Heimur rafeindanna.

 

Sem hefur yfirtekið allt mannlegt samfélag, og hótar jafnvel að gera manneskjuna óþarfa, er óöruggari en íbúð gamallar konu sem læsir aldrei á kvöldin og er full af verðmætum málverkum.

Sem að sjálfsögðu er fyrr eða síðar rænd.

 

Þetta er tæknin sem við treystum á.

Og þetta er tæknin sem á að útrýma hinni vinnandi hönd.

 

Við erum algjörlega háð henni, og það er ekkert mál að skrúfa fyrir hana.

Og koma mannkyni því sem næst aftur á steinöld.

 

Er ekki tími til kominn að staldra við.

Segja að þetta á ekki að vera svona.

 

Það þarf ekki annað en að gera markaðinn ábyrgan fyrir tjóninu, og þá mun hver sú ný tækni sem tekin er í notkun vera örugg í þeirri merkingu að þriðji aðili getur ekki tekið yfir hana.

Greiðslukerfi þannig útbúin að það sé tvöfalt öruggi þannig að viðskiptavinur þarf ekki að glápa á kassann á meðan posinn er úti og svo framvegis.

Því það er þannig, að er hægt er að koma kostnaðinum á viðskiptavininn, þá er öryggi alltaf á hakanum.

 

En á meðan markaðsöflin eiga stjórnmálamenn okkar þá mun ekkert breytast, ekki frekar en með ræningjakapítalistann sem hefur tapið alltaf á sér kennitölu.

En það er ekkert lögmál að stjórnmálamenn lúti auðnum.

Við getum alveg átt þá líka.

 

Þetta er bara spurning um viljann.

Og heilbrigða skynsemi.

Kveðja að austan.


mbl.is Hugbúnaðinum stolið frá NSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 459
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1399358

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband