29.5.2017 | 13:45
Þar sem er æska, þar er von.
Og mikil von ef dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla á marga sína líka í þeim fríða hópi sem núna útskrifast frá menntastofnunum þjóðarinnar.
Hann segir það aldrei hafa verið markmið hjá sér að útskrifast sem dúx eða hljóta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Almenna markmiðið er alltaf að útskrifast með sóma. Þannig á það að vera. Þar sem nám er stundað má aldrei myndast vettvangur fyrir samkeppni á milli nemenda þegar kemur að námi hvers og eins. Við erum öll í sama liði og markmið okkar allra er það sama, segir Hilmar Snorri.
Hvenær talaði ráðamaður menntamála síðast um sóma??
En ekki um hagræðingu, samruna, lágmörkun útgjalda.
Hvenær talaði ráðamaður þjóðarinnar síðast um að við værum öll í sama lið, og markmið okkar allra það sama?
Í stað þess að tala um uppskeru einstaklingsins, grímulausa samkeppni, um að við værum ekkert annað en dýr sem lytum lögmálum frumskógarins.
Og hver gefur 30% klíkunni vald til þess að breyta góðu menntakerfi þjóðarinnar í einhvern "skólaiðnað", þar sem markmiðið er ekki að veita gæða menntun í þágu lands og lýðs, heldur að að fá einhvern stimpil á sem skemmstum tíma?
Hver gaf Sjálfstæðisflokknum vald til að ráðskast svona með menntakerfi þjóðarinnar??
Allt í þágu þrengstu hagsmuna frjálshyggjuklíkunnar sem mótar stefnu viðskiptaráðs.
Svarið er 30% þjóðarinnar, að uppistöðu elliær gamalmenni og molbúar landsbyggðarinnar eins og Vestmannaeyingarnir sem fylltu hús til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, vitandi það að þeir bera beina ábyrgð á þessu eina þingsæti sem eyðileggingarstjórnin hefur í meirihluta.
Við erum aum þjóð að láta þetta yfir okkur ganga.
Æska landsins á betra skilið.
Hún á ekki að þurfa að lifa í þjóðfélagi sem er ofurselt lögmálum frumskógarins, þar sem skefjalaus gróðafíkn knýr áfram valdamiðstöðvar samfélagsins.
Og lúta stjórn fólks sem kann ekkert annað en að afmennska allt.
Það er ekkert sem réttlætir ríkisstjórn sem komst til valda með lygum og blekkingum.
Ekkert.
En hún fer ekki sjálfviljug frá.
Kveðja að austan.
Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.