27.5.2017 | 01:49
Costco sannar.
Nýlega frétt um að apinn var til í Evrópu.
En útilokar um leið að mannapinn hafi nokkuð með þá álfu að gera.
Homo sapiens, hinn frjálsborni maður á ekki þá sterku þrá að verða þræll hins stóra.
Hann er ekki Stalínisti sem þráir að vinna og þjóna hinum Örfáu og hinum örfáu fyrirtækjum þeirra.
Apinn hins vegar er hjarðdýr, og þráir það heitt að fá að vera í einni stórri hjörð, helst í búri þar sem mat er annað slagið fleygt til hans.
Engin hugsun, ekkert vit, engin sjálfsvirðing.
Aðeins aumkunarvert ýlfur um að of langur tími leið frá því að fóðrinu var síðast hent inn.
Costco á Íslandi hefur líka sögulegt gildi, sannar að Abraham Lincoln hafði rangt fyrir sér.
Menn eiga ekki að skipta sér að þrælahaldi, þrælahald lækkar vöruverð.
Sem og að Rousseau var vitleysingur, þrælslund er eðlislæg, og hún er forsenda hjarðarinnar.
Hún er elementið sem knýr áfram kúgun fjöldans.
Sem er þversögn því hjörðin er sátt í sínu búri, á meðan einhver gefur henni að éta.
Svo tala menn um stjórnmál, um hagfræði, jafnvel síðfræði ef menn eru rosalega háfleygir.
Og beina öllu sínu tali að hinum vitiborna manni, hinum frjálsa Homo Sapiens.
Skilja svo ekkert í raunveruleikanum.
Að til dæmis fólkið sem rændi okkur og ruplaði, ráði öllu í dag.
Að hagkerfið sem hrundi, hafi verið endurreist í þágu þeirra sem græddu á þjáningum hins almenna manns.
Eins og ekkert hafi í skorið, eins og ekkert hafi gerst.
En öll hin lærðu fræði voru skotin í kaf, daginn sem Costco tilkynnti komu sína til landsins.
Eins og greindur drengur benti á í þessari frétt, tilkynningin var nóg, apahjörðin sá um restina.
En hann sagði það ekki reyndar, lýsti aðeins því sem gerðist, skyldi ekki forsendu atburðanna.
Trúði greinilega lygisögunni um hinn vitiborna mann.
Sá ekki frænda sinn í búrinu í dýragarðinum.
Costco sannar.
Costco afhjúpar.
Þess vegna er Costco lán.
Það ættu allar þjóðir að eiga sitt Costco.
Sérstaklega þær sírændu.
Kveðja að austan.
Allt útpælt hjá Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 293
- Sl. sólarhring: 793
- Sl. viku: 6024
- Frá upphafi: 1399192
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 5106
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, manni varð hugsað til þess að þegar eitt ónefnt fyrirtæki hér á landi aulýsti að sjónvarp sem kostaði hjá þeim fyrir Costco kr. 599900 á kr. 299990 eftir Costco, hvað verslunin á hér á Íslandi er búin að komast upp með okur og rányrkju, siðleysið er algjört og nú þegir verslunin þunnu hljóði og sleikir þegar sárin hún hefur verið svift sinni peninga auðlind í einu vetfangi, og málpípa þeirra sem var dugleg að koma fram í fjölmiðlum í nýliðnum árum og verja óskapnaðinn hefur varla sést þar eftir Costco.
Það vantar að bankakerfið fái sömu útreið og verslunin, að það komi upp einhvert fyrirtæki eins og Costco sem er ekki rekið í hagnaðarskini fyrir fjárfesta heldur þá sem eru framan við borðið, meðlimi.
Kannski er næsta skref að endurreisa sparisjóðakerfið og gera það þannig úr garði að enginn geti keypt það og setja því samfélagslegar reglur og banna hina siðslusu bankabónusa.
kv. Hrossabrestur
Hrossabrestur, 27.5.2017 kl. 06:57
Hugmynd að samfélagsbanka sem rekin væri án hagnaðarmarkmiða var kynnt á vel auglýstum fundi hér í Reykjavík.
Samfélagsbanki er rekinn í Þýskalandi og hefur náð stórum hluta viðskipta launafólks og millistétta.
Á fundinn mættu fulltrúar þessa þýzka banka og kynntu starfsemi hans fyrir fundargestum sem voru ekki óhóflega margir.
Fundargestir fóru ánægðir út og virtust eftirvæntingarfullir.
Blöðin og aðrir fréttamiðlar sýndu þessu engan áhuga og í dag minnist enginn á að stofna samfélagsbanka fyrir fólkið í þessu landi.
Við þurfum ekki svoleiðis banka; Hó Hó !, ......við eigum sko svo mikla peninga
Árni Gunnarsson, 27.5.2017 kl. 07:32
Vonandi fer fólk að kveikja á því að svona samfélagsbanki sem rekinn er án hagnaðarmarkmiða er kannski lausnin til að létta af okkur bankaokinu í ljósi reynslunnar af Costco.
kv Hrossabrestur.
Hrossabrestur, 27.5.2017 kl. 08:52
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.5.2017 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.