Já, þetta er mannvonska.

 

Hrein og klár mannvonska.

Okkur öllum til skammar.

 

Það erum við vestrænar þjóðir, í nánu bandalagi við múslímska miðaldamenn Persaflóans, sem stöndum fyrir aðförinni að Sýrlensku þjóðinni.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi þó megi finna einhverja heimamenn á meðal hinna vopnuðu stríðsmanna. 

Ekki frekar en það var borgarstyrjöld í Sovétríkjunum á milli 1941 og 1944, þegar síðasti þýski hermaðurinn var rekinn úr landi.  Vissulega risu margir þarlendir upp, og börðust með innrásarhernum gegn alræðisstjórn bolsévikanna, en rótin að átökunum var aðkoma erlends innrásarhers.

 

Það sama er uppá teningnum í Sýrlandi, uppistaða vígamannanna er erlendur, þar af þúsundir frá Evrópu.  Fjármagnið sem knýr átökin áfram er erlent.

Ef erlenda breytan er tekin út, þá væri engin flóttamaður frá Sýrlandi á flandri um Evrópu, því það væru engin átök í landinu.

 

Það er kjarninn.

Okkar ábyrgð.

Og við göngumst ekki við henni.

 

Slíkt er mannvonska, og ekkert annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Þetta eru bara börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband