Hýenan er víða.

 

Í Afríku er sagt að ef hýenan þrífst ekki á landinu, þá þrífist ekkert rándýr þar.

Hýenan er dugleg, hún lifir jöfnum höndum á hræjum eða lifandi bráð, og hún er mikill tækifærisinni, öskuhaugar nútímans hafa reynst kjörlendi hennar.

Samt er hýenan það rándýr sem mest er hatað eða fyrirlitið, og ef fólki mislíkar við einhvern sem notar sér bágindi annarra eða veika stöðu, þá er hann oft kenndur við hýenu.

 

Hýenur eru sem sagt víða, og á einhverjum tímapunkti þarf þjóðina að takast á við þær.

Það er þá sem sýna hegðun sem kennd hefur verið við þessi duglegu rándýr.

 

Hlutabréfabraskarar ráða sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, með örfáum undantekningum þar sem eigendur eiga ennþá rætur í greininni sjálfri.

Hugsanlega eru til elstu menn sem muna eftir tilviki þar sem sjávarútvegsfyrirtæki sótti sér fjármuni með hlutabréfaútgáfu, en það er langt síðan og slíkt var alltaf mjög fátítt.

Hlutabréfabraskararnir eru því afætur, þeir hafa aldrei styrkt greinina á nokkurn hátt. 

Hins vegar eru fjöldamörg dæmi þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru skuldsett uppí rjáfur til að standa undir hlutabréfakaupum eiganda sinna, hvort sem þeir yfirtóku fyrirtækin, eða þurftu að kaupa aðra eigendur út.

Með öðrum orðum, braskið eða baráttan um eignarhaldið sýgur fjármuni út úr greininni, veikir fyrirtækin og kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun tækja og tóla.

 

Síðan eru það arðgreiðslurnar sem þykja svo sjálfsagðar að enginn hefur orð á þeim lengur.

Rökin eru að hlutabréfabraskararnir eigi að fá arð af fjárfestingu sinni, þeir gætu til dæmis átt peninga sína inná bók og fengið af þeim vexti.

Það seinna er rétt, en hver bað þessa menn um að fjárfesta í sjávarútveginum til þess eins að græða á.  Þeir þurftu þess ekki, þeir þurfa ekki að mjólka þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

Það er ekkert sem segir það nema bábiljan ein, sama eðlis og þegar prestar Azteka byggðu völd sín og auð á þeirri bábilju að mannsfórn væri forsenda sólarupprásar.

Mammonsdýrkun krefst reyndar ekki blóðs, en vílar sér ekki að fórna lífsafkomu fólks ef gróðinn er í húfi, eða sem er enn siðlausara, svo hægt sé að mjólka meira, sjúga meiri fjármuni úr heilbrigðum fyrirtækjum.

 

Grandi er nýbúinn að greiða út háan arð til hluthafa sinna.

Núna rekur hann fólk, sviptir það lífsafkomu sinni.

Rífur einn öxul úr hjóli atvinnulífs Akranes, rótgróins sjávarþorps til áratuga.

 

Grandi hefur fyrirgert rétt sínum til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar á meðan núverandi eigendur ráða fyrirtækinu.

Það á að svipta Granda veiðiheimildum sínum og dæma stjórnendur þess til skóggangs.

 

Sólin hélt áfram að koma upp þó blóðfórnir illmenna voru stöðvaðar.

Sjávarútvegur á Íslandi mun lifa áfram góðu lífi þó braskarar hafi hann ekki að féþúfu.

 

Það er mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is 86 sagt upp störfum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grandi er hlutafélag. Það þýðir að þér er frjálst að selja allar þínar eigur og kaupa hlut í fyrirtækinu. Þá getur þú mætt á aðalfundi og kosið um rekstur og framtíð fyrirtækisins. Það er hjáróma sú rödd sem engu vill hætta.

Miðað við arðgreiðslur og hlutabréfaverð þá hefðir þú bara tapað 3% ef þú hefðir keypt fyrir ári síðan. Og svo ef þú verður mótfallinn því að tapa peningum þá getur þú selt þig út úr greininni og sett peningana annað, en það er illa séð og talið jaðra við landráð.

Þú ert einnig akkúrat rétti maðurinn til að leggja allt undir til að stofna og reka sjávarútvegsfyrirtæki. Þú sérð stóran gróða þar sem aðrir sjá tap. Eða ert þú bara í því að gagnrýna þá sem þora?

Espolin (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 17:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Espolin.

Ég held sé leitun af innleggi hjá mér sem er jafn mikið út úr kú og það sem þú settir hér inn í þjónkun þinni. Þó hef ég marga vitleysuna lesið.

Hvaða tilvísun hefur þú í pistil minn að ég sé að fjalla um löngun mína til að eiga hlutabréf í Granda?

Jafnvel þó þú væri nafni þinn endurborinn, og skyldir aðeins hálfdönsku 18. aldar, þá kemst þú samt ekki hjá því að skilja þessi orð;

"Hlutabréfabraskarar ráða sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, með örfáum undantekningum þar sem eigendur eiga ennþá rætur í greininni sjálfri.

Hugsanlega eru til elstu menn sem muna eftir tilviki þar sem sjávarútvegsfyrirtæki sótti sér fjármuni með hlutabréfaútgáfu, en það er langt síðan og slíkt var alltaf mjög fátítt.

Hlutabréfabraskararnir eru því afætur, þeir hafa aldrei styrkt greinina á nokkurn hátt. 

Hins vegar eru fjöldamörg dæmi þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru skuldsett uppí rjáfur til að standa undir hlutabréfakaupum eiganda sinna, hvort sem þeir yfirtóku fyrirtækin, eða þurftu að kaupa aðra eigendur út.

Með öðrum orðum, braskið eða baráttan um eignarhaldið sýgur fjármuni út úr greininni, veikir fyrirtækin og kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun tækja og tóla."

Hvað er svo flókið við þetta??

Og ertu síðan að æfa þig fyrir uppistand þegar þú slærð þessu fram??; "til að leggja allt undir til að stofna og reka sjávarútvegsfyrirtæki."

Veistu um eitt dæmi þar sem hlutabréfabraskari hefur stofnað og rekið sjávarútvegsfyrirtæki??

Lagt í það eigin fjármuni??

Það væri gaman að fá dæmið, Geirfuglinn ætti þá ekki að vera einn uppá hillu í Þjóðminjasafninu.

Eða er þetta bara frasi sem stóð í handbókinni í vinnunni.

"Koma svo strákar, núna þurfum við að hjálpa Granda, þeir borga vel!!"

Eða hvað?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 17:27

3 identicon

Sæll Ómar.

Læt duga að senda þennan link sem útskýrir spurninguna mína hér neðar

https://www.youtube.com/watch?v=x49NwjnwDUw

Hver er stóra Ljónið sem tekur á hýenunum á Íslandi í dag?

Kveðja,Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 18:45

4 identicon

Fyrst engu þarf að hætta og ekkert að leggja undir hvers vegna átt þú þá ekki sjávarútvegsfyrirtæki? Hvers vegna stendur þú ekki í fæturna? Greinilega skortir ekki áhugann og öfundina á þeim sem eiga sjávarútvegsfyrirtæki. Eða ert þú bara svona óupplýstur ómerkingur sem ekkert getur og ekkert kann, með ranghugmyndir og djúpstæða þörf fyrir að vera lúser?

Espolin (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 18:46

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Án þess að ég sé að verja þessa ákvörðun, þá hefur mér allataf fundist

það stórfurðulegt að engin skip frá Granda hafa landað fiski á Akranesi

í mörg ár. Heldur er hann keyrður úr Reykavík í trukkum til vinnslu þar.

Svo er verðmætið keyrt aftur í trukkum til Reykjavíkur. Grandi er með

eina þá bestu fiskvinnslu línu í Reykjavík og þessi flutningur til

Akranes framm og til baka, í tæki sem skila miklu lélegri nýtingu, er

bissness séð, fáránlegt.

Það þarf bara að breyta þessu þannig að byggðirnar í landnu, hafi sinn

kvóta og ekki hægt að framselja eða koma honum úr byggð.

Þá fyrst færum við að sjá öll þessi sjávarpláss rísa á ný.

Meðan þetta situr á örfárra höndum, þá fer sem fer.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.5.2017 kl. 19:17

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það er ekki víst að þú komir viti í þessa umræðu þar sem segja má að hugtakinu "þeir fiska sem róa" hafi verið snúið á haus. Og svo koma menn eins og aumingja Epsolin fá ekki skilið að enginn markaður væri fyrir arðsemivædda afskriftafjárfesta ef ekki kæmi til gjafakvótakerfið, og heldur jafnvel að það að þiggja gjafir séu fórnir á við að leggja allt undir.

Magnús Sigurðsson, 11.5.2017 kl. 19:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Espolin.

Það er lágmarkið að ef þú þykist ekki skilja nútímaíslensku að tala þá samtímamál þitt, það gæti líka útskýrt frasana sem vella út úr þér.

Nema athugasemdakerfi mitt hafi sárasaklaust lent í miðri kjaradeilu á milli þín og þess sem gerir þig út.  Og þú viljir sýna honum að hann fái það sem hann borgi fyrir.

Gæti verið, gæti verið, en af hverju sleppir þú þessu ekki ef þú ert svona óánægður með kjörin?

Bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 22:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldvin.

Ég held að það sér bara eitt stórt ljón á Íslandi.

Og það er samtakamáttur þeirra sem eru búnir að fá nóg.

Þeir sameinist um það sem þeir geta sameinast um, svona á meðan ræningjakapítalismanum er pakkað ofaní pækil og sendur langt út í buskann, aðra leiðina.

Líklegast er stóra ljónið fjarverandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 22:29

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Eiga menn ekki bara hlutabréf í flutningafyrirtækjum??

En án djóks þá held ég að það sé almenn samstaða í Exel skjölum að flutningur sé ekki kostnaður.

Annað getur ekki skýrt þessa flutninga út og suður, þvers og kruss, út um allan heim.

En það breytir ekki innihaldi þess sem ég er að segja, sem og á einhverjum tímapunkti verða menn að hætta að leggja niður byggðir.

Ég segi eins og Steinn Steinar, Ekki meir, ekki meir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 22:36

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég hef aldrei hugsað þetta með gjafirnar, að maður leggi allt undir með því að þiggja þær.

En það er eitt sem þessir stráklingar fatta ekki, og það er að ef fólk fylgist þokkalega með umræðunni í nokkurn tíma, þá þekkir það frasana sem dreift er miðlægt á fjölrituðum blöðum.

Það er greinilega skítadjobb að vera skítadreifari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2017 kl. 22:44

11 identicon

Sæll.

Espolin hefur mikið til síns máls.

@Espolin: Ég hef stundum átt orðastað við hinn ágæta Ómar G hér og það sem ég sá fljótlega var hann getur ómögulega haldið sig við efnið. Ef hann er spurður beinna spurninga fást aldrei heiðarleg málefnalega svör. Ég veit ekki alveg hvort það er vegna þess að það er enginn heima eða til þess að hann þurfi ekki að skipta um skoðun. 

Málið er auðvitað að vinstri stefnan gengur út á öfund. Það er auðvelt að æsa upp öfund í fólki. Þeir sem græða og eiga pening hljóta auðvitað að eiga þessa peninga á kostnað einhverra annarra þannig að hinir ríku gera aðra fátæka. Það er málflutningur sem heldur engu vatni.

Það sem Ómar og vinstri sinnar skilja ekki er hve mikið kapítalisminn hefur gert fyrir hinn vestræna heim. Opinber afskipti af atvinnulífinu er alltaf af hinu slæma.

Stjórnmálamenn hérlendis horfa öfundaraugum til sjávarútvegsins og vilja taka meira fé þaðan í sín vonlausu gæluverkefni svo þeir nái nú kjöri aftur næst. 

Ég finn til með fólkinu sem missti vinnuna en það er líka slæmt að reka fyrirtæki illa. 

Helgi (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 11:08

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, farðu nú ekki að segja mér að þú skiljir ekki heldur nútíma íslensku, þú hefur þér það ekki til afsökunar að kenna þig við sagnritara sem var uppí á þeim tíma þar sem niðurlægingu íslenskunnar var sem mest.

Og það er ljótt hjá þér að segja að þú fáir aldrei heiðarleg málefnaleg svör, ég bað þig bara kurteislega að virða tímatakmarkanir mínar og spyrja ekki sömu spurningarinnar oftar en þrisvar.  Það var af gefnu tilefni, þegar ég hafði svarað sömu spurningarinnar 25 sinnum eða svo, þá sá ég að þetta gekk ekki.

Síðan leiðist mér sá ávani að ef menn geta ekki klárað þráð, að þeir dúkki upp aftur með sama umræðuefnið, sem þeir treystu sér ekki til að klára.

Ertu til dæmis ekki búinn að gúgla hvaða hagfræðiskóla þeir tilheyra sem hönnuðu hugmyndafræðina að baki fjórfrelsinu??  Kom marxísk hagfræði eitthvað þar við sögu??

Líttu í eigin barm Helgi, og taktu þig svo taki. 

En það breytir því ekki að mér þykir ákaflega vænt um innlit þín, þú ert maður skoðana þinna.

En farðu samt að skilja það að afætur og ræningjar, hafa ekkert með borgarlegan kapítalisma að gera.

Uppreisn borgarstéttarinnar á sínum tíma, beindist meðal annars gegn þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 11:29

13 identicon

Er ekki hægt að svifta HB Granda veiðiheimildunum sem þeir hafa af stórum hlut eignast á fölskum forsendum ??

Geir Jón Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 12:40

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur verulega mikið farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þeim sem heldur að kvótakerfið sé ekki "opinber afskipti af atvinnulífinu". 

Magnús Sigurðsson, 12.5.2017 kl. 12:59

15 identicon

Það er súrt að vera að missa fiskinn sem HB tók frá Sandgerði og það sem Grandi flutti upp á Akranes við sameininguna. Það verður ekki eftir annað en rúmlega sá kvóti sem upprunalega var á Akranesi. Greyin eru að missa það sem þeir tóku frá öðrum og er þeim svo kært. Afsakið að ég skuli ekki skæla.

Gústi (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 13:05

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gústi.

Veistu, ég óska þess innilega, þín vegna, að þú hafir þegið laun fyrir þessa aumu athugasemd.  Þessi þráður er það gamall, og þetta blogg svo lítið lesið, að það þarf virkilegan vilja til að mæta á þessum tímapunkti, til að vera svona mikill auli.

Ef ekki, þá áttu mikið bágt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 18:12

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir Jón.

Ég legg svona til að við sjáum þetta í stærra samhengi, að þeir sem haga sér svona, mjólka fyrirtækin, og segja síðan upp fólki, að þeir séu sviptir réttinum til að nýta hina sameiginlegu auðlind þjóðarinnar.

Að þeim sé hent út eins og hverju öðru rusli, og fyrirtækinu sé skikkað tilsjónarmaður, sem í fyrsta lagi sé maður, og í öðru lagi, kunni að reka fyrirtæki án þess að mergsjúga þau.

Síðan má finna nýja eigendur.

Tek þetta fram, því þetta á ekki bara við Granda.

Heldur að þetta sé reglan, frá og með deginum í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 18:17

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Magnús.

Kosturinn við að vera auli er sá, að það er ekkert á milli eyrnanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 18:21

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Úff.

Mér var sagt að Akraneskaupstaður væri nú að taka við afleiðingum af því kvótaráni sem Grandi stal frá Sandgerði til Akraness einhvertíma í hittí-fyrra eða hittí-hittí-fyrra. Sumir eru fastir í þessu villimanna"viskunnar" vanþróaða rugli: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Hvers á verkafólkið að gjalda?

Það datt allt í einu mjög snöggt út úr mínum óritskoðaða og hvatvísa talanda að þótt ég dræpi mann, þá væri ekki þar með sagt að aðrir mættu þess vegna með réttlætanlegum hætti fremja sama glæp. Þ.e.a.s. að drepa mann í "skiptum" fyrir mann sem var drepinn.

Einhversstaðar verður þessi hefndarpólitík að stoppa, ef siðmenntuð þróun á að vera raunverulega takmarkið.

Helsjúk siðblinda má ekki ráða ríkjum lengur,  ef ekki á að ganga endanlega frá öllum banka/lífeyrissjóðanna skatta/þjónusturíkissvikanna rændum og sundruðum fjölskyldum.

Þetta snýst ekki bara um fiskveiðiruglið, heldur allt annað óverjandi ruglið á Íslandi. Að brenna heimili ofan af fjölskyldum á ábyrgðarlausan bankaræningjahátt án tryggingabóta, ætti að vera tryggingarfélögum, bönkum, lífeyrissjóðum, lögmönnum og dómsstólum umhugsunarefni, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Bankar brenna húsnæði ofan af fjölskyldum, sundra fjölskyldum, og drepa fólk svo í fátæktargildrum varnarleysis, í lög/dómstólavarnar-"réttarríkinu" Íslandi? Brunatryggingar og slökkviliðin og björgunarsveitirnar myndu líklega ekki hafa leyfi til að bjarga húsnæðisrændum frá því að krókna á götum "réttarríkisins siðmenntaða" og steinsteypunnar bankarænda?

Skömm þeirra sem verja svona bankaræningjasamfélag hins skepnulega og opinbera níðingavalds árið 2017 verður skráð í alheimssögubækur sálarminnis allra eilífra og ódauðlegra sálnanna.

Það eru sem betur fer ekki siðblindir lögfræðingar og djöflaspilavítis-kauphallar tollstjórar á jörðinni, sem stjórna í alheimsorkugeimsins tilveruvíddunum utan jarðarinnar.

Það er vissulega til raunveruleg von handan við móðuna miklu. Takk fyrir það segir aulinn ég, sem aldrei hef kunnað að fóta mig í þessa umgangs jarðvistarvegferð. Það er ekki pláss hér á jörðu, fyrir okkur sem ekki erum tærir bankaráns snillingar og blekkjandi heimsveldisforstjóranna þjónandi ræningjar.

Lífið er saltfiskur, eða þannig. Saltfiskteikning á Píratafána Brusselsins getur víst engu bjargað? Portúgalskur saltfisk-baggalá í stjórnmálunum "lýðræðislegu" á Íslandi?

Ég vorkenni þeim sem eru neyddir að verja þessa villimannaskipulögðu heimstortímingarstefnu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2017 kl. 01:00

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Annað.

Þú ert með þetta, algjörlega.

Enda vitur kona.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2017 kl. 11:24

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Datt í hug að setja inn þessa vangaveltu mína.

Er það möguleiki að Grandi sé að reina að koma launum við vinnslu fiskaflans niður í þrælalaun?

Eg býst við því að starfsfólk á Akranesi hafi verið að vinna undir launasamnings verkalýðsfélags, þegar að starfsemin verður gerð í Reykjavík þá opnast fyrir að hægt sé að nota verktakaleigur til að vinna fiskinn og hvaðan koma flestir verktakar? Jú erlendis frá á þrælalaunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.5.2017 kl. 17:45

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Góð pæling en á sér ekki stað í íslenskum raunveruleik.

Það hefði reyndar mátt setja upp þá samsæriskenningu að Grandi hefði flúið Akranes vegna þess að þar í bæ er síðasti verkalýðsleiðtogi landsins, sem virkilega stendur vörð um kjör sinna umbjóðenda.

En raunveruleikinn er sá, að það eru tvær vinnslur í raun á sama atvinnusvæðinu, það er báðar eru við Faxaflóanna, sem báðar geta afkastað það sem hin er að gera.  Og ég held að sú í Reykjavík sé á einhvern hátt hagkvæmari en sú á Akranesi.  Veit samt ekki, kannski er bara útstöðinni fórnað.

Ef þú hefur lesið pistla mína vel, þá sérðu mig sem slíkan ekki gagnrýna hagkvæmisrök Granda. Heldur nálgun hluthafa, sem og að auðlindarentan í sjávarútvegi er það mikil, að það þarf ekki að rugga bátnum.

Friður um kerfið er mikilvægari en útstreymi fjármagns úr henni.

Síðan í stærra samhengi er það manneskjulega samfélag sem ég þrái.

Ég trúi nefnilega á hið góða í heiminum Jóhann, og sigur þess.

Þannig er það bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2017 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband