Morð í nafni laga.

 

Er ekkert annað en dulbúið stéttarstríð milli hinna ofurríku og hins sauðsvarta almennings.

Í Bandaríkjunum er reyndar hinn bláfátæki fjöldi svartur að uppistöðu, og býr við rótgróna fordóma.

Fólk sem er neitað um menntun, sem er neitað um heilsugæslu, sem er neitað um mannsæmandi laun, það býr í slömmum, og er ofurselt einum armi hins svarta fjármagns, dópsölum.

 

Og í hinu algjöra vonleysi vítahringsins, þá gerir það ýmis axarsköft sem beintengja má dópi og dópneyslu.

Og þau axarsköft eru notuð sem réttlæting á örlögum þess.

Jafnvel þegar ófrísk kona er skotin frá börnum sínum.

 

Í Helförinni var réttlætingin sú að þetta var júði.

Í dag er hún sú að hún var svört, og hún var í dópi.

 

Hefði blaðamaður Mbl.is geta haldið hlutleysi sínu ef hann hefði þurft að þylja upp réttlætingu böðla gasklefanna.

Það var ekki þannig að þeir réttlættu ekki gjörðir sínar, og þeir trúðu því sem þeir sögðu.

Það þurfti sið og mennsku til að skilja að gjörðir þeirra voru rangar.

Illar.

Eitthvað sem frásagnar virðast ekki ráða yfir í dag.

 

Því þú gefur ekki illmönnum tækifæri til að réttlæta gjörðir sínar.

Þú fordæmir alltaf gjörðir þeirra.

Og þú fordæmir þá hugmyndafræði sem að baki býr.

 

Þess vegna var nasismanum útskúfað úr mannlegu samfélagi.

Og þess vegna á að útskúfa þeirri hagtrú sem dýrkar Mammon, ekki bara vegna þess að þú átt ekki hjáguði hafa, í eðli sínu er þessi hagtrú ill, byggir á mannvonsku og mannhatri, og hún ræðst að sjálfri tilveru mannsins, mennskunni og sið.

Það er rangt að hefja hana til valda, að láta hana ráða yfir samfélagi okkar.

 

Og við eigum aldrei að kóa með henni.

Kveðja að austan.


mbl.is „Segið nafn hennar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 484
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 6215
  • Frá upphafi: 1399383

Annað

  • Innlit í dag: 410
  • Innlit sl. viku: 5265
  • Gestir í dag: 377
  • IP-tölur í dag: 372

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband