24.6.2017 | 13:57
Réttlæti yfirstéttarinnr, réttlæti peninganna.
Er að ákæra krakkann á staðnum, en sleppa eigandanum sem ábyrgðina ber.
Þann sem í græðgi sinni virðir engar reglur um öryggi og öryggisreglur.
Vitandi það að hann sleppur alltaf, því sá sem þarf að velja um vinnu, eða vinnumissi, er alltaf hengdur.
Hvað höfum við mörg svona dæmi úr íslenskri útgerðarsögu??
Eða var einhver yfirmaður Impregilo ákærður þegar ungur maður í blóma lífsins var sendur því sem næst útí rússneska rúllettu grjóthrunsins sem gat aðeins endað á einn veg??
Og hvítþvoði ekki svo réttlæti yfirstéttarinnar hinar blóðugu hendur verkkaupans, Landsvirkjunar??
En þetta þarf ekki að vera svona.
Daginn sem frönsk stjórnvöld ákváðu að ákæra þá útgerðarmenn sem sendu vanbúin skip á Íslandsstrendur, í þeirri von að þau sykkju með manni og mús, svo þeir gætu hirt tryggingarbæturnar, þá hættu þeir að vanvirða öryggi starfsmanna sinna.
Það er nefnilega til annað réttlæti en réttlæti yfirstéttarinnar.
Það heitir réttlæti.
Og virkar fyrir alla.
Kveðja að austan.
Ákærður fyrir manndráp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 426
- Sl. sólarhring: 738
- Sl. viku: 6157
- Frá upphafi: 1399325
Annað
- Innlit í dag: 358
- Innlit sl. viku: 5213
- Gestir í dag: 331
- IP-tölur í dag: 327
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.