu, hvort sem það var vegna geðóra þeirra eða valdafíknar.

Þar sem nútíminn er hraður, og ruglið og rógurinn er berskjaldaður á víðerni mannlegrar skynsemi, að þá má vona að þetta rugl gangi hraðar yfir.

Til dæmis að menn spyrji hinar vælandi konur, "af hverju sögðu þið ekki Nei, kynsystur ykkar gerðu það".

Eða fólk átti sig á að það er ekki bara frjálshyggjan sem er ættuð úr neðra, samfélag rógs og dylgna er samfélag sem aðeins skemmtir skrattanum.

Þar sem engin efri mörk er á fjölda ásakana og áburðar því engu skiptir hvort hann er réttur og rangur.

 

Og það eru ekki hin meinta lágmenning, samfélagsmiðlar sem fóðra ruglið og ruglandann, það eru fjölmiðlar sem telja sig vera alvöru, þeir gefa ruglinu vægi.

Ruv er líkast til aumast, þar hafa menn náð frama með beinni kynferðislegri kúgun á klárum konum og ekki þurft að sæta ábyrgð gjörða sinna.  Um það er ekki fjallað, sjálfsagt talið meiri ómenning að skíta á aðra en sjálfan sig.

 

Og er kynofbeldi eina ofbeldið sem er fordæmalegt??

Af hverju tekur Mogginn ekki viðtal við ritstjórann og ræðir við hann ýmsar ásakanir sem nafnkunnir einstaklingar, og þá undir nafni en ekki dylgjum eins og hjá fyrrum borgarstjóra og alþingismanni Samfylkingarinnar, hafa borið uppá hann.

Eða er það bara frétt að dreifa skít annarra???

 

Þetta er hryllilega aumt.

Við erum hryllilega aumt samfélag.

 

Við getum ekki tekist á við neitt eins og fólk.

Við getum ekki gert upp neitt eins og fólk.

 

Í allri þessari kynumræðu ættum við að gera okkur grein fyrir að ofbeldismenning hefur gegnsýrt vestrænt samfélag.

Það upphefur hinn siðblinda, það upphefur ofbeldismanninn.

Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta lið er hlutfallslega miklu algengara á æðri stjórnunarstigum.  Og sagan veit að ofbeldis og ofríkismenning var normið fyrir ekki svo margt löngu.  

Þekkt er sagan af forstjóranum sem drullaði yfir millistjórnandann á framkvæmdarstjórnarfundi, hann fékk útrás á verkstjóranum, sem aftur níddist á verkamanninum, sem fór heim og lamdi konuna, sem aftur öskraði á soninn, sem lamdi hundinn.

Og hundurinnskyldi ekki neit í neinu.

Sá ekki samhengið.

 

Í dag sjáum við ekki heldur samhengið. 

Erum þó ekki hundar.

 

Vitum ekki að ofbeldismenn beita umhverfi sitt ofbeldi, óháð kyni.

En kyn ræður um margt beitingu ofbeldis þeirra.

 

Þekkt er að nauðga konum og dætrum til að ná sér niður á karlmönnum sem veita mótspyrnu eða halda uppi andófi.

Þekkt er að nota kynferðislegar tilvísanir til að halda niðri kvenfóli, en lítillækkun og háði gegn karlkyni.

Eftir stendur, að ofbeldismaðurinn notar þau meðöl sem hann telur virka best.

Og kvenkyns ofbeldisfólki fjölgar í beinu hlutfalli við aukin áhrif kvenna í atvinnulífi og stjórnmálum.

 

Og samfélagið mun aldrei ná tökum á ofbeldi ef það er svo grunnhyggið að kyngreina ofbeldi, og ofbeldisfólk.

Hvað þá ef það lætur dylgjur og rógburð ráða för.

 

Sú frétt sem mér ofbauð í þessu allsherjarrugli, er samt frétt sem gæti kveikt vonir.

Það vill svo til að mikill meirihluti kennara eru konur.

Og vonandi ekki allar grenjandi, eða rógberar.

 

Þær geta tjáð lífskoðanir sínar og lífsviðhorf.

Sýnt að þeim sé bæði treystandi til að ala upp syni, sem og að kenna drengjum.

Með því að hundsa rógberann á þann hátt að hann fái aðeins eitt atkvæði, sitt eigið.

 

Það er erfitt að fara gegn hópsálinni, ruglinu og ruglandanum.

En þess virði.

Það kveður mýtuna um veikara kynið í kútinn.

 

Ekki til að vera sterkara kynið.

Heldur til að vera kvenkynið.

 

Sem er einstakt.

Kveðja að austan.


mbl.is Formaður KÍ geti ekki notið vafans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta eru femínistar að taka til í metorðastiganum til að búa til pláss handa sér.

Borgþór Jónsson, 5.12.2017 kl. 22:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Borgþór.

Ekki nema gott og blessað að reyna auka völd sín og áhrif.

En ég gat ekki þagað yfir allri forheimskunni sem einkennir þessa umræðu.

Og hver hefði trúað því að Mogginn gæti breyst í klámblað??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2017 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 341
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 6072
  • Frá upphafi: 1399240

Annað

  • Innlit í dag: 290
  • Innlit sl. viku: 5145
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 270

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband