Endurkoma veikara kynsins.

 

Fyrir ekki margt svo löngu þá var enginn maður vel upp alinn, nema hann opnaði hurðar fyrir kvenfólki, væri tilbúinn með kveikjara ef þær tóku upp sígarettur, og taldi sig knúinn til að sjá fyrir þeim.

Enda eðlilegt, konur voru veikara kynið.

Sérstaklega í þeirra huga.

 

Síðan leið tíminn, og konur tóku uppá ýmsum tiktúrum, eins og að neita að láta opna fyrir sig hurðar, heimtuðu sama kaup fyrir sömu vinnu, og já, fóru að leggja sitt af mörkum til heimilisins, það er að afla tekna.

Reyndar hafa fátækar konur alltaf þurft að vinna mikið, skilgreiningin á veikara kyninu var skilgreining borgarastéttarinnar, sem og þess aðals sem öllu réði, hvort sem hann var peningalegur eða ættar , en hún var viðurkennd, viðmið sem mótaði bæði viðhorf og umræðu samfélagsins.

Á einhverjum tímapunkti varð svo forneskja að tala um veikara kynið, nútímakonan er kraftmikil, vel menntuð, aflar tekna til jafns við karlmenn, hún hefur haslað sér völl í stjórnmálum, og jafnvel hið helgasta vé karlrembunnar, stjórnun stórfyrirtækja, hefur orðið undan að láta fyrir tangarsókn konunnar.

Vissulega gerðist ekkert af sjálfu sér, barátta kvenna fyrir jafnrétti er mörkuð hetjusögum eins og sagan af bresku súffragettunum, sem létu stinga sér í fangelsi vegna þess að þær höfuð kjarkinn til að standa á sínu, til að mótmæla, til að láta ekki kúga sig.  Á Íslandi eigum við rauðsokkurnar, áður mjög svo gagnrýndar og jafnvel svívirtar, en með kjarki sínum og elju náðu þær að breyta svo mörgu í samfélagi okkar.

Konur hafa yfirfyllt háskóla, og velmenntaðar og hæfar hafa þær fyllt neðri lög hins opinbera stjórnkerfis, og smátt og smátt hafa þær yfirunnið karlrembu einkageirans.

Klárar, flottar, tilbúnar að sigra heiminn.

Eins og þær væru ekki lengur veikara kynið.

 

En hvílíkt bullshit.

Þetta var allt blekking, sýndarveruleiki.

Þegar á reyndi létu þessar konur kúga sig, leið þeirra til frama var mörkuð vændi og kóun með kynferðislegu ofbeldi. 

Því hvað er það annað en vændi að sætta sig við kynferðislega áreitni eða sofa hjá til að komast á toppinn, til að fá hlutverk, til að fá fram, til að fá völd.

Að segja EKKI Nei, að segja ekki frá, því það gæti skaðað frampotið í hinum karlæga heimi.

Og kunna ekki að skammast sín, og aumingjavæða síðan lífsreynslusögur sínar með því að gráta útum allt á samfélagsmiðlum, eða ef gráturinn hefur vel heppnast, í fjölmiðlum sem í dag láta bleiku fjölmiðla gærdagsins líta út eins alvöru fjölmiðla.

 

Við urðum að gera þetta, við urðum að sætta okkur við þetta er viðkvæðið, en enginn spyr um allar þær hugrökku konur sem sögðu Nei, létu ekki bjóða sér ósómann.

Þær eru sterkar og stæltar, kannski ekki á toppnum því offramboð vændiskvenna gerði karlægum ofbeldismönnum kleyft að leika sinn ljóta leik.

En þær eru heilar, og sterkar.

Ekki grenjandi, og því ekki í kastljósi fjölmiðla.

 

Sagan geymir ljósmyndir af kraftmiklum konum sem svöruðu kalli og héldu uppi iðnframleiðslu þjóða sinna á stríðstímum, jafnt í fyrra sem seinna stríði. Hún man líka hvernig hinn karllægi heimur brást við heimkomu hermannanna, með því að vísa konunum til baka á heimilin svo karlarnir fengju störf sín.

Að vissu leiti skiljanlegt á þeim tíma, og skiljanlegt að verkfærin væru áróður um hið veikara kyn sem kæmist ekki í gegnum ólgusjó lífsins nema í skjóli karla.

En sagan kann engin dæmi að konur hafi sjálfviljugar bakkað til baka úr jafnréttisbaráttu sinni með því að játa uppá sig undirlægjuhátt og aumingjaskap gagnvart ofbeldi ofbeldismanna, og að þær eigi svo bágt, séu svo kúgaðar.

Séu hið veikara kyn.

Eins og þær viti ekki að ofbeldi ofbeldismanna þrífst því aðeins ef enginn snýst gegn því.

 

Slúðrið og dylgjurnar sem núna tröllríða umræðunni er þeim ævarandi til minnkunar, vanvirðing á réttindabaráttu genginna kynslóða sem vissulega þurftu að berjast fyrir sínu.

Ekki ætla ég að gera lítið úr vanlíðan þess sem hefur þurft að sætta sig við mótmæli reiðs múgs, og það er full ástæða til að spyrja hver er tilgangurinn að baki slíkra mótmæla.

En það er að skjóta sig í fótinn að tala um nauðgun, í því samhengi að nafnkunnir einstaklingar hafi hvatt til nauðgunar á viðkomandi alþingismanni.  Eins og við lifum ennþá á steinöld en ekki í réttarríki nútímans.

Það er vísað í alvarlegan glæp, og þó það sé ekki siðlegt að byggja stjórnmálaframa sinn á að þiggja mútur af stórfyrirtækjum, að þá er það allavega löglegt.

En að hvetja til nauðgunar, hvað þá hópnauðgunar, er alltaf alvarlegur glæpur, og með öllu óskiljanlegt að slíkt hafi ekki verið kært á sínum tíma.

Hvað þá ef þingmaður á löggjafarþingi þjóðarinnar á í hlut.

Og að kæra ekki slíkt er með öllu óskiljanlegt.

 

Óskiljanlegt, og verður ekkert skiljanlegt þó sagt sé frá núna átta árum seinna.

Með dylgjum um einhverja þjóðþekkta einstaklinga.

 

Það er aumt komið fyrir þjóðinni ef menn sjá ekki í gegnum svona málatilbúnað.

Það eru aumir blaðamenn sem spyrja ekki lykilspurninga um af hverju var ekki kært, af hverju voru hinir nafnkunnu einstaklingar ekki nafngreindir og illgjörðir þeirra afhjúpaðar.

Og aumast af öllu er upphafning hins veikara kyns, og það hefði ég aldrei trúað af óreyndu uppá Morgunblaðið, að tala um að "hópur karlamanna hafi staðið fyrir mótmælum fyrir utan heimili hennar".

Það voru mikli mótmæli gegn stjórnmálastéttinni og það ekki að tilefnalausu.  Að kyngreina þau mótmæli er svo léleg fréttamennska, að fá eða engin dæmi finnast þar um, jafnvel þó ritstjóri Morgunblaðsins þaullesi Baugsmiðla, þá finnur hann ekki mörg dæmi þar um.

Síðan þurfa menn ekki að vaða mikið í vitinu til að gera sér grein fyrir hvaða öfl stóðu að baki aðförinni að Steinunni Valdísi, því vissulega var þetta grimmileg aðför, og þau höfðu ekkert með kyn hennar að gera.

Steinunn Valdís var dyggasti stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar innan þingflokks Samfylkingarinnar, og eins og oft gerist í kjölfar hallarbyltingar, þá er reynt að hreinsa út, og það var gert, samviskusamlega.

Hvernig sem þræðirnir lágu, og hver það var sem óf þá, þá var ofið í þágu hins nýja formanns, og hann var ekki kona, þó nýleg mynd í Stundinni gæti haldið öðru fram.

 

Ruglið og ruglandinn hljóta að eiga sér takmörk.

Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að hætta að éta bullið uppúr hvorum öðrum.

Og munum að ekkert er án tilviljana.

 

Hin síðbúna upprisa Samfylkingarinnar er kostuð, hún þjónar hagsmunum þeirra afla sem engan aur vilja missa til samfélagsins, og hið algjöra frelsi, sem aðild þjóðarinnar og upptaka evrunnar er fyrir efnahag þeirra, er sá hvati sem knýr ruglið áfram.

Því smátt og smátt beinast öll spjót að íhaldinu sem núna stjórnar,

Að Kyrrstöðustjórninni sem fá skjól virðist eiga hjá fjölmiðlum landsins, núna þegar Mogginn er því sem næst kominn í beina stjórnarandstöðu.

 

En að gera kvenkynið að veikara kyninu, er fortíðarskekkja sem maður hélt að maður myndi aldrei upplifa aftur á gamals aldri.

Hvað þá að það væru konur sem drifu þann fortíðardraug áfram.

 

Af hverju láta þær spila svona með sig??

Þær ættu að vita betur, þær ættu að hafa beinið í nefinu sem segir Nei.

 

Nei við hverskonar kúgun.

Nei við ofbeldi.

Og láta ekki bjóða sér neitt það sem sjálfstæð manneskja telur ekki rétt.

 

Því við erum öll fyrst og fremst fólk, manneskjur.

Ekki kyn, heldur fólk.

 

Og fólk lætur ekki kúga sig.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Fyrir mig var þetta frelsun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband