Þegar Engeyjarveldið eignast hlut í kreditkortafyrirtæki.

 

Þá er augljóst mál að einkahlutafélagið, Engey ehf, nýti völd sín til að hlúa að eignum sínum.

Í raun ætti þjóðin að þakka fyrir að Benni frændi hafi ekki stigið skrefið til fulls og bannað allt reiðfé.

Undir því yfirskini að hann væri að berjast við svarta atvinnustarfsemi.

 

En að setja fé í að efla skattaeftirlit, hvað þá að sjá til þess að eftirlitið fái að vinna vinnu sína og stöðvi þá aðila sem eiga allt á vinnukonulaunum, það gera menn ekki.

Slíkt gæti styggt vildarvinina og skaðað flokkssjóðinn.

Þá er betra að herða eftirlitið með smáfuglunum og brauðmolatínslu þeirra.

 

Og slá sig til riddara með innantómu kjaftæði.

Kveðja að austan.


mbl.is Ferðaþjónustan ekki uggandi yfir seðlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir lyftu ESB Viðreisnargenginu og BF viðrinunum til valda?  Genginu og viðrinunuþ sem vilja lögeyri landsins feigan?

Svörin vita allir:  "Sjálfstæðis"flokkurinn.

Það þýðir ekkert fyrir sauðtrygga borgaralega íhaldsmenn að neita því að flokkur þeirra er ekki lengur til.  Hann er flokkur ríkispilsfaldakapítalista taumlausrar græðginnar. Júgrakratar sem blóðmjólka allt og mala allt undir sjálfa sig.  Engan hag bera þeir annan en sjálfra sín, innviðir samfélagsins grotna niður vegna siðblindrar græðgi þeirra.  Þeir eru hvorki góðir né illir, því þeir skilja ekki og nema ekki samkennd eða samhygð með almenningi þessa lands. Það er einkenni siðblindingja. Þeir nálgast endastöð sína.  Fylgið hrynur með hverjum deginum sem líður, neðar og neðar og neðar.  Með þessu áframhaldi má "Sjálfstæðis"flokkurinn þakka djöflinum einum ef þeir ná slefandi í rétt undir 20 prósent fylgi.  Sér grefur gröf sem grefur undan almenningi pg fyrri kjósemdum sínum ... sem blöskrar.  Ríkisstjórn Engeyjar ehf nýtur nú samtals um 30 prósent fylgis.  Það mun minnka emn frekar.  Ríkisstjórn Engeyjar ehf verður aldrei í huga heiðvirðs fólks ríkisstjórn Íslands.  Minnumst þess.   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 00:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er nú það Pétur,.

En hvað segir þetta um hin 70%?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2017 kl. 08:24

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á Íslandi er fjármálaráðherra sem er yfirlýstur andstæðingur lögeyris landsins. Af hverju gengur hann bara ekki alla leið og bannar allt hérlent reiðufé? Skikkar skrílinn til að nota plast, svo ættarlaukarnir geti sleikt smjör af hverju strái, í formi færslugjalda? Taka þetta bara "a la Latin America"! 

Að taka löglega mynt úr umferð er gjörsamlega galin hugmynd, en sýnir svo ekki verður um villst, hvert hið rétta eðli viðreisnar er. Niðurrifsflokkur fúllyndra sérhagsmunapotara, sem dreymir um brusselska blýantsnagaratóla og feit eftirlaun. Allt á kostnað samlanda sinna og sjálfstæðis Íslands.

 Svei og fruss á þessa ódáma.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.6.2017 kl. 08:36

4 identicon

Það er nú það. Ekki gæfulegt, en mér er um margt meira virði að góðir og þjóðlegir íhaldsmenn nái áttum og losi sig við Viðreisnargengið og BF viðrinin.  Það væri góð byrjun til hins skárra.  

Auk þess sem mér finnst lágmarkskrafa að ríkisstjórn sé ekki hægt að mynda nema með a.m.k. 50 prósenta fylgi í kosningum.  Það er kallað lýðræði, ef einhverjir hafa nú þegar gleymt því hvað lýðræði þýðir á mannamáli.

Þeir flokkar sem þessa stjórn mynduðu fengu 46,7 prósent fylgi.  Þeir lafa á einum, einum sem öllum vesalingum innan raða Sjálfstæðisflokksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 08:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir ádrepu þína Halldór.

Það ætti kannski að stinga því að Benna frænda að ganga ennþá lengra í þessu stríð sínu við peninga.  Taka upp kerfið sem reyndist svo vel víða í þorpum landsins hér á árum áður, að láta fólk taka út laun sín í vörum.  Þá var það mjög praktískt fyrir atvinnurekandann, og þó það sé ekki praktískt í dag að allir launagreiðendur reki sína eigin búð, þá mætti sjá fyrir sér svona Norður Kóreskt kerfi, þar sem aðeins væri hægt að versla í vel völdum ríkisbúðum.  Ættarveldið gæti síðan fengið einkaleyfi á reksturinn og eftir það væri hið svarta hagkerfi ekkert vandamál, fjölskyldan ætti bæði ríkisstjórnina og þann hluta hagkerfisins sem launatekjur drífa áfram.

Þeir haga sér stundum þannig eins og þeir eigi allt og megi allt.

Til dæmis að láta allt grotna niður og að auðlegð þjóðarinnar sé auðlegð Örfárra.

Og það eru þessir Örfáu sem vilja lögeyrinn feigan, það auðveldar svo mjög fjárflutninga þeirra, úr landi.

Benni frændi er aðeins málpípa, eða réttara sagt, hluti af þeim hagsmunum.

Því þó Engey eigi ríkisstjórnina þá eru jú vildarvinirnir bakhjarlarnir, og hagsmunirnir sameiginlegir.

En þetta verð ég að fá að endurtaka; "Niðurrifsflokkur fúllyndra sérhagsmunapotara, sem dreymir um brusselska blýantsnagaratóla og feit eftirlaun. Allt á kostnað samlanda sinna og sjálfstæðis Íslands."

Kveðjur suður, að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2017 kl. 09:42

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni fyrir atferlis- og mannfræðinga að finna ástæður þess að læs og menntuð vestræn þjóð sem telst jafnvel framúrskarandi á nokkrum sviðum, geti látið fámenna valdastétt halda öllum almenning þjóðarinnar í fjárhagslegri hengingaról frá vöggu til grafar og það án vopnaðra hersveita.

Hér drýpur enn smjör af hverju strái og ætti að vera nóg fyrir alla.

Jónatan Karlsson, 23.6.2017 kl. 09:46

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þeir lafa á hægriöfgunum Pétur, það er ófögnuður sem mannkynið hefur aldrei séð áður.  Þess vegna skrifaði ég pistil minn um það sem sólin hefur séð áður.

Restin er nú bara eins og hún er, endurspeglar tíðarandann og þá gerð lýðræðisins sem við höfum í dag, það er auðræðið.

Og ég skal alveg játa að mér leiddist ekki góð ríkisstjórn þó hún hefði engan meirihluta.

En hvað um það, það er göfugt verk að lesa yfir hausamótum á góðu og gegnu íhaldsfólki, það er salt jarðar, og andspyrnan gegn ófétum hins svarta fjármagns mun vaxa úr þeirra ranni.

Haltu því bara áfram Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2017 kl. 09:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónatan.

Ég held bara að þetta sé ein af þessum óleysanlegum gátum sem eru þarna úti, einhvers konar X-files og það sé einna helst þau Scully og Mulder sem eigi séns í að ráða hana.

Og varla þó.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2017 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband