18.8.2017 | 16:56
Sá sem ekki má teikna, er mikill.
Og ennþá meir er heiður hans ef verðugir myrða óverðuga og kenna það við heiðursmorð.
Sem að öllu jöfnu væri nefnt sem dæmi um úrkynjun mannsandans, líkt og mannát, eða sá sérkennilegi siður hjá sumum þjóðflokkum í Austur Afríku, að fjarlægja kynfæri annarra, til að öðlast manndómsvígslu, nema það er ekki nefnt, því einhver, aðallega hundheiðnir sem tilheyra góða fólkinu, mega ekki á staðreyndir minnast.
Með þeim afleiðingum, að friðsöm hverfi, friðsöm samfélög, eru undirlögð hatri og heift.
Kvennakúgun og ofbeldi gagnvart öllum þeim sem líta á dagatalið og segja, nú er 21. öldin.
Svo vælum við og skælum þegar við erum drepin.
En við segjum ekki orð um heljargreipar öfga og haturs í samfélögum fólks, sem er alveg eins og við, með konum, körlum og börnum, en eru undirlögð kostunar miðaldamanna sem nota bene, eru í heilögu bandalagi við Auðinn okkar og hina Örfáu sem eiga hann.
Ofbeldið, kúgunin, morðin sem við fréttum, eru aðeins dropinn sem fyllir vatnið, við bendum á vatnið, og segjum, þetta er aðeins dropi.
Svo drepur hatrið og heiftin.
Og þeir sem ávinning hafa, segja, ekki benda á það.
Þetta gæti verið rasismi.
Þess vegna var Churchill mesti rasisti 20. aldar, hann réðist á hatur og heift nasismans, og uppskar dóm rétttrúnaðarins, að hann ætti ekki að ráðast á þá merku þjóð, Þjóðverja.
Í dag má ekki nefna Íslamista eða aðra öfgamenn, þeir eru múslimatrúar, og réttileg ábending um morðæði þeirra, er túlkuð sem árás á allan hinn múslímska heim.
Skiptir hina rétttrúuðu í hópi góða fólksins, sem nota bene hefur framfærslu sína af því að vera svona góð og réttsýn, að flest fórnarlömb miðaldamannanna, kostaða af Saudum og öðrum miðaldarríkjum Persaflóans (að ógleymdum Tyrkjum, en það má ekki nefna því þá verður Davíð ofsalega fúll, og ekki þjáist hann af rétttrúnaði) eru trúbræður þeirra, fólk eins og ég og þú, fólk sem á tilveru, á börn, og átti framtíð, þar til kostaðir öfgamenn réðust gegn þeim.
Svona er heimurinn í dag.
Kostuð skrípi stjórna öllu.
Líka viðbrögðum okkar gegn morðóðum öfgamönnum.
Í þágu auðs og gróða.
Sem aldrei fær nóg.
Fyrst voru fyrirtækin okkar yfirtekin og færð til þrælabúða þriðja heimsins.
Svo var velferðin okkar eyðilögð.
Bjarni Ben og Benni frændi eru ekki tilviljun.
Og núna erum við drepin.
Svo hægt verði að ganga að lýðræðinu dauðu
Og við látum þetta yfir okkur ganga.
Kveðja að austan.
Tveir látnir eftir árásina í Turku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 572
- Sl. sólarhring: 637
- Sl. viku: 6303
- Frá upphafi: 1399471
Annað
- Innlit í dag: 488
- Innlit sl. viku: 5343
- Gestir í dag: 448
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.