20.8.2017 | 10:12
Vinir og vandamenn Donalds Trump.
Eru ekkert sérstakir vinir.
Í raun hefur sala á blóðugum rýtingum og löngum hnífum stóraukist eftir að Trump komst til valda.
Og núna ætlar einn vinurinn að stofna sjónvarpsstöð, að sögn með því eina skilgreinda hlutverki að tala illa um aðra vini forsetans.
Ef marka má þessa frétt sakar hann þá um valdarán, að hafa bolað burt sér og öðrum raunverulegum stuðningsmönnum forsetans úr flokki repúblikana og eftir séu það sem hann kallar demókrata, en í fréttinni kallaðir hófsamari.
Og þá þarf að ausa aur, skíta út, allt að hætti þeirrar iðju sem nýfrjálshyggjan hefur ástundað af miklum krafti á Bandaríkjunum, allt frá því að hún braust til valda undir lok níunda áratugar síðustu aldar.
Þá var því spáð að ef lýðræði umbæri stjórnmálamenn sem ástunduðu vísvitandi blekkingar, aurburð, hálfsannleik ef ekki beinar lygar, kostaða af ríflegum fjárframlögum auðmanna og fyrirtækja þeirra, að þá myndi það upplifa sinn svanasöng.
Núna tæpum 40 árum seinna, hefur sá spádómur ræst.
Bandarísk stjórnmál eru farsi, forsetinn er trúður, og umhverfis hann er vargahjörð sem glefsar endalaust í andstæðinga sem meinta samherja.
Og herinn heldur uppi aganum.
Passar að fíflin fái engin raunveruleg völd.
En hvað gerist svo?
Hvað segir sagan um það?
Kveðja að austan.
Valdameiri utan Hvíta hússins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef sagt það áður og segi enn og aftur, að eftir úrsögn Steve Bannon,
sem m.a. vildi hækka skatta á hina efnamestu og draga úr hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna á erlendum grundum,
þá er
stjórn Trumps núna eingöngu samsett af herforingjum, óligörkum, auðdrottnum og kauphallarbröskurum.
Það er bara hin ískalda staðreynd. Í stað þess að gera Bandaríkin mikil aftur, innanlands,
sýnist mér að nú sé stefnt að árásargjarnri utanríkisstefnu með tilheyrandi vopnavaldi og viðurstyggð.
Vafalaust telja blaðamenn moggans það hina "hófsömu", "hina viljugu" til stríðsátaka í þágu auðdrottnanna og leppanna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 12:59
Það er einmitt munurinn á þjóðlegum íhaldsmönnum eins og Steve Bannon
og hugsjónalausu pilsfaldakapítalistuunum, nýfrjálshyggju gróðapungunum
sem hafa m.a. gert "Sjálfstæðis"flokkinn að sérhagsmunaklíku þeirra sem skara helst eld að eigin köku
og nota sér ríkisvaldið til þess. Og þeir eru gjarnir á að veita siðblindingjum "uppreist æru".
Þannig er nú það Ómar minn.
Með kveðju að sunnan
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 13:07
Veistu Pétur að Bannon tilheyrir ekki neinum hópi engla, hvorki þessa heims eða öðrum.
Og kalla hann þjóðlegan íhaldsmann er hreint níð gagnvart því ágæta fólki sem telst vera þjóðlegt og íhaldssamt.
Og þar sem ég vonast til að Íslands komist á HM, þá fagna ég hverjum þeim hershöfðingja sem heldur gaga fólkinu frá rauða hnappinum.
Nóg er að láta þessa geðsjúklinga berjast gegn aðgerðum til að hefta logslagsvána.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.8.2017 kl. 20:01
Hver eru rök þín fyrir því að það sé
"níð gagnvart því ágæta fólki sem telst vera þjóðlegt og íhaldssamt"
að kalla Bannon þjóðlegan íhaldsmann?
Það er sama hvaða erlenda fréttamiðla þú lest, politico, guardian, reuters
almennt er hann kallaður "national conservative", þýðir það ekki þjóðlegt íhald?
Eru þá allir þessir fréttamiðlar að níða alla þjóðlega íhalsmenn hér á landi?
Endilega komdu með þína skýringu á þessu Ómar minn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 20:54
Mæli t.d. með þessari grein Ómar:
http://www.politico.com/story/2017/08/18/foreign-policy-hawks-rise-after-bannon-departure-241812
Tel þá grein raunsanna. Um ástandið framundan og að það sé viðsjárvert, erum við hjartanlega sammála.
Nú boða hershöfðingjarnir að Trump haldi ræðu á morgun um aðgerðir í Afganistan,
heræfingar í Suður-Kínahafi framundan. Vonum að allt fari ekki úr böndunum. Með guðs friði Ómar minn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 21:24
Greinilega eru þeir að því Pétur nema þeir tali undir rós því það má ekki styggja aurinn og eignarhaldið.
En eins og þú veist þá kenndu bræður Bannons í anda sig við "national". Þá voru reyndar líka til ritfærir menn sem létu glepjast og töldu þessa national menn þjóðlegt íhald, líkt og forseta þjóðar þeirra, þann aldna herforingja Hindenburg. Hindenburg taldi þá samlíkingu hins vegar vera algjört níð, annað þjóðlegt íhald, vel ritfær enda fékk hann Nóbelinn fyrir ævisögu sína, hann útskýrði svo vel í mörgum blaðagreinum muninn á þjóðlegu íhaldi sem byggðist á kristilegum vestrænum gildum, og þessum þarna þjóðlegu sem að hann mati voru ættaðir úr ranni illskunnar.
Ég er sammála, og rökin hef ég fært í nokkrum pistlum mínum, eða alveg frá því að ég áttaði mig á að þó að Trump væri hirðfífl, þá væri svartara afl sem legði honum orð í munn. Þekkti reyndar til Breithardt fréttaveitunnar, en hafi ekki glóru um þennan Bannon.
Vegna þess að málpípur hins svarta snerta mig ekki á nokkurn hátt.
Nema þegar þeir öðlast völd til að gera atlögu að lífinu sem ég ól.
Hafir þú annað álit á Steve Bannon og þeim viðbjóði sem hann stendur fyrir Pétur, þá er það þitt sjálfval. Ég dreg það ekki í efa að þú teljir þig vera að berjast fyrir betri heimi.
Að öllu jöfnu hefði ég glott við tönn þegar ég les staðleysur eins og að menn eins og Steve Bannon séu dúfur, það er það mikil staðleysa miðað við tal hans um helstu ágreiningsmál heimsmálanna sem hvert fyrir sig gæti leitt til þriðja heimsstríðs. En þegar mætur maður eins og þú tekur undir þá brenglun, þá verð ég hugsi.
Getur mannsandinn ekkert gert til að hindra för lífsins að heljarósi?
Er þessu virkilega öllu stýrt af öflum sem við ráðum ekkert við??
Ég hef vissulega haft forspána að orði áður, en þá verð ég að játa að alvaran er ekki djúp, meira svona kæringur á ferðinni, þó kannski ekki hálfur.
Veit ekki Pétur, en það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.8.2017 kl. 23:24
Veit ekki heldur Ómar minn. Fylgjumst grannt með næstu daga.
Kveðja að sunnan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2017 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.