Gíslataka á Alþingi.

 

Gíslinn er sameign okkar allra, og áar okkur tóku hann uppá sína arma á Þingvöllum fyrir um 70 árum síðan.

Gíslinn heitir lýðræði.

 

Þrátt fyrir allt þraslyndi þjóðarinnar þá hefur ríkt sátt um lýðræðið, en þó ekki algjör, lítill félagsskapur hægriöfgafólks hefur hatast við það eins og pestina því lýðræði fjöldans skerðir frelsi auðmanna við að fara sínu fram óháð lögum og reglum samfélagsins.

Hluti þessa hægriöfgafólks á sér skjól í Sjálfstæðisflokknum, og það á einn fulltrúa á þingi.

Fyrir gráglettni örlaganna þá var þessi eini fulltrúi gerður að dómsmálaráðherra, og sjálfum sér samkvæmur, þá fór hann að vega að lýðræðinu og stofnunum þess.

 

Með einni leiftursókn tókst honum þrennt.

Eyðileggja trúverðugleika hins nýja dómsstigs, Landsréttar, svo um það mun aldrei ríkja sátt á meðan dómarar sitja í skjóli geðþótta.

Eyðileggja það litla sem eftir var af virðingu Alþingis með því að láta ráðherra ríkisstjórnarinnar neyða þingmenn flokka sinna til að samþykkja geðþóttann.

Afhjúpa vitsmunastig þeirra þingmanna sem fóru í pontu og reyndu á einhvern hátt að réttlæta rökstuðning sem stóðst enga röklega hugsun.  Því eitt er að vera neyddur til að samþykkja, annað er að taka undir órök eins og um rök sé að ræða.  Það gera aðeins fíflin ein.

 

Það blasir við að það lágu engin fagleg rök að baki um að vega og meta hæfni umsækjenda.  Val ráðherra byggðist auðvitað á þeirri forsendu að þeir sem sóttu um embætti dómarar við Landsrétt, hefðu til þess menntun og reynslu, annars hefðu þeir ekki sótt um.

Síðan var lagt kalt mat á stjórnmálaskoðanir fólks, bæði til samþykkis og synjunar og tengsl þess við flokkinn og mikilvæga flokksmenn könnuð.  Loks voru einhverjir meinleysingjar teknir með, svo spillingartengslin væru ekki eins augljós.

Flóknara var matið ekki, og engin ástæða til að halda öðru fram, hvað þá að reyna finna heila brú í brúarlausri rökfærslu. 

 

Réttlæting sem er álíka gáfuleg eins og að segja að ráherra sem ræður í starf þar sem auglýst er eftir menntun og reynslu, en ræður svo bílstjóra sinn með þeim rökum að hann hafi bílpróf, að hann hafi staðið faglega að málum því í auglýsingunni hafi verið tekið fram að umsækjendur ættu að hafa menntun á sínu sviði, helst doktorspróf, og viðtæka starfsreynslu í faginu. Og ráðherra segðist síðan hafa lagt faglegt mat á menntun og reynslu og þetta hafi verið hin faglega niðurstaða hans. 

Allt faglegt nema niðurstaðan, hún stangaðist á við allar forsendur, en þá dugar bara að segja að hún sé vel rökstudd, málið þar með afgreitt.

Staðreyndir, þær skipta engu máli, og nóg er af flokksmönnum þarna úti sem réttlæta allt.  Verja allt.

 

Og þetta er það versta við þann gjörning hægriöfganna að taka Sjálfstæðisflokkinn í óæðri endann.

Það er lítilsvirðingin sem þingmenn sýna þjóðinni, sýna kjósendum sínum, með því að reyna finna einhver rök í rökleysunni.

Ef þeir treystu sér ekki til að segja að þeir hefðu verið neyddir til, og ef þeir treystu sér ekki til að segja satt um forsendur ráðherra, og bent á að þrátt fyrir þær, þá væri þetta allt ágætis fólk, og alveg hæft til verka, þá gátu þeir að minnsta kosti sleppt því að gera sig að fífli.

Því sá sem trúir því að fólk sé fífl, og talar við það eins og það sé fífl, hann afhjúpar aðeins sjálfan sig.

 

Það eina sem er öruggt í máli þessu öllu, er að þegar látið er undan fyrstu gíslatökunni, þá fylgir sú næsta í kjölfarið.

Hvað ráðherra lætur sér detta næst í hug til að fífla flokk sinn og Alþingi, má guð vita.

Það eina örugga er að það muna grafa frekar undan lýðræði landsins.

Veikja stofnanir þess, valda deilum og sundrungu.

 

Því ráðherra er engin veimiltíta, hún er alvöru manneskja sem veit sínu viti.

Eitthvað sem gerir hvíta hrafna algenga í samanburði það er þegar litið er yfir sali Alþingis í dag.

 

Ráðherra mun örugglega finna uppá einhverju.

Og hann mun örugglega komast upp með það.

 

Það er of góður bissness í Engey ehf til að félaginu sé svo glatt slitið.

Því þegar upp er staðið snýst þetta allt um aurinn sem völdin skapa.

 

Þjóðin??

Hvað með hana?

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti tillögur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þessa ágætu upptalningu má bæta að það hvernig málið var sett upp og lagt fyrir Alþingi virðist hafa verið í andstöðu við lög um dómstóla. Samkvæmt sérstöku bráðabirgðaákvæði í þeim lögum sem gildir um þessa fyrstu skipan 15 dómara í hin nýja Landsrétt, hefði tillögu ráðherra átt að skilja sem 15 sjálfstæðar tillögur um skipan hvers dómara fyrir sig en ekki eina tillögu um alla 15. Jafnframt er gert ráð fyrir því að Alþingi eigi að taka sérstaka afstöðu til hverrar tillögu fyrir sig enda segir þar að ef tiltekin tillaga sé ekki samþykkt eigi ráðherra þá að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í stað þeirrar sem var felld. Það er ekki hægt með því að hafa eina atkvæðagreiðslu um allar tillögurnar 15 í einu lagi, eins og var þó gert á Alþingi í dag. Þannig fæst ekki betur séð en að meðferð málsins og atkvæðagreiðslan um það hafi beinlínis verið ólögleg og stjórnskipulegt stórslys kunni að vera í uppsiglingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2017 kl. 23:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Guðmundur.

Ég var einmitt að lesa um þetta í dag hjá pistlahöfundi í Viðskiptamogganum.  Hann einmitt reiknaði með þessum vinnugangi og notaði hann sem einhver mótrök gegn málflutningi Ástráðs Haraldssonar.

Það er ekki öll vitleysan eins hjá þessu fólki.

Að jarða Landsrétt áður en hann fæðist.

Það mætti halda að einhver hafi borgað fyrir þá jarðarför, þvílíkur er hinn einbeitti vitleysisgangur.

Veistu, ég vorkenni dyggum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Í alvöru.

Þeir eiga betur skilið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.6.2017 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband