1.6.2017 | 07:03
Engey ehf.
Er fjölskyldufyrirtæki sem er í ýmsum rekstri, aðallega að kaupa og selja ýmis peningaleg verðmæti.
Eins rekur fjölskyldan ríkisstjórn Íslands og hefur falið þeim ættarlauk sem illa gekk í viðskiptum, líklegast vegna tíðs minnisleysis, að sjá um þann rekstur.
Rekstur ríkisstjórnarinnar er ábatasamur og hefur skilað fjölskyldunni milljarða í eigin vasa, beint en ekki hvað síst óbeint.
Rekstur snýst um gróða, ekki prinsipp, og forsenda rekstrar er að fyrirtækið haldist starfhæft, jafnvel þó að því sé sótt.
Þegar geðþótti hægriöfga slátrar trúverðugleika Landsréttar, þannig að rétturinn er andvana fæddur, þá segir Engeyingurinn, þessi sem gekk ekki of vel í viðskiptum, að eigin sögn vegna þess að hann vissi ekki hvað hann var að gera, eitthvað.
Hann segir eitthvað.
Og veit eins og er að flokkurinn hlýðir, hann á hann jú.
Skoðum hvað hann segir um þessa gagnrýni Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttarlögmanns;
Jóhannes Karl segir í umsögninni að það sé alþekkt að sumir ráða ekki við freistinguna að skipa vini sína, skoðanabræður og systur eða jafnvel ættingja í embætti. Þeir ganga framhjá þeim sem þeir telja með óheilbrigðar skoðanir á þjóðmálum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna einhverjar sakir við. Síðustu 10 árin hefur réttarkerfið glímt við afleiðingar af skipunum af þessum toga í embætti dómara. Vantraust og tortryggni gripu um sig eftir skipanir í lok árs 2007 með dapurlegum afleiðingum fyrir alla sem í hlut áttu.
... Hann segir það ekki algjörlega bannað að víkja í verulegum mæli frá niðurstöðum dómnefndar, líkt og Sigríður Á. Andersen ákvað að gera. Það sé þó lágmarkskrafa að fyrir því séu færð frambærileg rök sem dugi til að sannfæra Alþingi og aðra um að nefndin hafi komist að rangri niðurstöðu. Með þetta í huga las ég rökstuðning ráðherra fyrir breyttri röðun. Eins og fleiri fékk ég áfall við að lesa þau skrif. Þau uppfylla engar lágmarkskröfur stjórnsýslu um rökstuðning og standast auk þess enga efnislega skoðun. Ráðherra virðist bara segja að hún telji að dómarareynsla eigi að hafa meira vægi en nefndin ákvað og að því sögðu eru einhverjir 24 ónefndir umsækjendur á sama báti. Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþingi.
Jóhannes Karl segir að vandamálið við röksemdir Sigríðar séu að hrókeringar ráðherrans geti alls ekki byggt á þessum forsendum. Þannig hafi umsækjanda sem metinn var númer sjö í mati hæfinefndar, Eiríki Jónssyni, til dæmis verið hent út úr hópi kandídata en aðrir með minni dómarareynslu látnir í friði. Dómnefndin sé því virt að vettugi og allar almennar stjórnsýslureglur látnar lönd og leið.
"Sigríður rökstuddi mál sitt vel".
Þarf eitthvað að hafa fleiri orð um málið?
Ekki hjá Engey ehf.
Kveðja að austan.
Bjarni styður tillögur Sigríðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 1412823
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 170
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér áður fyrr var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 45%
dalaði svo niður í 40%
því næst 35%
svo 30%
og enn heldur fylgið áfram að reitast af flokknum.
Nú er það komið niður í 25%
og ef svo heldur fram sem horfir mun það dala enn frekar.
Það er skiljanlegt og verður æ fleirum augljóst af hverju fylgið hefur hrunið og mun halda áfram að hrynja.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 11:07
Og stuðningur við ríkisstjórn Engeyjar ehf., samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar
mælist í skoðanakönnunum
samtals og einungis 31,4%
Flestir sannir sjálfstæðismenn eru greinilega búnir að gefa flokkinn upp á bátinn og hættir að styðja Engey ehf.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 11:23
Blessaður Pétur.
Ég held að meinið sé að þeir geri það flestir ennþá, en restin af þjóðinni hefur gefist upp á flokknum. Sem er sorglegt því þessi flokkur hefur verið góð kjölfesta í íslenskum stjórnmálum.
Átt marga merka formenn.
En þeir eru óttalega aumir þessir sönnu, einna helst að Trump kallinn haldi á þeim hita.
Þetta er hreint ótrúlegt fyrir flokkinn að lenda í þessu, og þurfa að líða þetta vegna þess að einkahlutafélagið hangir á einum manni.
En ég spái að Óttar Proppe taki sér gott rokksumarfrí, spili víða og vonandi á Eistnaflugi. Mæti svo galvaskur eins og Ástríkur eftir að hann fær sé sopann, og haldi sína góðu ræðu um betri vinnubrögð og betri stjórnsýslu.
Það er sko orð í tíma töluð, og öllum hollt að hlusta á.
Og ræðan aldrei of oft flutt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2017 kl. 11:33
Nei, Ómar minn, Proppé veit sem er að hann er búinn að vera í pólitík,
hangir því á roðinu eins lengi og hann getur.
Það er gæfa Engeyjar ehf.
Björt framtíð er komin niður í rétt um 3% fylgi.
Þar ríkir sem fyrr sjálfhverfan, egótrippið og skælt í beinni og allir sjá í gegnum loddaraháttinn.
Einungis Bjarni, prókúruhafi ríkisins kann að skæla í beinni svo han auki fylgið um pilsnerstyrk, en þó ekki meira
og erfitt að endurtaka það, ekki heldur með því að baka köku.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 11:54
Já, það er nú það Pétur, en það væri nú samt gaman að fá ræðuna.
Svo man ég ekki til þess að Óttar Proppe hafi haldið aðra ræðu.
Ég held meir að segja að hann geti haldið hana án þess að roðna.
Og er ekki einn um það.
Kveðja að ausan.
Ómar Geirsson, 1.6.2017 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.