19.8.2017 | 11:41
Það er vandlifað í þessum heimi.
Ef maður heitir Donald Trump, og vill vera maður sjálfur.
En fær ekki vegna þess að maður er forseti Bandaríkjanna.
Sjálfsagt að sýna kallinum vorkunn.
En eftir stendur að lýðræðið virkar ekki ef algjörlega vanhæfur einstaklingur, sem er augljóslega ga ga, getur nýtt fjármuni sína og markaðsþekkingu til að kaupa sér voldugasta embætti heimsins í dag.
Maður sem augljóslega stæðist ekkert persónuleikapróf sem bandaríska stjórnkerfið lætur væntanlegt starfsfólk sitt gangast undir til að athuga hvort það valdi starfi sínu.
Með almenna þekkingu sem mælist ekki. Er það sem kallaður var vitleysingur í gamla daga, á meðan mannamál var ennþá notað í samskiptum fólks.
Lýðræðið er dautt ef aurinn kemst upp með þau ósköp sem Trump er í embætti sínu.
Þannig að mikið er í húfi.
Síðan má spyrja, hvað er að fólki, sem telur sig sjálft sæmilega skynsamt, og að mestu með fullu viti, sem reynir að bera í bætiflákann fyrir Trump og reynir á allan hátt að afsaka framgöngu hans??
Burtséð frá því að í markaðssetningu sinni hafi Trump viðrað skoðanir sem ríma við þess eigið, að þá hlýtur það að hafa dómgreind til að sjá að ga ga og maðurinn með rauða hnappinn, er eitthvað sem á ekki að eiga samleið.
Hvað þá vit og skynsemi til að þekkja vitleysu og flumbrugang.
Trump gjaldfellir bandarískt lýðræði.
En að láta kallinn líka gjaldfella virðingu sína og vitsmuni, það er öllu óskiljanlegra.
Vonandi lifum þann dag, innan ekki svo langs tíma, að Mogginn ásamt öðrum fjölmiðlum sem telja sig virðulega, hætti að finna bætifláka, eða einhverja vitglóru í orðum og athöfnum þar sem enga vitglóru er að finna.
Og segi einfaldlega í fyrisögn; maðurinn er fífl.
Og málið ekki rætt frekar.
Því það þarf 2 til svo vitleysan þrífist, líka þann sem umber hana.
Og hans er sökin.
Kveðja að austan.
Oftar kallað svarta rasista en hvíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Demókratar vilja bara ekki sætta sig við að Donald var kosinn forseti. En þeir verða að gera það, alveg eins og Repúblikanar urðu að sætta sig við að múslíminn Barack Obama var kjörinn forseti 2008 og 2012. Og athugaðu að íslenzka kosningalöggjöfin gildir ekki í Bandaríkjunum, þar þarftu að vera efnaður til að ná kjöri, svona er það bara og það breytir engu að óskapast yfir því. En eins og venjulega með vinstripressuna þar vestra og hér á landi (líka Moggann), að jafnvel þegar fasistarnir í Antifa efna til óeirða í Charlottesville þá fer allt í háaloft og þjóðernissinnum kennt um allt. Rasisma má finna meðal allra kynþátta, ekki sízt meðal svartra og múslíma.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10155109575803439&set=g.1648623462032512&type=1&theater
Pétur D. (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 14:09
Það er nú það Pétur D, við erum ágætir að tala út og suður, þó tilefnið sé það sama.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.8.2017 kl. 16:18
Barak Obama ólst að mestu upp hjá ömmu sinni sem var babtisti (kristinn sértrúarsöfnuður) og hann hefur margsýnt fæðingarvottorð sitt sem sýnir að hann fæddist íBNA. Þetta þola trumpar ekki.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 18:38
Maður sem lýsir því yfir að "the future must not belong to those who slander the prophet of Islam" og "Let's be clear: Islam is not our adversary. Muslims are peaceful and tolerant people and have nothing whatsoever to do with terrorism." er ekki bara múslími í raun, heldur bullandi islamisti. Þegar þetta á við um mann sem er valdamesti maður heims, þá er ekki von á góðu. Það getur verið að amma hans hafi verið baptisti, en pabbi hans var múslími og hann bjó árum saman í Indónesíu sem er islamskt ríki. Barrack Hussein Obama. Það hefur ekki verið staðfest að hann hafi fæðzt á Hawaii og verður það sennilega aldrei (frumritið hefur ekki verið lagt fram).
Ekki allir múslímar eru hryðjuverkamenn, en allir hryðjuverkeamenn á þessari öld hafa verið múslímar (fyrir utan Breivik). Ef Islam verður útrýmt, þá verður hryðjuverkum útrýmt. Það er ekki auðvelt, en öll verkefni byrja með fyrsta skrefinu. Að loka augunum og tendra kertaljós gerir ekkert gagn meðan stöðugum straumi af hryðjuverkamönnum er hleypt inn í Evrópu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 02:11
Það átti að standa: "Let´s be clear:..." o.s.frv. Ég gleymdi að bloggið ræður ekki við úrfellingskommur (apostophies).
Pértur D. (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 02:15
Þú segir það Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.8.2017 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.