Ríkisstjórn Gosanna.

 

Það má alltaf velta fyrir sér hvort Gosi sé óforbetranlegur raðlygari, eða bara svo óheppinn að vera með nef sem kom alltaf upp um lygar hans.

Að lygin sé hluti af mannlegu eðli sem við kippum okkur ekkert upp við nema hjá Gosa greyinu, hann er svo fyndinn þegar lýgur.

 

Nú er það sannarleg staðreynd að þessi ríkisstjórn sem núna situr er skipuð stjórnmálaflokkum, sem allir sem einn lugu sig til valda með loforðum sem ekki stóð til að efna.

Deilur um Evrópusambandið klauf Sjálfstæðisflokkinn, og núna í dag láta flokksbrotin eins og ekkert sé, þetta er ekki merkilegra mál en það en það er sett á ís, og tekið úr út ísgeymslunni nokkrum dögum fyrir kosningar, svo hægt sé að hafa uppi heitstrengingar til að blekkja kjósendur, enn eina ferðina.

Svo var Björt Framtíð til vegna kröfunnar um breytt vinnubrögð, gegnsæja stjórnsýslu án spillingar og vildarvina. 

Og er síðan hluti af einkahlutafélagi Engeyinga.

 

Alvarlegastur er hlutur Sjálfstæðisflokksins, hann var í fyrri ríkisstjórn, samdi þar plagg sem heitir fjármálaáætlun, kannaðist ekki við það plagg í kosningabaráttunni, lofaði þar öllu því fögru sem menn höfðu hugmyndarflug til að lofa, sveik svo allt eftir kosningar með þeim orðum, að samkvæmt fjármálaáætlun væri annað hvort ekki ætlaðir fjármunir í hin lofuðu útgjöld, eða þau féllu til einhvern tímann þegar obbinn af núverandi gamalmennum sem kjósa flokkinn, væru dauð.

Að fífla elliært fólk er út af fyrir sig ljót hegðun.

En að nota til þess beina lygi, að ljúga sig þannig til valda, er ekkert annað en valdarán hinna síljúgandi raðlygara.

Það var ljóst þegar samgönguráðherra opnaði munninn í fyrsta skiptið og tilkynnti fyrirhugaðar framkvæmdir sínar, þar sem ekkert stefndi við loforð flokksins í kosningabaráttunni, en vísaði í fjármálaáætlun sem væri hans yfirvald og húsbóndi.

 

Þann dag var siðrof milli ríkisstjórnar og þjóðar.

Eða það skyldi maður halda.

En var samt svona ekki nema eins og lítil gára á lygnu stöðuvatni eftir fyrsta grjótið sem lítið barn nær að drífa alla leið.

Því til að siðrof verði þá þarf að vera til hópur sem finnst raðlygin á einhvern hátt vera það ámælisverð að fólk sem laug sig beint til valda, að því sé ekki vært í valdastól.

 

Hann er vissulega til og hann hefur mótmælt kröftuglega.

En þau mótmæli eru um margt rammfölsk, sama fólk varði með kjafti og klóm raðlygi ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, því hún kallaði sig vinstri stjórn.

Hreinn tónn heyrist vissulega, en hann nær ekki að fylla uppí tómið sem hinir síljúgandi stjórnmálamenn hafa náð að skapa í kringum spillingu sína og misnotkun valds í sína þágu og vildarvina sinna.

Flokkshesturinn ver sinn flokk eins og siðblindur væri, fjölmiðlarnir lúta peningavaldi eiganda sinna.

 

Svo kemur Gosi,og við hlæjum af honum.

Nefið maður, nefið.

 

En áttum okkur ekki á að við erum forsenda Gosanna.

Þeir væru ekki skemmtikraftar okkar ef við gerðum þá lágmarkskröfu að stjórnmálamenn okkar segðu eitthvað loðið og óskiljanlegt eins og okkar ágæti borgarstjóri, þegar þeir ætluðu ekki að efna orð sín.

Að þeir fengju sér vinnu við að skemmta, til dæmis í afmælisboðum eða á þorrablótum, en ekki vinnu við að stjórna landinu.

 

Að við áttuðum okkur á að það erum við sjálf sem erum forsenda heiðarleikans.

Að heiðarleiki stjórnmálamanna okkar er samnefnari þess heiðarleika sem við gerum til okkar, og annarra.

 

Það er enginn fullkominn, og jafnvel í himnaríki finnst ekki sá sem hefur aldrei logið, hvort sem það er sér til skemmtunar, eða ávinnings.

Diffið snýst um hvort er reglan, lygin eða sannleikurinn.

 

Sú regla er ljós í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kannast ekki við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband