Launmorðingjar og glæpamenn.

 

Síðan byrjar söngurinn um að þetta hafi ekkert með trúarbrögð að gera.

Ekkert með innflytjendur frá Norður Afríku.

Við þurfum að standa saman, láta ekki sundra okkur og svo framvegis.

Og hvað svo??

 

Eru dagar, vikur í næstu fjöldaslátrun á saklausu fólki??

Og gerendurnir eru allir eins í útliti, kyrjandi sama sönginn, "einhver sem má ekki birta mynd af, er mikill".

Og þeir halda áfram að vera launmorðingjar og glæpamenn.

 

Og eina sem öruggt er að ekki verður ráðist að rótum vandans.

Að einhverjum óskilgreindum ástæðum sem þeir einir skilja sem vélaðir eru inní hið launheilaga bandalag fjármagns og stjórnmála sem öllu ræður í hinum vestræna heimi í dag.

 

Fyrir ekki svo mörgum árum, voru fáir svo vitlausir að sjá ekki augljós tengsl flæðandi fjármagns frá Sovétríkjunum og voðaverka hópa borgaraskæruliða, sem drápu mann og annan í þágu hinnar sósíalísku byltingar, eða hinna ýmissa vinstrisinnaða byltingarsamtaka í þriðja heiminum, sem allar sem ein ætluðu að koma á sósíalísku þjóðfélagi en dunduðu sér aðallega við að hrella náungann í nærumhverfinu.

Þegar múrinn féll, þá gerðist tvennt, byltingarhóparnir og þjóðfrelsishreyfingarnar hurfu eins og döggin í sólinn og vitleysingarnir um leið.

Hryðjuverk og byltingar þrífast ekki án kostunar, vitleysingarnir voru ekki svo vitlausir eftir allt saman, vitleysa þeirra var líka kostuð.

Og svona í framhjáhlaupi, friðarhreyfingarnar sem kröfðust einhliða afvopnunar vestrænna ríkja fyrir framan byssukjafta skriðdreka Varsjárbandalagsins, þær hurfu líka, sem og hinir aðeins fleiri vitleysingar sem héldu því fram að þessi samtök væru sjálfsprottin og hefðu ekkert með sovéskt fjármagn að gera.

 

Á þessum tíma var vissulega erfitt fyrir vestræn ríki að stöðva þetta fjárstreymi að austan, en engin dæmi eru um það að vestrænir stjórnmálamenn, nema náttúrulega kommúnískir jaðarhópar, hafi unnið með Sovétmönnun í útbreiðslu hryðjuverka, eða á annan hátt gert þeim auðveldara að dreifa fjármagni til áhugafólks um að drepa náungann.

 

En hvað gera okkar ágætu stjórnmálamenn í dag, fyrir utan að gjamma hin innantómu stóryrði??

Jú þeir keppast um að selja rótinni vopn.

Og lyfta ekki litla fingri til að stöðva fjárstreymið frá henni.

 

Og ekki bara það.

Hverjir voru helstu andstæðingar múslímsku miðaldaríkjanna við Persaflóann meðal Arabaríkjanna??

Jú, það voru veraldlegir einræðisherrar Sýrlands, Íraks og Líbýu, í öllu þessum löndum voru múslímskir miðaldamenn skotnir á færi létu þeir sjá sig innan landamæra viðkomandi ríkja.

 

Hver urðu örlög þessara einræðisherra??

Hver var átyllan sem notuð var til að hefja aðförina að þeim??

Var það ekki þegar Saudískir hryðjuverkamenn, fjármagnaðir af aðilum í tengslum við Saudíska konungsfjölskylduna, fóru með fullri vitneskju bandarískra leyniþjónustustofnana að læra fljúga (en ekki að lenda, þeir sögðust ekki þurfa þess) í Bandaríkjunum, og flugu síðan á Tvíburaturnana eins og frægt er.

Og daginn eftir tilkynnti þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að þessum hryðjuverkum yrði að svara með því að ráðast á Írak, og koma Saddam frá völdum.  Einræðisherra sem hafði engin tengsl við hryðjuverkamennina, og drap alla skoðanabræður þeirra sem hann kom höndum yfir.

 

Samhengi hlutanna er því miður of augljóst.

Að trúa því í eina mínútu að þarna séu ekki dulin tengsl á milli, bendir til mikillar kostunar.

Meiri heldur en hjá Sovétinu á sínum tíma.

 

Við skulum líka gera okkur grein fyrir því að svarið við hryðjuverkum er ekki að loka alla inni sem líkjast fyrrum gerendum, og eru sem heild sannarlega í áhættuhópi að vera hryðjuverkamenn morgundagsins. 

Hvað þá að hrekja milljónir friðsamra borgara úr landi.

Allavega var enginn svo vitlaus á áttunda áratugnum, áratug hinna borgaralegu skæruliða, að leggja til að allir háskólanemar frá velstæðu fjölskyldum skyldu dúsa í fangabúðum því sannarlega komu allir meðlimir hinna meintu vinstrisinnaða skæruliðahópa frá velstæðum borgarafjölskyldum, en ekki frá verklýðsstéttinni sem þetta fólk þóttist vera að berjast fyrir.

Það var reynt að berjast við rótina, og sú barátta var kölluð Kalda stríðið.

 

Í dag er unnið með rótinni, hún kölluð mikilvægur bandamaður, og henni gert sem auðveldast að útbreiða miðaldaboðskap sinn.

Og það sem verra er, hin stanslausa síbylja um að hryðjuverkin tengist ekki Íslam eða múslímskum innflytjendum viðkomandi landa, fær fólk einmitt til að tengja þetta tvennt saman.

Og það mætti jafnvel halda að leikurinn sé til þess gerður.

 

Því það er bissness í ólgu og upplausn, sérstaklega ef þau leiða til vígbúnaðar og jafnvel styrjaldarátaka.

Svo má nýta svona hryðjuverk til að afnema borgarleg réttindi, og koma á lögregluríkjum.

Ferli sem þegar er hafið.

 

Það er ljótur skollaleikur leikinn í dag.

Leyndarþræðir hagsmuna knýr hann áfram

 

Og líf okkar og frelsi er undir.

Okkar allra, hvort sem við erum kristin, múslímsk eða án trúar.

Hvort sem við erum hvít, brún eða svört.

 

Þessi skollaleikur ógnar okkur öllum.

Og það sér ekki fyrir endann á honum.

 

Ekki á meðan persónur og leikendur komast upp með hann.

Komast upp með að sundra, tvístra, blekkja.

 

Og þeir eru hinir raunverulegu launmorðingjar og glæpamenn.

Feisum það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Launmorðingjar og glæpamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt félagi Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 23:41

2 identicon

Í Barcelona var ekki framið hryðjuverk heldur JIHAD sem er undirstaða íslam til að ná yfirráðum og breiða út kalifatið. Meinsemdin er íslam og boðberarnir immar og mullar, sem með eitraðri hatursorðræðu hræra upp í hálfgeðveikum múslimum í Moskum út um alla jörð alla daga.
Fólk verður að vakna og sjá íslam í réttu ljósi, en ekki láta mulla síljúga að ykkur.

ÞAÐ SEM STENDUR Í KÓRANINUM GILDIR OG VERÐUR EKKI BREITT ÞÓTT ÞEIR LJÚGI ENDALAUST.


 Hvað sagði Kemal Ataturk:

  
Íslam, þessi óraunsæja guðstrú frá siðlausum beduinum er rotið hræ, sem 
eitrar okkar líf.


              

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 00:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Valdimar, veistu, ég hreinlega veit ekki hvort upphefur hryðjuverkin meir, að afneita rótum þeirra, eða hópgera vandann.

Sem betur fer þá nýttu andstæðingar borgarastéttarinnar innan verkalýðsstéttarinnar sér ekki hryðjuverk Bader Meinhof, Rauðu herdeildarinnar eða hvað sem þessir úrkynjuðu hópar hétu allir saman, til að leggja til að öll afkvæmi hennar yrði lokuð inni á ákveðnum tímabili, eða fólki úr borgarastétt yrði meinað að eiga börn.

Þú veist Valdimar að þú ert að lesa næstum orðrétt uppúr ræðum Göbbels, nema þú skiptir um heiti á þeim hópi sem þú persónugerir sem afsprengi hins illa.

Þú veist líka að þú ferð með sömu þuluna og múllar miðaldamannanna fara með í moskum Evrópu, nema þeir tala um horn og klaufir úrkynjaðra Vesturlandabúa.

Hefur þú einhvern tímann sest niður í góða veðrinu og spurt þig hver er munurinn??

Og svarað því heiðarlega??

Það er öllum hollt annað slagið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 07:03

4 identicon

Sælir: allir saman !

Tek undir - með ykkur félögum.

Þau: geta aftur á móti sparað sér hræsnina í ''samúðinni''/ Angela Merkel / Mariano Rajoy og Guðni Th. Jóhannesson t.d.:: öll sem 1, í mikilli hrifningu yfir viðveru þessa glæpalýðs Múhameðskunnar, í sínum löndum.

Keppikeflið á að vera - HREIN Vesturlönd og Suðurlönd a.m.k., fyrir þessu illþýði Djöfulsskapar Múhameðs !

Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 16:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Well Óskar, ekki alveg það sem ég sagði.

En meining þín er komin til skila.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 16:20

6 identicon

.... viltu þá ekki: fara að gera þér betri grein fyrir alvöru málanna, Ómar minn ?

Núna síðast - hnífaárás þessarra ómenna, austur í Turku í Finnlandi.

Gærdegis: suður í hinu gamalgróna Greifadæmi Barcelóna og nágrenni, í Katalóníu.

Hvað þarf til Ómar síðuhafi - að þú fallizt á mín sjónarmið: algjörlega, í þessum efnum ?

Við þennan glæpalýð verður ekkert samið: fremur en íslenzku Lífeyris sjóða Mafíuna hérlendis (um friðsamlegar endurgreiðzlur þeirra til iðgjaldenda, á ára og áratuga gömlum inneignum, þorra almennings, sem þeir liggja á:: eins og hverju öðru þýfi, í boði hins volaða alþingis og attaníossa þess, ýmissa) á nokkurn máta / á NEINUM mannlegum nótum, fornvinur góður.

Svo mikið - get ég þó fullyrt.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 16:39

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður pistill Ómar.

Hreinn Sigurðsson, 18.8.2017 kl. 17:05

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, Óskar.

Eitthvað hefur það með að gera samsvörun sögunnar, sem og þá frómu ósk mína, að fyrst að ég var sá asni á gamals aldri að geta af mér líf, að þá þætti mér vænna um að það líf lifði af.

Og þá er ég alls ekki að gera lítið úr kárínum þínum við lífeyrissjóðsMafíuna.

Þess vegna tek ég ekki undir máflutning þeirra sem alla drepa. Því þeim er svo illa við aðra.

En  það á ekki við þig Óskar.

Á bak við öll þín sterku orð, er þráin um betra og réttlátra samfélag.  Líkt og sagt var í þeirri gömlu bók sem skráði orð Jesaja, þar sem réttlæti og réttvísi varðar veginn.

Þegar raunveruleikinn er svo óravegu í því sem næst óendanlegri fjarlægð, þá er það mjög nærtækt að skeka skildi og gnísta tönnum.

En ráðumst að þeim sem ábyrgðina bera Óskar.

Ekki á bræður þínar og systur,.

Þau eru sömu fórnarlömbin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 17:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hreinn.

Mér þykir vænt um orð þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 17:05

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar 

Same old, same old EÐA Hryðjuverk undir fölskum fána (FALSE FLAG), EN HVERJIR GRÆÐA Á SVONA HRYÐJUVERKUM? ÞVÍ AÐ EKKI GRÆÐA MÚSLÍMAR Á ÞESSUM HRYÐJUVERKUM 

BARCELONA FALSE FLAG ALERT.

Indicators :

1. All Culprits dead.
Reason given: Wearing “bomb”-belts.
2. A connection is made to a prior major FALSE FLAG : 9/11.
“…Random attacks against unarmed civilians were seen as ineffective, and even counter-productive in terms of garnering public support in the Muslim world.
The 9/11 attack was launched against targets seen by al-Qaida as symbolsk of US economic, political and military power….”.
3. Passport found inside vehicle.
4. SITE INTEL GROUP claiming a fake terror group behind attacks.
https://ent.siteintelgroup.com/Statements/amaq-reports-is-responsible-for-barcelona-attack.html
5. Picture of young child “missing” to stirr empathy 
6. The application of Impossibilities :
One police man kills 4 “terrorist”.
All in order for the psyop to go smoother.

http://www.veteranstoday.com/2017/08/17/71717/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 18.8.2017 kl. 21:19

11 identicon

Sæll og þakka svarið.
Það á að sjálfsögðu ekki að upphefja Jihad.En það er þó skömminni skárra að hópgera hryðjuverkin og upplýsa fólk um íslam og þeirra stefnu frá pólutiskum grunni. Íslam er fyrst og fremst stjórnmál sem stýrir og stjórnar lífi einstaklingsins frá vöggu til grafar. Músliminn er í raun og veru í ánauð. Að þegja eins og kratar og vinstri fjölmiðlar gera og kalla alla rasista um leið og íslam er nefnt er að stórum hluta orsakavaldur fyrir þeim óhuggnaði sem er að gerast á vesturlöndum. Stjórnun á innflæði múslima til Evrópu er algjörlega í höndum krata.
Ég þekki vel til í Svíþjóð þar sem ég bjó í tæp 20 ár. Í dag er staðan þannig í Svíþjóð, að fólk þorir ekki annað en að hringa í lögreglu, áður en það komenterar eða bloggar um íslam og spyr hvort það sé nokkuð rasist-st það sem það vill koma frá sér - svo er hræðslan mikil hjá Svíum um að fá stimpilinn "rasisti" frá fjölmiðlum og frá v-stjórnmálamönnum sem stýra og stjórna.
Það má segja að múslímar komast upp með hvað sem er í því landi.
ISIS morðingjar koma heim til Svíþjóðar með loforð frá ríkisstjórninni að þeir séu velkomnir,fái uppgerð lán, fría íbúð, frítt ökuskyrteini og að sjálfsögðu styrki. SEPO segir að í Svíþjóð séu að minta kost 3000  múslímskir hryðjuverkamenn.
Ég læt þetta duga í bili því ég ætla að reyna að fá rólegan svefn.
Kv.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 21:32

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömuleiðis Valdimar.

Þú skilir mig samt alveg Valdimar, og þú getur ekki beint kennt pistil minn við kratíska þöggun, hvað þá þann pistil sem kom á eftir þessum.

Síðan veist þú alveg að ég hef lesið pistla þína, og þakkað fyrir það sem vel er gert, og spurt um annað.  Reyndar misjafnt hvort það sé svarað, en það eru nokkur ár síðan við ræddum fyrst málin.

Og þar með veist þú að þú tókst ákveðna kúvendingu, frá vísun í ákveðnar sögulegar staðreyndir, sem vissulega voru ekki algildar eða fullkomnar, en samt nálgun sem vert var að lesa, yfir í þær alhæfingar sem þú ástundar í dag.

Ég tel þær minnka þig Valdimar, þú greinilega ekki.

Við getum samt sem áður skipst á skoðunum, í fyrst a lagi án þess að þú talir um kratisma við mig, og í öðru lagi án þess að þú sækir inná mið alhæfinga.

Þú veist að ég veit betur, og ég veit það vegna þess að ég tek eftir að þegar pistlar mínir snerta þín áhugamál, þá kommentar þú oft.  Sem segir mér aðeins eitt, að þú þekkir til viðhorfa minna og nálganir.

Og þekkir þekkingu mína.

Það er alltí lagi að vera ósammála, en við eigum að virða hvorn annan.

Hvorugur er fullkominn, en hvorugur verður verri á að kynna sér nálganir hins.

Ég reyndar er ekki að blogga til að afla einhverra skoðana fylgis, og þori þess vegna að hætta mér inná jarðsprengjubelti rétttrúnaðarins, en þú ert á vissan hátt í trúboði Valdimar, og trúðu mér, heimskulegar alhæfingar virka kannski, en aðeins í skamman tíma.

Heimurinn verður betri ef fólk sameinast að beina spjótum sínum að óvini sem hægt er að sigra, þegar og ef það tekst að draga hann út úr fjöldanum, út á bersvæðið.

Um það pistla ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 22:25

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Þorsteinn.

Það er eins og það er,.

Dreg ekki illvilja hinna Örfáu í efa.

En ef þetta er leiksýning, þá eru of margir þarna úti sem eru viljugir að taka þátt í henni.

Þú afgreiðir það fólk ekki sem tilbúning.

Sú afgreiðsla þýðir aðeins að þú teljir þig lifa í Matrix hylki, og skiljir ekki í af hverju sæti strákurinn Reeves eitthvað, dúkki ekki upp hvað af hverju.

Vissulega getur þú haft rétt fyrir þér, en hefur ekki hvarflað að þér í eina mínútu að þú sért spilfífl atburðasmiða hinna Örfáu, sem einmitt gera út á sundrungu og rugling, og beita óspart fyrir sig samsæriskenningum til að fækka þeim sem benda á tengslin, milli auðs og gróða, og síðan þess sem er að gerast.

Það væri allavega ekki í fyrsta sinn sem það er gert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2017 kl. 22:33

14 identicon

Þakka aftur,Ómar.
Ég viðurkenni að ég er í einhverskonar trúboði, en svo lærir sem lifir og ég veit að ég er ekki einn þar á báti og ég viðurkenni ekki að ég sé með heimskulegar alhæfingar, en ég alhæfi kannski aðeins of oft. En þú átt væntanlega við hvað ég er einbeittur gagnvart krötum. En ég bakka ekki fet hvað það varðar.
Kveðja VJ.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.8.2017 kl. 23:45

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki á nokkurn hátt ætla ég mér að breyta þér Valdimar, en þegar ég sjálfur tek umdeildar nálganir á þessi leiðindamál öll saman, þá verð ég að halda uppi vissum aga, og mér þætti vænna um að fólk virti þau mörk sem ég set.

Það á til dæmis að vera hægt að spjalla um mafíuna, án þess alhæfa um alla Sikileyinga eða Suður Ítali.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.8.2017 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 1412827

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband