16.8.2017 | 19:08
Churchill bar mikla sök á seinna stríði.
Strax á fjórða áratugnum snérist hann gegn nasismanum, varaði við öfgum þeirra, kynþáttahatri og hernaðarhyggju.
Á sínum tíma var hann fordæmdur fyrir að leyfa Hitler, og hægri stefnu hans að njóta ekki sannmælis.
Það þurfti stríð til, beina árás hægri öfganna að fleiri hugsuðu, að fyrr hefði átt að snúast til varnar.
Hatrið og heiftin áttu ekki að umberast.
Á tímabili sagði sagan að Churchill hefði haft rétt fyrir sér.
Það var fyrir daga frjálshyggjunnar og endurreisn lénstímabils hins nýja, þar sem Örfáir eiga því sem allt, en restin berst um síminnkandi hlut af þjóðarkökunni.
Og hinir Örfáu fjárfestu í mönnum eins og Trump.
Og við lesum fréttaskýringu þar sem við lesum að Churchill bara mikla ábyrgð á seinna stríði.
Í Morgunblaðinu af öllum blöðum, eins og gleymd sé sú arfleið þegar ritstjórar Morgunblaðsins gáfu þjóðernisöfgum engan afslátt.
Það er af sem áður var.
Kveðja að austan.
Hvað gekk á í Charlottesville? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkennilega ruglaður pistill.
Þú getur kennt brezkum og frönskum pacifistum um Seinni heimsstyrjöld, Chruchill gerði bara það sem nauðsynlegt var með því að lýsa yfir stríði gegn Þriðja ríki Hitlers, eftir innrás Þjóðverja í Pólland.
Og hvað ertu að blanda þessu saman við manndráp og fjöldamorðs-tilraun fíflsins í Charlottesville? Það er ekki minnzt á Churchill í fréttinni.
Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 00:05
What a load of rubbish. Without Churchill we would all be nazis now- or dead.
Merry (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 00:15
Það er ekki rétt hjá þér kæri vinur, Jón Valur, að það hafi komið í hlut Churchills að lýsa yfir stríði gegn Þriðja ríki Hitlers. Það kom hins vegar í hlut Chamerlains forsætisráðherra Breta þann 3. sept. 1939. Churshill varð ekki forsætisráðherra fyrr en síðar eða eftir afsögn Chamberlines 10. maí 1940. Í annan stað er það staðreynd að Churshill var stríðsæsingamaður og bar mikla ábyrgð á stríðinu. Hann ber mikla ábyrgð á einum mestur glæpum stríðsins eins og t.d. árásina á Dresden, undir stríðslokin sem hafði enga hernaðarlega þýðingu en sem lagði borgina í rúst yfirfulla af flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum undan sókn Rússa. Hann var einnig upphafsmaðurinn að loftárásum á íbúðarhverfi borga. Það má segja að hann hafi með framferði sínu kallað það versta fram í Hitler sem auðvitað svaraði fyrir sig. Skýinigin á þvi að hvorugum var sjálfrátt í glæpsamlegu og alegerlega misskunarlausu framferði sínu má örugglega finna, að hluta til, í þeirri staðreynd að báðir voru fíklar á háu stigi. Churhill algerlega forfallinn alkhólisti og einkalæknir Hitlers, Dr. Morell, var búinn að gera Hitler að lyfjafíkli áður en stríðið var hálfnað.
Daníel Sigurðsson, 17.8.2017 kl. 01:26
Fíkn þessarra manna hafa ekkert með málið að gera, og árás á Churchill í þessu sambandi er algerlega rangt ... það var ekki Churchill, heldur Rosevelt sem var upphafsmaður árása á borga. Árásirnar á almenna borgara átti sér líka stað í Japan, ekki bara þýskalandi ... síðan, gleima menn gömlum bíómyndum um hvernig nasistar fóru með "Gyðingana" ... ráku þá upp í lestir og sendu þá í fangabúðir. Þessi "bíomyndafrásögn" á sér upprúna í hvernig Rússar fóru með þjóðverja eftir stríð ... Tékkía, Lettland, Litháen, Stór hluti Póllands og Ukraínu voru þýskir. Eftir stríð voru allir þessir menn dregnir út og sendir heim, sem áttu þýskan uppruna ... af þeim, komst aðeins um 25% til þýskalands. Afdrif 75% er ókunnugt, en talist að hafi farist. Eftir stríðið voru oppnar fangabúðir fyrir þýska hermenn, þar sem yfir miljóns manns lést í höndum Bandaríkjamanna.
Samkvæmt Eisenhover, en lengi var til mynd á netinu þar sem Eisenhover sjálfur sagði frá en þessi mynd virðist hafa verið tekin úr umferð af George Bush ... sendar voru Eldsprengjur á allar borgir Þýskalands og Japans, mannfall í þessum stórborgum var milli 40%-70% af íbúum borganna. En þetta er samt ekki ástæða þess að þjóðverjar lögðu Gyðinga í einelti, því það byrjaði fyrir stríðið ... ástæða þessa, var sú að miljónir þjóðvera létust úr svelti sem bandamenn stóðu fyrir, og meðal annars var framkvæmt af Pólverjum milli stríðsáranna.
En sagan er miklu lengri en þetta ... þegar á 16-17-öld, var byrjað að gnaga af þýsku ríkjunum. Sem áður náðu frá Frakklandi til Ukraínu, er nú tæplega Þýskalanda sjálft. Meðal þeirra sem fóru í herferðir til að myrða þjóðverja, má telja Karl X, konung Svía. Sem var á mála hjá Prússum til að "hreinsa" svæðin. Svo má ekki gleima Napóleon, sem lagði þýsku ríkin í Rúst og ekki létu Bretar sitt eftir liggja við "aðstoð" þeirra við frakka. Þannig að "heift" þjóðverja gegn þeim sem þeir "töldu" bera ábyrgðina ... var miklu eldri, en bara til síðari heimstyrjaldarinnar.
Og Frakkland, Rússland, Pólland, Ukraína, England og Bandaríkin hafa ærna ástæðu til að ljúga um síðari heimstyrjöldina, til að koma í veg fyrir rannsóknir á þeim glæpum sem þeir sjálfir frömdu. Hvort þeir ljúgi eður ei, er svo saga sem komandi kynslóðir munu svara ... ekki við. En stríðsæsingur Bandaríkjanna er botnlaus og græðgi þeirra í "heimsyfirráð" gefur vel til kynna að þeir eru ekki með hreint mjöl í pokahorninu, og þá ekki Bretar heldur. Enda er ópíum sala Breta, eitt stærsta glæpaverk sem þeir hafa framið í mankynsögunni og Bandaríkjamenn virðast hafa tekið við þar sem þeir létu frá.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.8.2017 kl. 05:05
Ja hérna Jón Valur, stundum hvarflar að mér að þú sért svo lærður í fornum menntum að þú skiljir ekki einfalda samsvörun í formi ironíu nema að hún sé á grísku, eða besta falli latínu líkt og þér var kennt í Lærða skólanum við Lækjargötu forðum daga.
Sem er leitt fyrir mig því eina tungumálið sem ég kann fyrir utan íslensku er vaðlvíska, og hana skilja mjög fáir, það er í eðli hennar.
Þú hefðir nú samt aðeins getað hugsað þetta betur áður en þú raukst upp til handa og fóta, þessi pistill minn er ekki tengdur við frétt um hvað eitthvað manndrápsfjöldamorðsfífl gerði í ónefndri borg í hjarta hins gamla Suðurríkja, heldur við fréttaskýringu þar sem á einhvern hátt er reynt að bera blak af gjörðum hægriöfga, líklegast til að réttlæta hinn óbeina stuðning Donalds Trump við gjörðir þeirra.
Þar sem mér ofbauð sú hugsun sem að baki bjó, hvort sem blaðamaðurinn var verkfæri sem var stýrt, eða gerði þetta af eigin hvötum, þá ákvað ég að pistla þar sem ég dró fram þekkta samsvörun sögunnar, sem allavega til skamms tíma var nokkur sátt um.
Sá sem snýst gegn öfgum og reynir að verjast þeim, ber ekki sök þegar til átaka kemur. Þegar ofbeldismaður ræðst inná heimili þitt, þá er þú ekki hluti af einhverri deilu, þó þú snúist til varnar og lemur hann í hausinn með kústskafti.
Þetta ætti öllum að vera ljóst, líka Morgunblaðinu.
Og í stað þess að skrifa lærða ritgerð, þá benti ég að það leiddi af nálgun blaðsins að Churchill bæri ábyrgð á seinna stríði, það var hann sem lýsti yfir stríði við Þýskaland, eftir innrás Þjóðverja í Pólland.
En sagan segir, eða sagði því aurinn er víst á fullu að endurskrifa hana, að það var af gefnu tilefni.
Að koma sök á þann sem reynir að verjast er þekktur andskoti, Sjálfstæðisflokkurinn er til dæmis að dunda sér við þetta síðustu dagana, og þegar lúmskheitum er blandað inní þann skítakokteil, þá er oft erfitt að snúast gegn, því hver les lærðar greinar andsvarsins??
Klassískur vandi, hver las afsökunarbeiðni DV númer 25 á blaðsíðu 12, með mjög smáu letri, eftir að einhverjum aurnum hafði verið síkastað dag eftir dag, af litlu eða engu tilefni??
Eins og þú veist Jón Valur að þá er þetta jaðarblogg, sem á engan hátt leitast við að vera sammála síðasta manni, hvað þá að pistlar séu skrifaðir til að ná til fjöldans. Samt tryggir lesendur, sem vita eins og er að sannleikurinn er ekki bein lína, og óvæntar nálganir, jafnvel út úr kú, eru hollar fyrir heilastarfsemina.
Þú sérð nú hvaða umræða hefur spunnist úr frá þessum örfáu orðum sem voru sett inní rafeindaheim i þeim eina tilgangi að benda á fáráð þess að finna sök hjá þeim sem snýst gegn eyðandi öfgum.
Hafðu það sem best Jón Valur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.8.2017 kl. 10:58
Blessaður Merry.
Ég hélt að þú værir dauður.
En svona getur maður haldið einhverja vitleysu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.8.2017 kl. 11:18
Takk fyrir innlitið Daníel.
Vissulega rétt hjá þér að það var Chamberlain sem var í forsvari fyrir þeirri ríkisstjórn Breta sem lýsti yfir stríði, sama dag gerði hann reyndar Churchil að flotamálaráðherra.
Churchil varð ekki forsætisráðherra fyrr en eftir innrás Þjóðverja í Frakkland.
En þegar stríðið var óumflýjanlegt, þá var ljóst hver var haukurinn í Bretlandi, og nafn Churchils kemur alltaf fyrst uppí hugann þegar baráttan gegn nasismanum var annars vegar.
En rétt skal vera rétt.
Án þess að ég ætli að ræða við þig nálgun þína á seinna stríð, þá er ég samt hugsi þegar þú segir að Bretar hafi haft frumkvæðið af árásum á íbúahverfi stórborga, passar ekki við mína þekkingu. Minni til dæmis á fræga mynd af London þar sem Sankti Pauls dómkirkjan stendur ein og yfirgefin uppúr rústum loftárásanna, og sama hvað ég reyni, á þessari tímalínu á ég enga sambærilega mynd frá þýskri borg.
Síðan held ég að Pólverjar séu ekki alveg sammála þér um að allt sem var sprengt uppí Varsjá haustið 1939, hefi verið "ekki" íbúðarhús.
En hvað um það, það dóu margir sem áttu ekki að deyja á þessum árum.
Og sagan er að endurtaka sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.8.2017 kl. 11:35
Blessaður Bjarne.
Það er nokkuð ljóst að þó við lifum í sama heimi, að þá höfum við ekki lesið sömu bækurnar hvað sagnfræði varðar. En hvaða bækur menn lesa eður ei, þá er allavega ljóst að gamla bíómyndir móta ekki söguna, jafnvel þó þær fjalli um lestarferðir.
En einhver nöfn koma fyrir í þínum bókum sem ég kannast við, og þá ekki í því samhengi sem þú talar um.
Til dæmis skil ég ekki samhengið milli þess að furstar Brandenborgar, sem síðar kenndu sig við konungsdæmið Prússland, hafi átt að fá Karl x til að fara í herferðir til að myrða Þjóðverja, bæði voru menn vart mikið þýskari en Brandenborgarnir, sem og að Karl X stríddi aðallega við Dani og tók af þeim lönd. Og Dönum er mjög illa við að láta kalla sig Þjóðverja þó ljóst er að land þeirra er aðeins útkjálki út úr Þýskalandi, líkt og Langanesið hjá okkur er afskekktur skagi út frá Íslandi.
Og síðast þegar ég vissi, þá fór vel á með Þjóðverjum og Napóleon, vissulega stríddi hann við Prússa, en restin var nokkuð sátt við hann. Til dæmis voru Þjóðverjar stór hluti af þeim her sem Napóleon dró saman til að herja á Rússakeisara.
Síðan er eitthvað í þínum bókum sem er ekki í mínum bókum, til dæmis hvaða borg á friðsemdarmaðurinn Roosevelt hafa sprengt í loft upp á fjórða áratugnum eða byrjun þess fimmta?? Svona ef hann er upphafsmaðurinn í að beita flugher í almennar loftárásir á borgir?
Loks vill svo til að ég er áhugamaður um hungursneyðir, hefur eitthvað með það að gera að ég las snemma bók sem fjallaði meðal annars um herferð Stalíns gegn úkranískum smábændum, og það vill svo til, að ég hef aldrei heyrt eða lesið um stórfelldan hungurdauða þýskra á árunum eftir fyrra stríð, en mér skilst á orðum þínum að síðan hafi Þjóðverjar haft horn í síðu gyðinga, og dreg ég þá ályktun, að þú teljir að örþjóðabrotið, gyðingar hafi eitthvað með þann meinta harmleik að gera.
En ég hef heldur ekki lesið þína sagnfræðibækur, en einhvers staðar hlýtur þetta að standa.
Og að lokum Bjarne, margar þjóðir hafa margt á samviskunni í seinna stríði, sem þeim atburðum sem á eftir fylgdu. Samningar Bandaríkjamanna við Stalín um skipan mála er svartur blettur á æru þeirra, en þú getur ekki sagt að þeir hafi svelt yfir milljón þýskra hermanna til dauðs, það stendur ekki einu sinni í þínum bókum. Síðan ættir þú að halda Úkraníu fyrir utan upptalningu þína, landið fékk sjálfstæði fyrir nokkrum árum síðan, og það ber enga ábyrgð aftur á bak. Þar að auki var aldrei stór þýskur minnihluti á þeim landsvæðum sem tilheyrðu Ukraníu frá fornu fari, í hluta af Galesíu var vissulega þýskur landeigandaaðall, en þeir hurfu flestir eftir að bólsévíkar tóku völdin í Rússlandi.
Yfir mörgu má skammast, en það er algjör óþarfi að draga þá sem enga sök bera, inní þá umræðu.
Það er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.8.2017 kl. 13:40
Fyrirgefðu mér, Ómar minn, þennan misskilning.
Ég fór nú reyndar apð hugsa eftir á, hvort þetta hefði ekki verið einhver hálfkæringur eða gálgahúmor í þér -- og hann má ekki vanta
Svara kannski öðru hér, eins og frá vini mínum Daníel.
Blessi þig, félagi.
Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.