Dómur sögunnar.

 

Um þá samfélagstilraun frjálshyggjunnar kennda við fjórfrelsið, mun ekki vera fagur.

Samnefnari hins lægsta þar sem sá sem býður lægstu kjörin, lélegasta aðbúnaðinn, verður ofaná í hinni grimmu samkeppni alfrelsisins.

Nútíma þrælahald, réttnefnt Þrælabandalag.

 

Um alla Skandinavíu, og víðar, vaða uppi verktakar sem nýta sér það lægsta sem í boði er, ráða til skamms tíma í gegnum starfsmannaleigur, til lengri tíma á lægsta hugsanlegum taxta, eins og lýst er í þessari frétt, og bola heiðarlegu fólki, heiðarlegum fyrirtækjum burt af markaðnum.

Vissulega löglegt, en bara vegna þess að siðablindan setur lög og reglur.

Og dómsstólar Evrópusambandsins bakka upp óhæfuna.

 

Í norskri skýrslu um EES má þetta lesa;

 

" EES-skýrslan sýnir hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóðavinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES. Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs fylgdi Hæstiréttur ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar um hafnarverkamenn. Nokkur verkalýðsfélög krefjast þess nú að Noregur yfirgefi EES."

 

Kjarasamningarnir sem hafa verið hemillinn eru smán saman að víkja fyrir hinu algjöra frelsi.  Þróunin er aðeins mislangt komin. 

 

Og lengst er hún komin í löndunum við Miðjarðarhafið þar sem saman fer mikill straumur ólöglegra innflytjenda og erfið samkeppnisstaða vegna hágengis evrunnar (fyrir Suður Evrópu en velmegun Norður hlutans skýrist af lágu gengi evrunnar).

Í sumar fengum við fréttir af raunverulegu þrælahaldi þar sem fólk við landbúnaðarstörf var látið erfiða langan vinnudag fyrir smánarleg laun, það sætti ofbeldi, og ætlast var til að konur veittu kynlífsþjónustu á nóttunni gegn því að þær og fjölskyldur þeirra héldu vinnunni.

Saksóknarar reyna að hamla gegn þessu, núna nýlega voru framkvæmdarstjórar tveggja af stærstu matvælafyrirtækjum Ítalíu kærðir fyrir nútímaþrælahald, og að bera ábyrgð á ótímabærum dauða verkafólks.

En lögfræðihjörð þeirra mun frýja þá ábyrgð, það eitt er öruggt.

 

Því svona ósómi er ekki kveðinn í kútinn nema með löggjöf og samfélagsvitund um rangindi lífskjara sem byggjast á þrælkun og kúgun náungans.

Samkennd sem Evrópusinnar eru gjörsneyddir af.

Í bili er það gæfa þjóðarinnar að þeir eru utan ríkisstjórnar, en fyrr eða síðar þarf almenningur að taka afstöðu til EES samningsins, og þá vankanta sem á honum eru.

Viðskiptafrelsi versuð hin dauða hönd fjórfrelsisins.

 

Því EES samningurinn er í raun miniaðilid að Evrópusambandinu.

Og því bein lygi hjá núverandi stjórnarflokkum að segja að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina,.

 

Við erum í raun þar inni.

Fáum bara ekki að mæta í kokteilboð.

Og höfum engin ímynduð áhrif.

 

En sitjum uppi með ósómann.

Kveðja að austan.


mbl.is Ófaglærðir reisa húsin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mig langaði bara að minna þig á að fyrir nokkru, þegar við vorum að ræða um þetta svokallaða "múslimabann" Trump sagði ég þér að dómararnir sem lögðu stein í götu Trump væru ekki að fara að lögum. Þeir létu sínar persónulegu skoðanir trufla faglega dómgreind sína. Þú kannaðist hins vegar ekkert við það.

Hér kemur svo í ljós að það sem ég sagði var rétt:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/12/04/ferdabann_trumps_daemt_logmaett/

Hvað segja menn við þessu? Á að hrópa rasismi og svoleiðis núna?

Það er alltaf betra að kynna sér málin áður en menn byrja að gala og gaula um efni sem þeir skilja ekki boffs í.

Helgi (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 07:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þú ert langminnugur þykir mér.

En í efnisatriðum er ég alveg sammála þér, nema að því leitinu hvaða dómsstóll fer eftir persónulegum skoðunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2017 kl. 07:41

3 identicon

EES samningur sá sem komið var á í stjórnartíð Viðeyjarstjórnar Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var forsenda einkavinavæðingar þeirrar, s.s. bankanna í stjórnartíð Dav8ðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, og bólugræðgi sem leiddi til hrunsins haustið 2008.  Enn búum við við óbreytt fyrirkomulag, "þökk" sé ESB "andstæðingunum" í B, D, V.  Auðvitað eru núverandi stjórnarflokkar skinhelgari en andskotinn sjálfur hvað varðar það að þykjast vera andvígir ESB aðild lands og þjóðar á sama tíma og þeir innleiða regluverkið eins og hugsjónalaus fífl, eða með orðum Styrmis, "ógeðsleg, ekkert, bara græðgi". En algjör meirihluti þjóðarinnar er hins vegar andvígur aðildinni.  Allt þetta gerir það að  verkum að þjóðin horfir nú hýrara auga til Samfylkingarinnar en síðustu ár.  Þeir eru þó hreinir í afstöðu sinni.  Slíkt er ekki hægt að segja um loðmundana í B, D, V.  Oft eru alvöru djöflar illskárri en skinghelgir andskotar eins og þeir sem þykjast vera eitt en akta öðruvísi í fláttskap sínum.  Mbkv., Pétur 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 08:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur fyrir þína eldmessu.

Hins vegar held ég að þú oftúlki skýringarnar á fylgisaukningu Samfylkingarinnar.

Annars vegar þá er hún sá flokkur sem auðmiðlar hampa í dag, áður var það Píratar og þar áður Björt framtíð.  Hún er meira í umræðunni, áberandi.

Hins vegar þá leitar alltaf andófið gegn Sjálfstæðisflokknum í einhvern farveg, og þar sem VG er tímabundið úr leik í þeim fræðum, þá er nokkuð rökrétt að Samfylkingin stækki, enda flokkurinn búinn að ganga í gegnum mikla endurnýjun.

Og formaðurinn er orginal.

Brandarinn er hins vegar að þeir sem þykjast vera á móti frjálshyggjunni, leita í hreinasta frjálshyggjuflokk landsins, í dag alveg laus við tengsl við verkalýðinn og gamaldags þjóðlegt íhald, sem vill halda í það sem er.

Á meðan eru alvöru jafnaðarmenn án flokka, og alvöru sósíalistar, byltingarmenn, eru án fylgis.

Sé ekkert hreinlyndi í þessu Pétur, sé ekkert hreinlyndi í Jóhönnu Sigurðardóttir og dýrkendum hennar.

Enda breytist ekkert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2017 kl. 09:07

5 identicon

Seint verða alvöru djöflar kallaðir hreinlyndir, nema þá hvað djöfulskapinn varðar Ómar minn.  Skinhelgin leynir hins vegar óhreinlyndi sínu.  Hræsnin er verst af öllu, í nafni hennar réttlæta menn allar sínar dauðasyndir sjö.  Mbkv., Pétur 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 09:25

6 identicon

Vitaskuld er það einnig greinilegt öllu hugsandi fólki að Samfylkingin er fyrst og fremst thatcher/blairískur flokkur, frjálshyggjuflokkur.  Hér er hins vegar engan heiðarlegan sósjalistaflokk að finna, engan heiðarlegan jafnaðarmannaflokk að finna, engan heiðarlegan og þjóðlegan íhaldsflokk að finna, bara Einflokkinn sem styður heill og óskiptur græðgi fjórfrelsisins.  Mbkv., Pétur 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 09:38

7 identicon

Og bara til að segja það í eitt skipti fyrir öll Ómar minn: 

Nýju byggingarreglugerðinni var ekki komið á með hagsmuni almennings í huga, heldur einmitt bólugræðgi skinhelgra pilsfaldakapitalista

fyrst og fremst, Samtaka þessa og hins, en samt þeirra sömu,

sem fyrir gráglettna tilviljun eru reyndar þeir sömu og fylgja allra helst "Sjálfstæðis"flokki Einflokksins, þursins með mörgu andlitin.

Best að grafa nú upp gömlu greinina mína sem birtist í Mogga og Fretblaði um Landshöfðingjana og leppana,

Eitt lítið ljóð og byggingarreglugerð hinna skinheilögu, sem sakvæddu allan byggingariðnaðinn, til að mola hann undir sjálfa sig, eina.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 11:02

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er ekki að ástæðulausu að þetta frjálshyggjubandalag verður kallað Þrælabandalag, innan ekki svo skamms tíma.  Nú þegar eru komin dæmi um óáreitta athafnasemi sem á sér enga samsvörun í  nútímasögu, en mjög mörg frá Rómarbandalaginu hinu fyrra.

Og þetta er aðeins byrjunin.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 5.12.2017 kl. 13:59

9 identicon

Hárrétt orðað, Þrælabandalagið, hið síð-evrópska, runnið undan rifjum auðdrottnanna og innlendra leppa.  Enginn hefur ritað betur um þá tegund manna, leppana og skreppana, en þú minn kæri og það á tímum Icesave stríðsins.  Það stríð vannst eingöngu vegna andófs alls almennings sem blöskraði viðurstyggð þrælaklafanna. Nú er enn á ný komið að hyggja að og nýsa vel allt sem er í gangi hér.  Efa að hér ríki lengi varðstöðufriður.  Afleiðingar þess að Einflokkuinn sameinaðist eingöngu um "endurreisn fjármálakerfisins", en enga aðra endurreisn, munu valda ólgu, auk 45% sjálfskammtaðrar launahækkunar nómenklatúrunnar í Einflokknum, leppanna og skreppanna.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 15:00

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjáum til Pétur.

Mundu að það var íhald sem drap frjálshyggjuna hina fyrri.

Gefum þessu fólki tækifæri til að sýna sitt rétta andlit, málum það ekki fyrirfram.

Allavega veit ég að liðið sem er utan stjórnar er verra.

Og meðan aflið til breytinga er ekki til staðar, þá er Varðstöðufriður það illskásta.

En lesnir menn í Tolkien, vita að hann var bein ávísun á algjöran ósigur.

En grið til skamms tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2017 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband