13.5.2017 | 13:30
Ef það er ekki fellibylur sem leggur í rúst.
Þá leggjum við til jarðskjálfta, flóð eða jafnvel engisprettufaraldur.
Svo það sé öruggt að rústin ein og sviðin jörð verði hlutskipti þess fólks og þeirra byggðarlaga sem afkomu hafa af þessum forna atvinnuvegi þjóðarinnar.
Píratar benda vissulega réttilega á að aukin gjaldtaka magni upp vandann, og það er vegna þess að bæði ýtir hún á stórfyrirtæki til að afleggja minni starfsstöðvar, sem og sem er mesti kommúnisminn að hún hrekur smærri aðila úr greininni. Sem eins og hjá Stalín, að fólk er neytt til að vinna hjá örfáum stórfyrirtækjum.
En væntumþykja Pírata og samúð með því fólki sem missir vinnu sína, fellur um sjálft sig þegar þeir leggja til leið hinnar grímulausu frjálshyggju, uppboðsleiðina.
Uppboðsleiðin er því marki brennd að hún mergsýgur það sem boðið er upp, því þannig ná menn hagnaðinum, og um það eru ótal mörg dæmi, bæði gömul og ný í gegnum söguna. Menn ættu að spyrja niðursetninga fyrri tíma um ágæti hennar, eða þá sem dúsuðu í enskum fangelsum á þeim tímum þegar rekstur þeirra var boðinn út gegn gjaldi, eða kynna sér kjör og aðbúnað landbúnaðarverkafólks og leiguliða á stórjörðum Norður Ítalíu á síðmiðöldum og byrjun Nýaldar. Nú eða aðbúnað þræla í Nýja heiminum, afdrif skattlanda Rómverja sem boðin voru hæstbjóðenda og svo koll af kolli.
Hvatinn sem leitar að hámarkshagnaði og er festur í sessi með uppboðskerfi, hann hefur aldrei skilað neinu góðu til fólks, en sem slíkur ágæt leið til að hámarka arðinn í vasa þess sem leigir út gæðin.
Frjálshyggja snýst um aur, ekki fólk.
Kerfi sem hugsar um velferð fólks og samfélaga, krefst annarra leiða.
Og þetta skilur fólk.
En ekki frjálshyggjufólk.
Það er augljóst í hvorum flokknum Píratar eru.
Kveðja að austan.
Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 279
- Sl. sólarhring: 824
- Sl. viku: 6010
- Frá upphafi: 1399178
Annað
- Innlit í dag: 237
- Innlit sl. viku: 5092
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandinn er gjörspillt stjórnsýsla, hugsjónalausir stjórnmálamenn, atvinnumenn eiginhagsmunanna
... allt í boði almennings.
Það kraumar eitthvað undir í þjóðarsálinni, vantrúin á kerfinu í heild fer vaxandi.
Byltingarmenn lífsins lesa nú Hobbitann og Hringadrottinssögu og hlusta með öðru eyranu
á Sympathy for the Devil. En sjálfur les ég ekkert, hlusta ekki á neitt, rifja bara upp liðna tíð
og minnist þess að þjóðin hefur sýnt það margsinnis og sannað að hún sýnir ætíð á sér
sínar bestu hliðar þegar mest á reynir og ógnin er orðin ógnvænleg ... það styttist í það, enn á ný.
Ég endurtek:
Það kraumar eitthvað undir í þjóðarsálinni, vantrúin á kerfinu í heild fer vaxandi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 14:35
Ja, þá eru nú fáir eftir Pétur, ef þú ert ekki einn af þeim.
En það er rétt að það kraumar undir, en aðeins kraumar.
Og verður svo á meðan fólk heyrir aðeins rammfalskt ískur sem hvetur það til dáða.
Bara það eitt að gera þá kröfu til meintra byltingarleiðtoga að þeir leggi ekki til að öðrum sé gert það sem þeir vilja ekki að þeim sé gert sjálfum, myndi stórfækka deilum og ágreiningsefnum um leiðirnar að betra samfélagi, þar sem allir geti notið sín.
Hver vill vinna hjá atvinnurekenda sem hefur keypt réttinn til starfseminnar á uppboðsmarkaði, og það aðeins til ákveðins tíma?? Hvernig nær sá atvinnurekandi fyrir þegar útlögðum kostnaði?? Vissulega getur fyrirtæki hans verið vel rekið og gert vel við starfsfólk, en það er innbyggt í uppboðskerfi að mesti aulinn með allt niður um sig býður hæst. Því hann hefur engu að tapa, og finnur ótal leiðir til að koma hluta tekna í eigin vasa.
Hann verður þá gjaldþrota segja menn á móti, þá verða vel reknu fyrirtækin eftir. En lifðu þau á loftinu á meðan??
Þetta hlutskipti vill enginn sjálfum sér, en öðrum, tölum ekki um þessum molbúum sjávarþorpanna, það er alltí lagi. Og þar sem við erum á móti, og móti og móti, þá hljótum við að vera betri en þessir gjörspilltu stjórnmálamenn sem við viljum losna við.
En er það Pétur?? Verða menn betri fyrir það eitt að vera á móti??
En uppboðsleiðin á kvótann hefur einn afgerandi kost.
Hún afhjúpar marga meinta mannvini, og þá ekki bara hið skinheilaga Samfylkingarfólk.
Takk fyrir drápuna Pétur.
En byltingarfólk lífsins les ekki Hobbitann og Hringadróttinsögu, heldur Hringadróttinssögu og Matteus.
Og gerir svo ekkert sem það treystir sér ekki til að segja ömmu sinni þegar þar að kemur.
Það er ekkert flókið við að vernda lífið sem við ólum.
Það þarf bara að gera það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.5.2017 kl. 18:24
Hárrétt athugað Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 18:57
Góðir báðir tveir.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.