26.6.2017 | 17:03
Smánin er okkar allra.
Ef við látum vildarvinina, bakhjarlana, alla þá sem borga í Flokkinn, sleppa við ákæru.
En ákærum krakkann á staðnum.
Sem gerði ekkert annað en að vinna vinnu sína.
Vissulega með skelfilegum afleiðingum, en afleiðingin, hið sorglega dauðsfall, var aðeins spurning um hvenær, en ekki hvort.
Og um allt land eru svona tifandi tímasprengjur, og þær verða ekki aftengdar, ef sá sem skipuleggur, sá sem hirðir gróðann, og það almannaeftirlit sem lætur hann komast upp vanrækslu sína, er alltaf stikkfrí.
Hvað þurftu margir að deyja við Silfru áður en skynsamar reglur voru settar??
Hvað með alla ferðamannastaðina þar sem varla krónu er eitt í öryggi, í að afmarka stíga svo þeir haldi, eða annað þar sem einhver hirðir gróðann, en enginn telur sér skylt að borga þann kostnað sem þarf til að mannslíf séu ekki háð rússneskri rúllettu??
Ekki benda á mig segja allir.
Og því siðleysi er síðan veitt syndakvittun með ákæru sem einhver lágt settur fulltrúi, nýskriðinn úr laganámi, með þá ósk heitasta að þjóna kerfinu svo heitt, að hann fái stöðuhækkun, og aur í vasann, gefur út til að breiða yfir ósómann.
Til að beina athyglinni frá þeim sem ábyrgðina bera.
Til að gera hina seku stikkfrí.
Eins og land okkar og þjóð sé hið aumasta bananalýðveli.
Síðan þegja öldungarnir, allir þeir sem penna sínum gætu breytt órétti í rétt.
Látið þá sæta ábyrgð sem ábyrgðina bera.
Vegna sóma okkar og vegna þess að það er hin eina leið til þess að græðgin valdi ekki fleiri dauðsföllum.
En ICEsave sýndi að þessi þjóð á mjög fáa öldunga.
Hún er svo aum, þeir sem gætu, rugga ekki eftirlaunum sínum eða klappinu sem þeir fá ef þeir kóa með siðspillingunni og auðráninu.
Það er eins og enginn siður, engin réttsýni lifi lengur meðal vor.
Aðeins þögnin.
Aðeins hið þegjandi samþykki hennar sem óhæfan sækir sér skjól í .
Og restin að þjóðinni þegir.
Steinþegir.
Kveðja að austan.
Sagt að réttindin væru fullnægjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.