18.8.2017 | 17:47
Þegar þú segir að yfirmaðurinn þinn sé trúður.
Þó reyndar undir rós, þá er eðlilegt að þú sért rekinn.
Líklegast eðlilegasti brottrekstur Trump.
Eftir stendur að Morgunblaðið, og ritstjóri þess er eini staðfesti fjölmiðill hins vestræna heims sem ennþá heldur tryggð við Trump.
Og það er afrek út af fyrir sig.
Kveðja að austan.
Steve Bannon tekur pokann sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórn Trumps er samsett af herforingjum, óligörkum, auðdrottnum og kauphallarbröskurum.
Það er bara hin ískalda staðreynd. Í stað þess að gera Bandaríkin mikil aftur, innanlands,
sýnist mér að nú sé stefnt að árásargjarnri utanríkisstefnu með tilheyrandi vopnavaldi og viðurstyggð.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 21:43
Og fátt meir um það að segja.
En ég veðja samt á að Davíð finni samt flöt á vörn hins óverjanlega.
En Davíð er snjall, það má hann eiga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 22:10
Veit ekkert hvað ritstjóri moggans gerir, né hvað hann kemur þessu máli við.
Nema þú sért að meina að hann vilji aftur, og muni því agitera fyrir því,
að setja okkar þjóð sem eina hina viljugu til að ganga erinda stríðsbraskara?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 22:20
Nei Pétur, ekki er ég svo djúpur.
Hins vegar les ég mér til ánægju Reykjavíkurbréf Moggans, svona til að minna mig á þá gömlu góðu daga þegar að pennafærir menn skrifuðu í dagblöð landsins, og þau voru fleiri en eitt, og jafnvel á stundum fleiri en þrjú.
Og ef þar er eitthvað þema fyrir utan að tala illa um afleiðingar frjálshyggjunnar undir rós, þá er það bætiflákinn um Trump,.
En til að skilja þá tilvísun, þá þurfa menn að lesa bréfin.
Sem ég tel að þú hafir ekki gert lengi.
Og þar með misst af síðustu pennafærni hinnar opinberu umræðu.
Og mat mitt hefur ekkert með skoðanir þess sem bréfin rita.
Nema við deilum áhuga á Trump, þó ég lesi mér til mikillar skemmtunar, en sá sem ritar, notar hann sem Albaníu forðum daga.
Nema honum sé alvara.
Hvað veit ég.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 23:16
Sæll Ómar
Allur pistill þinn, Launmorðingjar og glæpamenn fjallaði einmitt um verk þau sem hinar "viljugu þjóðir" studdu.
Þær sem hið "skítuga fjármagn", eins og þú kallar það stundum, styðja og dafna á. Má kalla þá "leppana og skreppana"?
Vandinn er hins vegar sá, að það voru bara, hvað okkar þjóð varðaði, Davíð og Halldór Ásgrímsson sem studdu það.
Restina getur hver og einn túlkað eftir eigin höfði. Mitt er ekki að tyggja eitt né neitt ofan í fólk í bréfum,
á ríkisstyrktum ofur-lífeyri og kaupmála við drottninguna í Eyjum eins og sá gerir sem þú bindur trú þína við.
Mér nægir að skrifa ögrandi athugasemdir, kölluð það plaff úr hlunki einyrkja skæruliðans, hjá þér minn kæri.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 23:47
He, he, bið að heilsa suður Pétur.
Kveðja að autan
Ómar Geirsson, 19.8.2017 kl. 09:36
Takk minn kæri, bið sömuleiðis að heilsa, austur.
Kveðja að sunnan
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.