Ríki í ríkinu.

 

Þegar valdamesta embættið í öflugasta ríki heims fer sínu fram án tillits til hinna hefðbundnu leikreglna, þá er eitthvað mikið að hjá viðkomandi ríki.

Ef það kemst upp með einræðistilburði sína, verður ríki í ríkinu, þá er það orðið ógn við lýðræðið.

Og enginn veit hvað gerist næst.

 

Svo má ekki gleyma að svona byrjaði þetta hjá þeim mönnum sem hófust til valda í lýðræðislegum kosningum, en notuðu svo völd sín til að fyrirkoma lýðræði viðkomandi lands, og gerðu sjálfa sig að einræðisherrum.

Þeir tóku alltaf fyrsta skrefið.

Og svo næsta.

Og svo koll að kolli.

Einræði hefur aldrei orðið til á einni nóttu.

 

Við þekkjum þetta ferli í Tyrklandi, þar sem íslamskur öfgamaður er langt kominn með að hrifsa til sín öll völd.

Og ef við sleppum að minnast á manninn sem má ekki nefna, eða þann sem kom aðeins á undan honum, að þá er gott að rifja upp hvernig ferill Napóleons þriðja Frakkakeisara hófst.

Og það var nákvæmlega svona, fyrst var hann kosinn fyrsti forseti annars franska lýðveldisins, 1848, og um leið sá síðasti, því hann lét krýna sig keisara 4 árum seinna, eða 1852. 

Hann komst upp með fyrstu einræðistilburði sína, svo leiddi eitt af öðru.

 

Hvort Trump forseti muni enda sem Trump fyrsti, skal ósagt látið.

Ef hann kemst upp með gerræði sitt í dag, þá verður eitthvað annað á morgun.

Því sjálfhverfir menn eins og Trump sjá aðeins einn tilgang í lýðræði, og það er að nota það sem tæki til að fá æðstu völd. 

Síðan er þeirra höfuðmarkmið að fyrirkoma því.

 

Ekkert að óttast segja margir.

Bandarískt lýðræði virkar.

En ef svo væri, þá hefði Trump aldrei orðið forseti.

 

Fólk gleymir því nefnilega.

Frumbresturinn, sá sem sprungurnar dreifast út frá á síauknum hraða, hefur þegar orðið.

 

Og ef sterk hagsmunaöfl sjá sér hag í að bakka hann upp, þá fer Trump alla leið.

Þar er efinn.

 

En hann er sá eini.

Kveðja að austan.


mbl.is Enginn sérstakur saksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 896
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 789
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband