Er svo erfitt að nota orðið STJÓRNSÝSLUSPILLING??

 

Gagnvart hinu meinta frelsi frjálshyggjukonunnar sem gráglettni örlaganna kom í sæti dómsmálaráðherra þjóðarinnar, að fara sínu fram eftir geðþótta.

Eða lifum við ennþá á hinum fornu tímum þegar vinir og vandamenn voru skipaðir í embætti, algjörlega óháð hæfni þeirra, þeir gátu vissulega verið hæfir, en það var algjört aukaatriði málsins.

Eru þá hin nýju andlit á Alþingi aðeins hin gömlu í grímubúning??

 

Alþingi er aðeins hársbreidd að lenda í ruslflokk hjá þjóðinni.

Það er óþarfi að láta hægriöfga koma því alla leið í þann flokk.

 

Hver mínúta sem líður án þess að ráðherra er settur í skammarkrókinn, er mínúta vansa og vanvirðingar.

Vanvirðingar gagnvart kjósendum þessa lands.

Vansa gagnvart virðingu Alþingis.

 

Alþingi á ekki að láta bjóða sér svona vinnubrögð.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þurfum að klára þetta í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Þetta eru góðar vangaveltur og má segja að þær vekji upp spurningar um spillingu. 

Nú var skipuð nefnd af pólitíkum til að flokka og raða í dómarasæti. 

Ráðherra er ekki sammála niðurröðunni í dóminn og telur sig hafa annað betra mat heldur en nefndin, þó ekki nema í 4 aðilum.

Setja má orðið spilling mögulega á báða aðila. En er betra að treysta pólitískri skipaðri nefnd sem hefur enga ábyrgð eða pólitískum ráðherra sem þó hefur ábyrgð á skipun dómara.

En við að íhuga þetta þá vil ég meina að spillingin er allsráðandi hér á landi, en það er einungis mín skoðun.

Eggert Guðmundsson, 31.5.2017 kl. 18:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Þú veist það mætavel innst inni að þetta er yfirklór hjá þér, sem líklegast einhver í Valhöll var tilbúinn með í gærkveldi til útsendingar. 

Þessi rök hafa dúkkað upp hér og þar í dag, og notuð til að réttlæta það sem menn eiga ekki að reyna að réttlæta.  Sem menn vita og þess vegna taka menn þetta hrátt upp, reyna ekki að vitræna samsuðuna.

Og ef menn reyna alltaf að réttlæta sína menn Eggert þá stenst forsenda þín sem þú gefur þér í lokasetningunni, og hún verður um aldur og ævi.

Reglur og forsendur eru alltaf háðar mati.  En  komi menn sér saman um ákveðið vinnuferli, þá verða menn að virða það, nema þeir geti sýnt fram á að sá sem fékk ábyrgðina, standi ekki undir henni, hafi vikið frá fyrirfram ákveðnum forsendum.

Ef svo hefði verið í þessu tilviki, þá hefði ráðherrann átt að grípa inní, annað hvort senda nefndarálitið til baka, og biðja um endurmat eftir gildandi forsendum, það er ef hann treysti ennþá nefndarmönnum, eða skipa nýja nefnd, og biðja hana um leggja mat á umsækjendur, eftir þeim reglum sem fyrir lágu.

Í engu tilviki getur ráðherra sagt, "ég veit betur, og ég vil hafa þetta svona".  Því honum var ekki falið að meta umsækjendurna.

Ef framkvæmdarvaldið, með stuðningi löggjafavaldsins, vill ákveða sjálft hverjir eru valdir í hitt og þetta, þá setur það einfaldlega lög og reglur þar um, en setur ekki lög og reglur um að einhver óháður aðili eða fagaðili eða hvað allt þetta er kallað, vegi og meti og leggi til, en fari síðan ekki eftir því.

Það er ekki annað hvort eða.

Spillingin felst í geðþóttanum, að fara ekki eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum sem framkvæmdavalið/löggjafavaldið sjálft setti.

Vilji menn hafa ráðherraákvörðun, sem út af fyrir sig er ákkúrat engin spilling, þá setja menn lög og reglur þar um.

Fyrirfram.

Síðan er spilling í hinni spilltu ákvörðun ráðherrans, og það er öllu verra.

En ég er ekki að fjalla um þá spillingu.

Allavega ekki ennþá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.5.2017 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband