Bútasaumskonan.

 

Það er vert að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embætti sitt, án alls efa er hún glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar, og tími hennar í stól forsætisráðherra er og verður gæfutími, hversu langur sem hann annars verður.

Um styrk Katrínar þarf ekki að efast.

Það er ekki öllum gefið að svíkja sín helgustu vé, að vera lykilpersóna í endurreisn hins gjörspillta auðránskerfi fyrirhrunáranna, og fá síðan það hlutverk að bæta úr skaðanum, að sauma það marga búta í götin að kerfið haldi.

Um sinn.

 

Katrín hefur vandað vel til verka.

Hún hefur endurskapað Bjarna Benediktsson sem stjórnmálamann.  Að hlusta á Bjarna í gær, var eins og að hlusta á gömlu stjórnmálamennina, sem vildu landi og þjóð vel, á þeim tímum þegar aðeins næmt eyra gat heyrt muninn á kratisma borgarlegra stjórnmálamanna og kratisma sósíalistanna.

Hún hefur passað sig á að skapa fyrirfram eigin stjórnarandstöðu í flokki sínum, svo svigrúm annarra flokka til slíks sprells er ekkert.  Án efa hugsar Sigríður Andersen henni þegjandi þörfina, Bjarni þarf að halda henni múlbundinni og hann mun gera það.

Innanflokks egó verður ekki látið eyðileggja pólitíska endurnýjun hans.

 

Katrín hefur slegið öll spil úr hendi andmælenda sinna á vinstri vængnum með því að skipa vammlausan mann umhverfisráðherra.

Mann sem þarf vissulega að gera málamiðlanir, því embætti hans er í raunheimi en ekki í ímyndunarheimi, en heilindi hans í embætti munu aldrei verða dregin í efa.  Og þeir sem það gera, afhjúpa sig fyrst og fremst sem skinhelga niðurrifsmenn sem nýttu umhverfismál sér til framdráttar, en ekki vegna þess að þeir höfðu nokkurn áhuga á eða skilning á þeim.

 

Eftir stendur gagnrýni frjálshyggjunnar sem hefur grafið víða um sig vinstra megin við miðju sem og hjá þeim sem sjá köllun sína að vera alltaf á móti.

Niðurrif stjórnarskráarinnar, aflífun sjávarbyggða með hinu svokallaða kvótauppboði, aðför heildsala að landbúnaðinum, hátekjuskattur og ennþá hærri skattur, á allt og alla nema þá sjálfa, flóttamannaiðnaðurinn; -allt verður nýtt til að skapa úlfúð og deilur.

Og við því er nákvæmlega ekkert að gera, nema eitt, að standa við loforð sín.

Heilindi og ærlegheit.

Og stjórnin mun standa af sér orrahríðina.

 

Og það er þannig, að þegar svik og óheilindi eru ekki val, jafnvel barón Munchausen sagði satt þegar líf hans var í húfi, að þá gera menn það eina sem í boði er.

Þess vegna lifum við óvenjulega tíma, jafnvel einstaka tíma.

Tíma þar sem ríkisstjórnin og ráðherrar hennar þurfa að standa við orð sín.

Og þurfa að standa saman, ef þeir ætla að eiga sér einhverja pólitíska framtíð.

 

Þetta er önnur að meginástæða þeirrar fullyrðingar minnar að tími þessarar ríkisstjórnar er gæfutími.

Hina rakti ég í pistli mínum um Varðstöðufriðinn, þjóðin fengi allavega tímabundinn frið frá niðurrifi frjálshyggjunnar. 

Það eitt og sér ætti að sjá til þess að allt velviljað fólk ætti að láta þessa ríkisstjórn í friði þar til verk hennar dæma hana.

Ekki fortíð, ekki fyrri orð, ekki illur grunur.

 

Velviljað fólk á ekki að láta rakka auðsins, þessa þarna sem börðust fyrir breta í ICEsave fjárkúgun þeirra, æsa sig upp.

Því að baki býr illvilji gagnvart landi og þjóð.

Hversu sem orðin eru fögur, hversu sem glatt sem fyrirheitin glóa, þá kemur ekkert nema illt út úr illvilja.  Það er bara eitt af lögmálum heimsins líkt og þyngdarlögmál Newtons eða auðn elur aldrei af sér fæðu.

Vilji það breytingar þá verður það sjálft að koma sér saman um breytingarnar, og það eftir lögmálum lífsins, það er ekkert annað í boði þegar að því er sótt að öflum sjálftöku og sígræðgi.

En niðurrif á því sem ærlegt er, þó í litlu mæli sé, er ekki verklag þeirra sem vel vilja.

 

Hinsvegar er það einföld viska, svipuð þeirri að vita að eldur brennur og grjót kastað í glugga hefur oft í för með sér glerbrot, að vita að bútasaumur dugar aðeins, þegar það sem sauma á, er heilt að öðru leyti, nema þar sem rifan eða götin eru.

Og það er meinið, bútasaumur Katrínar mun ekki duga því kerfið sjálft er rotið og feyskið.  Hugmyndafræði þess er ónothæf, og það míglekur fjármunum almennings í vasa Örfárra.  Kerfið er hannað til að láta ræna sig.

Ekkert mun breytast fyrr en Íslendingar segja upp EES samningnum, afnema verðtrygginguna og setja skýrar reglur um hegðun manna í viðskiptum.

Afþjófavæða kerfið.

Og taka upp sið í stað ómennsku.

 

En það er önnur saga.

Allt önnur saga.

 

Og á meðan hún er ekki sögð, verður að láta það duga sem sagt er.

Sem reynt er.

 

Á meðan það er til góðs.

Kveðja að austan.


mbl.is „Furðulegt að ég sé önnur konan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar, nú er komin ríkisstjórn sem spannar litrófið frá vinstri til hægri og menn binda vonir um að muni lagfæra ýmislegt það sem lagfæringar er þurfi í þjóðfélaginu, hinsvegar er stóra spurningin hverjir eru það sem ráða og stjórna í raun og veru?

kv. Hrossabrestur 

Hrossabrestur, 1.12.2017 kl. 17:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur.

Við mörgu hef ég talið mig eiga svar, stillt upp andstæðum, og kannski alltaf dálítið litaður af ying og yang (er þetta ekki skrifað svona?), góðs og ills.

En  ég hef hreinlega aldrei tekið svona svarna!1, hvað eigum við að kalla þá??; disliker??, það er fólk sem hvorki líkar við hvort annað, eða ég kunni við pólitískar áherslur þess.

Síðustu ríkisstjórn kallaði ég "viðrinisríkisstjórn", og grét ekki fall hennar.

En löngu áður þagði ég, því ef eitthvað, þá mislíkaði mér meir meintur uppgangur fólksins sem sveik, kannski vegna þess að það sveik mig.

Svo ég eyði minni takmörkuðu auðlind, orkunni, í að telja til það góða, og af hverju við eigum að gefa þeim breik.  Af hverju við eigum að láta verkin dæma.

En aldrei íhugaði ég forsendur spurninga þinna.

Svona þegar þú ert að kveða niður djöfulinn, þá kannski skautar þú framhjá að fleiri öfl hafa hag af dauða og djöfli, af niðurrifi eða það sem verra er, af samdaunun þess sem engu skilar en auðn og eyðimörk mannlegs samfélags.

Til dæmis þeir sem í raun trúa því ekki hvað er að gerast, sjá ekki þá vegferð sem mannkynið er á, skynja ekki að hún er bein leið til Heljar.

Í raun veit ég ekki svarið við spurningu þinni Hrossabrestur, hef reyndar ekki græna glóru þar um.

En tel samt að þar séu einhver íhaldsöfl, til dæmis er það ekki tilviljun að Kristján er sjávarútvegsráðherra, hann tryggir stöðugleika um það sem er.  En hið skítuga fjármagn hefur samt mikil áhrif í eignaraðild kvótans, svo af hverju??

Hví ekki kvótauppboð sem tryggir algjör yfirráð hinna Örfáu yfir sjávarauðlindum okkar??, og um leið eyðileggur þúsund ára sögu sjávarbyggða landsins??

Það er eins og það séu djúp skil milli hinna sígráðugu, og þeirra sem náðu í æsku að þekkja lyktina af slorinu, og þó þeir vilji deila og drottna, vilji samt ekki í raun eyðileggja tengslin við fortíðina.  Sætti sig við hátekjur sjómanna í stað kúgaðra þræla Evrópusambandsins, fólkið sem vinnur mikið fyrir lítið, samnefnari hins lægsta, fjórfrelsið í raun.

Það er eins og borgaralegt íhald sé ennþá til.

En allavega þá eru gömlu sósíalistarnir ennþá lifandi.

Og þeir eru hreint íhald í gegn.

En hverju þeir ráða, hef ég ekki græna glóru þar um.

Allavega, þá klikkaði hið Svarta fjármagn á þessum kosningum, þökk sé Bjartri Framtíð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2017 kl. 18:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

"Svo þegar ég eyði minni takmarkaðri auðlind" átti þetta að vera, mig vantar gleraugun og sé lítt hvað ég er að skrifa.

En kveðjan engu að síður.

Ómar Geirsson, 1.12.2017 kl. 18:40

4 identicon

Ómar. Aðhaldið og réttlát gagnrýnin er hjá almenningi í tjáningarfrjálsu landi.

Það er að segja ef almenningur fær að halda sínu tjáningarfrelsi og réttlætanlegum skoðunum á lofti, án þess að verða mannorðsmyrtir af sýslumannsherteknum ritskoðunar heimsmafíufjölmiðlum! Með hótunum um að æðsta níðingsvaldið fái að hóta einstaklingum, um að vera gert atvinnu og eignalaust mannorðsmorðsfórnarlamb fjölmiðlanna á Íslandi.

Það er löngu tímabært að allir Íslandsbúar taki ábyrgð á að standa saman um að líða ekki sýslumannsstýrðar embættis valdníðslukúganir og ritskoðaðar fjölmiðlaþaggaðir og fjölmiðlaeinelti á Íslandi og víðar í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2017 kl. 23:25

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, var á skralli um helgina og hugurinn lítt við tölvuna.

Þetta er hárrétt hjá þér, og virkilega sorglegt hvernig auður getur haldið niðri umræðu með sífeldum kærum og málaferlum.

En við skulum hugga okkur við að hér þessari síðu er enginn sýslumaður sem hótar öllu illu.  Hér má segja næstum því hvað sem er, að því gefnu að það innihaldi ekki beint persónuníð.  Já, sem og ég vil að menn fari fínt í umdeildar skoðanir sem á einhvern hátt hafa verið tengdar við rasisma. 

Það sama held ég að gildi um almennt um þetta Moggablogg, ritstjórn þess er umburðalynd, ef menn virða svipaðar reglur, tjái sig án þess að áreita, hvort sem það er einstaklingar, kynþáttur eða trúarhópar.

Það er nefnilega glettilega mikið málfrelsi hérna, ég hef lesið rök yfir mörgu sem ekki er allra, og menn gæta almenns velsæmis, þá eru þeir yfirleitt látnir í friði með bloggsíður sínar.

Þannig að þetta er svo sem alveg alveg hægt Anna, og fólk á ekki að láta deigan síga fyrir múlbindurum auðkerfisins.

En vanda sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2017 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 2040
  • Frá upphafi: 1412739

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1793
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband