1.6.2017 | 11:23
Af hverju talar maðurinn ekki mannamáli??
"Langt frá því að vera sannfærður"!!!, segir formaður Samfylkingarinnar um geðþótta ákvörðun spillingarinnar.
Um frændhygli, flokkshygli að ekki sé minnst á að fólk sé látið gjalda stjórnmálaskoðana sinna.
Geðþóttaákvörðun sem vegur að hinum nýja dómsstól, Landsrétti, vængstífir hann strax áður en hann hefur starfsemi sína.
Er formaður Samfylkingarinnar svo samdauna svona óhæfuvinnubrögðum að hann á ekki til sterkari orð í farateski sínu til að lýsa viðbrögðum sínum??
Eða heldur hann að þegar hægriöfgar vega að trúverðugleika stjórnsýslunnar, og skerða um leið traust almennings á dómskerfinu, sem nota bene er yfirlýst markmið hægriöfga, að þá eigi hann að mjálma, því mannamál sé ekki viðeigandi í þingsölum.
Hvað er það??, hvað skýrir svona veimiltítu?
Er það sá nagandi grunur að hans flokkur hefði gert það sama, hefði hann til þess fylgi og tækifæri, eða hafi gert eitthvað svipað á liðnum árum og áratugum?
Eitthvað er það, eitthvað hlýtur að skýra mjálm fjórflokksins, að aðeins Píratar hafa þann manndóm að rísa upp, allir sem einn, og segja;
"Vér mótmælum öll".
Orð sem áður hafa verið sögð.
Gegn geðþótta valdmisbeytingarinnar.
Orð sem þarf að segja þar til síðasti spillingarpúkinn hefur verið hrakinn af fjósabitum Alþingis.
Annað er aðeins samtrygging.
Samspilling.
Kveðja að austan.
Langt frá því að vera sannfærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 1412823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.