9.5.2017 | 11:44
Lífið vill lifa af.
Þess vegna dúkkar alltaf upp fólk sem hefur mannúð og mennsku í fararteski sínu.
Sem vill samræðu, ekki ofbeldi.
Sem vill réttlæti kærleikans, ekki óréttlæti sígræðginnar.
Í landi þar sem tugmilljónir eiga heima í skotfæri þúsunda fallbyssa alræðisstjórnar sem engu mun eira, sé að henni sótt, þá skiptir máli að samræðan drífi áfram samskipti, en ekki tilraun til að toppa geðveiki alræðisstjórnarinnar.
Vissulega þurfa menn að verja hendur sínar, en menn eiga ekki að ýta undir hernaðarskak sem mun kosta milljónir lífið.
Ekki ef maður er manneskja, ekki ef maður metur manngildið ofar öllu.
Síðan er það furðulegur fréttamáti að kalla slíka manneskju vinstrisinna, að gefa í skyn að aðeins þeir sem þekki til rita Marx og Engels geti tekið lífið fram yfir dauða.
Fólk fram yfir auð.
Frelsi fólks til að lifa mannsæmandi lífi fram yfir frelsi auðsins til að hafa samfélög fólks af féþúfu.
Það er eins og menn séu svo samdauna mannhatri frjálshyggjunnar að þeir trúi að allt gott í þessum heim sé kommúnismi, að Marx og Engels knýi áfram drauminn um fagurt mannlíf, um gott samfélag.
Það er eins og menn viti ekki lengur um rætur vestrænar menningar.
Hafi ekki heyrt getið um kristnina og boðskap hennar.
Dauði og djöfull eru ekki inntak siðmenningar okkar.
Sjálftaka og sígræðgi Örfárra er ekki forsenda tilveru okkar.
Þvert á móti, þetta eru vörðurnar á leiðinni til heljar.
Fögnum því veðrabrigðunum í Suður Kóreu.
Og biðjum um þau annars staðar.
Biðjum að heiminum verði ekki stjórnað af fólki sem telur kærleik vera villu í ríkisbókhaldi svo ég vitni í eldpredikun Kára Stefánssonar.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Þetta á ekki að vera svona.
Kveðja að austan.
Vill samtal við Norður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er dapurlegt til þess að vita að "Sjálfstæðis"flokkurinn skuli nú helst standa fyrir gróðavæðingu í gegnum ríkið
og nú á örvasa fólki og sjúklingum ... er hægt að leggjast lægra í vinavæðingingunni og pilfaldakapítalisma nýfrjálshyggjunnar
og vera þar að auki þeir vesalingar að beita þar helst fyrir sig snataræflinum Óttarri Proppé í ESB "Björtu framtíð" ?
Nei, lægra verður ekki sokkið, enda reitist nú fylgið af "Sjálfstæðis"flokknum sem eitt sinn var um 45%, fór svo í 40%,
því næst 35%, svo 30% og mælist nú um 25% ... með sama áframhaldi verður hann innan tíðar 10% flokkur
pilsfaldakapítalisanna einna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 13:17
Það er vissulega dapurlegt Pétur, en svona er þetta bara. Til lengri tíma litið hafa últra hægri flokkar, sem viðurkenna aðeins rétt fámennra yfirstéttar til gagns og gæða samfélagsins aðeins haft fylgi á bilinu 5-10%. Velferðarflokkarnir til hægri, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður en hann varð endalega að fjölskyldufyrirtæki, voru hins vegar með 30-55% fylgi, og komu mörgu góðu til leiðar.
En menn í bissness hugsa ekki svona, þeir flytja bara auð sinn úr landi eftir velheppnaða viðskiptafléttu. Þeim er nákvæmlega sama um rústirnar sem þeir skilja að baki sér, hvort sem það er flokkurinn eða efnahagurinn.
En hér er allt í blóma þangað til þeim tekst að snúa niður ferðamannaiðnaðinn, þá verður eitt stórt BÚMM.
En vinur vors og blóma þarna vestur frá, mun kannski sjá til þess að hvorki við eða þjóðin þurfum ekki neitt sérstaklega að láta Engeyinga fara í taugarnar á okkur, það er alvara lífsins útvegi mun stærri áhyggjuefni.
Spurningin er hvort barnfóstrurnar dugi til að hafa hemil á honum.
En Kári er með þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.5.2017 kl. 14:01
Já, Kári er með þetta eins og opið bréf hans er til marks um, þörf lesning fyrir gamla íhaldsmenn að lesa og soyrja sig hvort þeir eigi enn samleið með viðurstyggð Junior Bjarna og fjölskyldufyrirtækisins sem Steingrímur Joð endurreisti að verulegu leyti, sem gaf þeim færi á að færa út kvíarnar sem aldrei fyrr. Tek mér það bessaleyfi að vitna orðrétt í bre´f Kára:
"Það má leiða að því rök að þegar bæði forsætis- og fjármálaráðuneyti séu á einni og sömu hendi ráði sú hönd landinu. Í dag eru þessi ráðuneyti undir stjórn tveggja manna sem eru að vísu ekki í sama stjórnmálaflokki en úr sömu fjölskyldu. Afleiðingin er sú að þeir haga sér eins og lýðveldið Ísland sé fjölskyldufyrirtæki. Það endurspeglast meðal annars í því að þegar bent er á að það kunni að vera hagsmunatengsl fólgin í því að fjölskylda þeirra sé í miklum og vaxandi viðskiptum við ríkið halda þeir því fram að um róg sé að ræða enda hvernig geta það talist hagsmunatengsl þegar menn eru í viðskiptum við sjálfa sig. Þeir eru einfaldlega að flytja fé úr einum vasa sínum (ríkis) í annan vasa sinn (fjölskyldu). Með þessum orðum er ég ekki að segja að þetta sé að gerast heldur einungis að svona líti þetta út. Og ráðherrunum tveimur virðist sama.
Víkur nú sögunni að heilbrigðismálum:
Á síðasta ári tjáði samfélagið sig skýrt og kröftuglega um heilbrigðiskerfi landsins, kvað það laskað og ekki þess umkomið að sinna hlutverki sínu. Landspítalinn, sem er miðtaugakerfi heilbrigðisþjónustunnar, var að mati samfélagsins illa tækjum búinn, illa menntur og ekki fjármagnaður til þess að sinna hlutverki sínu. Sjúklingar þjáðust út af þessu og gera enn og það er líklegt að einhverjir hafi ónauðsynlega dáið fyrir aldur fram vegna þess að við sveltum heilbrigðiskerfið að því marki að það gat ekki lyft höfði frá kodda.
Samfélagið krafðist þess að forgangsröðun í ríkisfjármálum yrði breytt og heilbrigðiskerfið endurreist. Áttatíu og sex þúsund og fimm hundruð manns skrifuðu undir áskorun þess efnis til Alþingis. Með örfáum undantekningum voru Íslendingar sammála um að mikilvægasta verkefni samfélagsins væri endurreisn heilbrigðiskerfisins og það mætti miklu fórna til þess að það tækist. Fyrir kosningar hétu leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna því að þeir myndu einhenda sér í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins ef þeir enduðu í ríkisstjórn.
Nú höfum við búið við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í þrjá og hálfan mánuð og hún hefur lagt fram fimm ára áætlun ríkisfjármála, sem segir það svart á hvítu að hún ætli ekki að standa við fyrirheitin um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Í stað þess að láta meta vandræði kerfisins, ákveða hvað þurfi til þess að leysa þau og reiða það síðan fram vill ríkisstjórnin skammta kerfinu ákveðna fjárupphæð á ári hverju sem miðast við eitthvað allt annað en endurreisn þess. Stjórnendur Landspítalans halda því meira að segja fram að áætlunin geri ráð fyrir niðurskurði. Fjármálaráðherra heldur því fram að svo sé ekki. Eitt hljóta menn þó að vera sammála um, að áætlunin ríkisfjármála ber ekki með sér hinn minnsta vott um þá myndarlegu uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem þjóðin hefur einróma kallað eftir og henni var lofað fyrir kosningar.
Ég hjó eftir því Óttarr að þegar ég talaði við þig í síma um daginn sagðirðu að þótt þú gerðir þér grein fyrir vanda heilbrigðiskerfisins værirðu ekki svo einfaldur að taka ekki tillit til fjárhagslegs raunveruleika. Fjárhagslegi raunveruleikinn er sá að skattar voru lækkaðir af síðustu ríkisstjórn á þeim forsendum að ástandið væri gott í ríkisrekstrinum. Hvaða forsendur voru notaðar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að ástandið væri svo gott að ríkið ætti að afsala sér tekjum meðan það hafði ekki efni á því að sinna sjúkum og meiddum með sóma? Nú lítur út fyrir að ríkisstjórnin sem þú situr í ætli að fylgja fordæmi þeirrar síðustu og afsala sér töluverðum tekjum með lækkun virðisaukaskatts á sama tíma og hún treystir sér ekki í endurreisn heilbrigðiskerfisins.
Spurningin hlýtur að vera hvers vegna ríkisstjórnin heykist á því að standa við gefin loforð um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svar við henni velkist fyrir mönnum vegna þess að það er líklega enginn annar gjörningur sem myndi afla ríkisstjórninni meiri vinsælda en að standa við þau. Hvers vegna neitar hún sér þá um þann munað?
Ein af afleiðingum fjársveltis Landspítalans og annarra þátta hins opinbera heilbrigðiskerfis er bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.
Ein af birtingarmyndum þessa er að Sjúkratryggingar Íslands hafa búið að rúmum heimildum til þess að vera harkalega aðhaldssamar við Landspítalann og örlátar í samningum við stéttarfélög heilbrigðisstarfsmanna. Afleiðingin er sú að meðlimir stéttarfélaganna hafa tilhneigingu til þess að forðast að vinna fyrir hið opinbera kerfi og starfsstöðvar þeirra einkareknar spretta eins og lúpínur út um allt og sækja sínar tekjur til ríkisins. Þær tekjur eru fé sem annars mætti nýta til þess að styðja við og bæta vel skipulagt heilbrigðiskerfi.
Eitt af því sem gleymist er að okkar litla samfélag getur ekki staðið undir nema einu heilbrigðiskerfi og flest af því sem er flókið ætti einungis að framkvæma á einum stað á Íslandi, vegna þess að annars eru ekki nægilega mörg tilfelli til þess að hægt sé að viðhalda þekkingu og getu og flytja hvort tveggja á milli kynslóða.
Önnur birtingarmynd felst í orðum forsætisráðherra á Alþingi í vikunni þegar hann sagði að honum fyndist það í fínu lagi að eigendur tækju arð út úr einkafyrirtækjum á heilbrigðissviði. Nú skulum við velta þeirri skoðun fyrir okkur í samhengi við klíník nokkra í Ármúla sem hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Þar eru meðal annars settir í menn gervimjaðmarliðir. Samkvæmt forsætisráðherra væri ósköp eðlilegt að ef það væri ódýrara að gera þetta á Klíníkinni en á Landspítalanum þá yrði munurinn flokkaður sem gróði og einhver hluti hans greiddur út sem arður.
Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.
Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.
Hverjir standa svo að þessari klíník í Ármúlanum? Svar við þeirri spurningu færir okkur aftur að hagsmunaárekstrunum sem ég drap á í byrjun. Yfirlæknir og stærsti eigandi er Hrólfur Einarsson Sveinssonar. Forsætisráðherra og hann eru bræðrasynir. Stjórnarformaður er eiginkona Gunnars Viðar sem er besti vinur Jóns Benediktssonar, bróður forsætisráðherra. Hugmyndasmiður og stofnandi er dugnaðarforkurinn og eldhuginn Ásdís Halla sem ólst upp við fótskör Engeyinganna. Er nema von að samfélagið spyrji hvort þarna sé komin ástæða þess að Bjarna finnist eðlilegt að eigendur einkafyrirtækja á heilbrigðissviði geti tekið út arð og þess að hann fyrst sem fjármálaráðherra og nú sem forsætisráðherra vill ekki fjármagna Landspítalann að þörfum? Ég á ekki svar við þessari spurningu en ég vona svo sannarlega að það sé nei.
Eitt er víst Óttarr að samfélagið er reiðubúið til þess að borga hærri skatta til þess að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar. Í ótrúlega fallegri bók sem fjallar um mikinn vanda segir Njörður P. Njarðvík eitthvað á þá leið að þau augnablik komi í lífi sérhvers manns að hann verði að horfast í augu við sjálfan sig í spegli svo hvasst að hann geti ekki annað en litið undan. Síðan verði hann að safna kjarki til þess að horfa aftur til baka. Þú gætir gert þetta með því að fara inn á vef Alþingis og ná í ræðu sem þú fluttir í fyrra og hlusta aftur og aftur á þennan kafla:
„Guð hjálpi þeim sem heillast af hagfræðitölum hveitiframleiðslunnar en staldrar ekki við til að dást að kornaxinu. Þótt peningar falli vissulega ljúfar ofan í reiknilíkön og prósentur en aðrir þættir mannlífsins, þá skipta aðrir hlutir ekki síður máli. Kærleikur, virðing og mannréttindi eru ekki síður mikilvæg og ber að hafa hugfast í störfum bæði þings og ríkisstjórnar. Höfum það hugfast að við vorum ekki bara kosin til að taka ákvarðanir og fara með völd, heldur til þess að þjóna almenningi í landinu. Gerum það, verum góð.“
Þegar þú verður búinn að hlusta á þetta hundrað sinnum er ég viss um að þér finnst þetta ekki lengur bara fallegt og sniðugt heldur líka satt. Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 14:34
Ég vil undirstrika sérstaklega þessi orð Kára:
"Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda. Ef Landspítalinn væri almennilega fjármagnaður ætti enginn að fara í þessa aðgerð í Ármúlanum vegna þess að þar hafa sjúklingar ekki þau öryggisnet sem er ætlast til í nútíma læknisfræði. Ef sjúklingur fer í hjartastopp í aðgerð eða eftir hana er á Landspítalanum teymi sem kemur til þess að endurlífga, ef sýking kemst í skurð eru til staðar smitsjúkdómalæknar á Landspítalanum, ef upp koma önnur almenn lyflæknisfræðivandamál sem eru algeng í þeim aldurshópi sem þarf nýja mjöðm er heil deild lækna reiðubúin á Landspítalanum og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu er til staðar í Ármúlanum.
Og síðan ef upp koma alvarleg vandamál á Klíníkinni eru sjúklingarnir bara sendir niður á Landspítala. Það er því ljóst að stærstur hluti tekna Klíníkurinnar á rætur sínar í fjársvelti Landspítalans og hluti af gróðanum í áhættu sem er tekin með líf og heilsu sjúklinga.
Hverjir standa svo að þessari klíník í Ármúlanum? Svar við þeirri spurningu færir okkur aftur að hagsmunaárekstrunum sem ég drap á í byrjun. Yfirlæknir og stærsti eigandi er Hrólfur Einarsson Sveinssonar. Forsætisráðherra og hann eru bræðrasynir. Stjórnarformaður er eiginkona Gunnars Viðar sem er besti vinur Jóns Benediktssonar, bróður forsætisráðherra. Hugmyndasmiður og stofnandi er dugnaðarforkurinn og eldhuginn Ásdís Halla sem ólst upp við fótskör Engeyinganna. Er nema von að samfélagið spyrji hvort þarna sé komin ástæða þess að Bjarna finnist eðlilegt að eigendur einkafyrirtækja á heilbrigðissviði geti tekið út arð og þess að hann fyrst sem fjármálaráðherra og nú sem forsætisráðherra vill ekki fjármagna Landspítalann að þörfum? Ég á ekki svar við þessari spurningu en ég vona svo sannarlega að það sé nei"
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 14:39
Já þetta er magnað bréf Pétur.
Og ég sé ekki hvernig Óttar getur litið fram í nokkurn mann eftir að hafa lesið það.
En auðvitað gerir hann það, aurinn í vasann virðist alltaf vega þyngra en hugsjónir í poka, og æran virðist hafa dáið út á svipuðum tíma og guð og góðir menn.
Allavega hér á landi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.5.2017 kl. 14:48
Ég spyr, og það ekki síður,
hvernig getur nokkur gamaldags sjálfstæðismaður sem telur sig hafa sjálfsvirðingu og sómakennd til að bera
varið það fyrir sjálfum sér og litið framan í nokkurn mann eftir að hafa kosið "Sjálfstæðis"flokk Junior Bjarna
í síðustu kosningum?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.