3.8.2017 | 01:59
Hve aumt er það íhaldsfólk??
Sem skellir skuldina á þá sem eru gengnir????
Og þá vísa ég ekki á Bjarna, hann fékk ekki uppeldi til að vita betur.
Til að nota afsökun sem fólk gat skilið.
En auðurinn ól upp fáa, hver er afsökun hinna???
Flokkstryggð??
Siðleysi?????
Eða sú skýring sem útskýrir völd Sjálfstæðisflokksins???
Að elliær gamalmenni kjósi það sem var, en er ekki!!
Aðeins sá aumi getur skýrt.
Hve aumur hann er??
Kveðja að austan.
Bjarni tjáir sig um uppreist æru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg forsetinn staðfesti gjörninginn sem fulltrúi þjóðarinar í þessu máli. Hvað hefði gerst ef forsetinn hefði skoðað hvað hann var að fara skrifa undir og í framhaldinu hefði forsetinn neitað að setja nafn sitt á staðfestingar blaðið ?
Mér finnst að það þurfi ekki að breyta miklu í regluverkinu vegna þessa máls annað en það að aðilar sem koma að svona málum lesi málskjölin áður en menn setja nafn sitt undir eitthvað ekki vera eins og blindir kettlingar í vinnunni.
Ég man í hruninu þá var forstjóri tryggingarfélags sem sagði í Kastljósi í beini þegar fréttamennirnir gengu á hann afhverju hann hafði samþykkt eitthvað sem ég man ekki í dag hvað var. Ég man hvað forstjórinn svaraði ekki orðrétt sem var í þeim anda að það væri hans vani að skrifa stundum undir sem hann var beðin um án þess að hann væri að lesa yfir skuldbindingar sem undirskrift forstjórans framkölluðu með veði í eigum tryggingarfélagsins sem dæmi.
Ég var mest hissa í hruninu út af þessu viðtali sem fékk allt og litla athygli hefði kannski verið gott að setja það í skólabækur til að kenna hvað maður á ekki að gera þegar maður fer með ábyrgð á fyrirtæki sem sýslar með mikla fjárhagslega hagsmuni er varðar almannahag í landinu.
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 03:13
Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti var ekki á landinu þegar Árni Johnsen fékk uppreist æru. Það voru handhafar forsetavaldsins sem skrifuðu undir á sínum tíma í því máli líklega í fyrsta skipti sem það hefur gerst á lýðveldistímanum að handhafar forsetavalds komi að málum sem varða uppreist æru með þessum hætti.
Kveðja,Baldvin
Hér fyrir neðan er úrdráttur úr Morgunblaðs frétt sem ég fann á í mbl.is
,,ÁRNI Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hefur fengið uppreist æru vegna 2 ára fangelsisrefsingar sem Hæstiréttur dæmdi hann í hinn 6. febrúar 2003, enda telst hann uppfylla lögformleg skilyrði fyrir uppreist æru. Hafa handhafar forsetavalds því veitt Árna uppreist æru með undirritun sinni, en þeir eru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis
Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær vegna fréttar Fréttablaðsins um málið þá um morguninn. Í tilkynningunni segir að um langt árabil hafi undantekningarlaust verið gerð tillaga til forseta Íslands um uppreist æru, ef umsækjandi fullnægir lögformlegum skilyrðum um að hún sé veitt. Í því samhengi skipti eðli brots eða sakaferill ekki máli, því að eingöngu er litið til þess, hvort skilyrði séu uppfyllt.
Samkvæmt meginreglu um uppreist æru skv. almennum hegningarlögum er hægt að veita uppreist æru að liðnum 2 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin.
Að sögn dómsmálaráðuneytisins telst refsing að fullu úttekin á þeim tíma er reynslulausn er veitt, ef viðkomandi stenst skilorð skv. túlkun reglna um uppreist æru. Þessi túlkun sé í samræmi við ummæli í greinargerð með lögum nr. 16/1976 sem breyttu almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og hefur einnig verið staðfest í 4. mgr. 65. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005. Liðin séu rúm tvö ár frá því að Árni tók refsingu út að fullu og telst hann því uppfylla lögformleg skilyrði til að hljóta uppreist æru.''
B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 03:40
Ég held að Guðni hefði orðið maður að meiri og hann hefði haft þjóðina að baki sér.
Stundum þurfa menn að brjóta blað til að hlutirnir breytist.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 12:13
Aumastir er nú samt þessir menn sem eru svo uppfullir af sorahugsunum að þeim tekst að sannfæra sjálfan sig um að það hljóti að vera barnaníðingshringir starfandi á Íslandi hjá öllum öðrum hópum en leikurum og listamönnum þar sem þeir þekkja samt best til.
Grímur (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 16:31
Jamm og jæja Grímur, þú ert þó ekki upp í kirkjugarði til að leita að blóraböggli, þó ég sjá ekki alveg að bölið batni þó þú tínir til þessa meintu soramenn sem þú segist þekkja.
En kannski kætir það einhvern aumann íhaldsmannin, að hann verði minna aumur fyrir vikið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 18:48
Sæll aftur
Ég les út úr þessu að það sé framkvæmdavaldið sem skoðar hvort umsókn um uppreistn æru uppfylli kröfur þar um samkvæmt lögum sem dæmi að tveir meðmælandur séu komnir á umsóknina. Þegar og ef aðili getur uppfyllt skilyrðin að geta sótt um uppreitn æru er málinu vísar til forsetans eða til þeirra sem fara með forsetavaldið til samþykktar eða ei.
Ég skil ekki umræðuna afhverju verið sé að eltast við Bjarna Ben. forsætisráðherra vegna þessa máls hann hefur ekkert með þetta að gera að svona fór það er forsetans því jú hann samþykkti umsóknina það er engin sem getur eða hefur leyfi til að gera slíkt en forsetinn.
Kveðja, Baldvin
B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 19:48
Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Þakka þér fyrir: Austfirðingur mæti, að taka upp þykkjuna fyrir þessar stúlkur, sem orðið hafa óbermum fylgismanna íslenzkra stjórnmálaflokka ýmissa, að bráð með svo svívirðilegum hætti, sem raun ber vitni.
Báðir tveir - Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson eru lyddur og ómenni af 1° / hrærðu hvorki legg né lið mér til stuðnings, í baráttu minni við Lífeyrissjóða Mafínuna innlendu, á s.l. útmánuðum þó svo:: ég sendi þeim BÁÐUM afrit minna skrifa, sem hvatningu, líkt og til fjölda annarra / innan þings sem utan þess, að þá var þögn þeirra æpandi, sem vitnisburður ragmennzku þeirra, beggja.
En: sem kunnugt er, STELA Lífeyrissjóðirnir svonefndu, a.m.k. 84 - 86% iðgjalda launþega þessa lands reglubundið, sem ennþá sýna þá heimsku og uppburðarleysi, að greiða til þessarra þjófabæla, síðuhafi góður.
Allt - í skjóli alþingis og embættismanna klíku, þessa Djöfullega samfélags, Ómar minn.
En - ég er nú reyndar ekki, búinn að segja mitt síðasta orð, í þeim efnum, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum: austur í fjörðu - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 19:51
.... afsakið: 1.°, átti að standa þar, vitaskuld.
En - líka skrifað, í mikilli bræði / sem og heipt, gott fólk.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 20:04
Ætli það hafi ekki eitthvað með það að gera Baldvin að hann var yfir framkvæmdarvaldinu þegar málið var afgreitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 20:45
Blessaður Óskar.
Þú ert stríðsmaður og þeim fylgir oft orrustugnýr.
En varðandi þennan pistil minn þá rakst ég á þessa frétt á feisinu, og mér hreinlega ofbauð.
Að ætla að skýla sér bak við látna manneskju, það er ekki öllum gefið og heiglum hent.
Hin upprunalega skítafýla flokksgreiðans, er orðin að óbærilegum fnyk.
Sem þarf að lofta út.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 20:53
Komið þið sælir - á ný !
Þakka þér fyrir: Ómar.
Andstyggð mín - á íslenzku samfélagi nútímans, eykst í réttu hlufalli við aðdáun mína, á Taíwan félaga míns, Chiangs heitiins Kai- shek (1887 - 1975) Herstjóra, og þess skipulags, sem hann og Kúómingtang hreyfingin (yst úti á Hægri brúninni) skópu þarlendum Kínverjum / undir merkjum hins raunverulega Lýðveldis þar, um grundir.
Tekurðu eftir Ómar: hvað Keltnesk ættuðu rolurnar (af Skoska og Írska þræla blendingnum) hérlendu, hafa hægt um sig, í hvert sinn, sem ég hefi upp mína raust:: enda, ÞORI ég að standa við hvert minna orða, þar sem um hreinan og kláran sannleika er að ræða, hvort eð er, fornvinur góður.
Með sömu kveðjum - sem þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2017 kl. 22:39
Þú verður seint sakaður um kjarkleysi Óskar en varðandi rólegheitin hér þá er það þannig að það brennur ekki eins á fólki og gerði fyrst eftir Hrun.
Vantar þessa innri glóð sem fær fólk til að takast á um menn og málefni.
Meira að fólk sjái svona ástæðu til að taka undir með pistlahöfundum, eða hnykkja á efni þeirra.
Við lifum válynda tíma en ekki stríðstíma.
Lognið á undan storminum.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 3.8.2017 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.