Kerfisstuðningurinn þegar hafinn.

 

Frakkar búa við það lán að það eru tveir flokkar í landinu, flokkur Le Pen og svo kerfisflokkurinn.

Þannig að það er á vissan hátt hægt að segja að ennþá sé lýðræði í Frakklandi.

 

Þetta er lán því á Íslandi búum við auðræði, þar sem í raun er aðeins einn flokkur, þó hinar mismunandi flokksdeildir séu sjálfstæðar á nafninu til.  Við sjáum það á því að það skiptir ekki máli hvaða flokkar eru í stjórn, allir sem einn þjóna þeir auðnum þegar á reynir.

Það breytist aldrei neitt við stjórnarskipti á Íslandi, það eru alltaf sömu ræður haldnar í stjórn, og í stjórnarandstöðu.

 

Þetta vita allir nema íslenskri stjórnmálafræðingar, þeir geta endalaust haldið ræður, um margbreytileik stjórnmálanna, hvað þessi og hvað hinn muni gera, miðað við hvað þessi gerir og þessi gerir.

Þeir trúa nefnilega orðum en ekki sínum eigin augum.

Og vekja alltaf jafnmikinn aðhlátur almennings þegar þeir tjá sig í fjölmiðlum.

 

Einn þeirra fékk að sóa rafeindum á Mbl.is með djúphugsaðri greiningu sinni á sigri Marcons og eftirmálum hans.  Hann komst til dæmis að því að ræningjakapítalisminn væri frjálslyndi og þetta hafði hann að segja um stöðu Macrons eftir kosningar; "Eða, sem er allt eins lík­legt eins og staðan er núna, að það mynd­ist ein­hver ann­ar meiri­hluti sem hann hef­ur ekki stjórn á sem tak­mark­ar þá veru­lega hans valdsvið og mögu­leika á að koma stefnu­mál­um sín­um í gegn."

Er það líklegt að valdaelítan sem sameinaðist um Óttann, að hún færi andskotanum sjálfum í hennar augum, völdin á silfurfati með sundrungu og glundroða eftir kosningar.

Þetta fólk sem lifir fyrir völd sín, og þann aðgang að kjötkötlunum sem þeim fylgir.

Varla.

 

Vissulega er heimskan meðal vor, og stundum tekur hún birtingarmynd sem á sér fá fordæmi.  Hver mann til dæmis ekki eftir þessum nýlegum orðum forsætisráðherra vors þegar hann tjáði sig um heilbrigðiskerfið; "Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ef að ríkið getur ekki sinnt þjónustunni fyrir sama verð og sama kostnað þá finnst mér ekkert að því að einkaaðilar geri það, jafnvel þótt þeir hafi eitthvað upp úr því,".

En þetta er aðeins mandra fyrir stuðningsmennina sem eru eins og þeir eru, Engeyingar hefðu ekki þessi völd ef þeir vissu ekki sínu viti, og heimskir eru þeir ekki.

Það er ákaflega sjaldgæft að menn leyfi sér sundrungu þó sjálf tilvera valda þeirra er í húfi.

 

Enda er fyrsta staðfestingin þegar komin.

Kerfisflokkurinn hefur þegar lánað umbúðunum reyndan mann, svo hægt sé að fylla eitthvað vitrænt uppí þær.

Því lukkuriddararnir sem sjá möguleikann á flýtileið að kjötkötlum valdsins, þeir mega ekki yfirtaka framboðslista Macrons, það er einfaldlega ekki trúverðugt, og gæti fælt fólk í faðm Le Pen.

 

Fleiri svona tilfærslur verða tilkynntar, síðan verður eitthvað málamyndaþras, jafnvel smá orrahríð, en samt verður aðeins eitt meginstef sem kerfisflokkurinn mun síbylja, kjósið ekki Le Pen, því hún er hræðileg.

Hann mun aldrei segja, kjósið mig því ég er góður, sú lygi hefur of oft verið sögð til að nokkur taki mark á henni.

Þó er líklegt að flokksdeild Macrons verði látin prófa slíka frasa, en það þarf að fara varlega í það, sannleikann um ESB má ekki segja í of stórum skömmtum.  Og ef menn gagnrýna ræningjakapítalismann, eða frjálslyndið eins og íslensk fyndni nefnir hann, þá taka menn undir málflutning Le Pen, og þá er eins líklegt að fólk kjósi orginalinn.  Ekki hina tilbúnu eftirlíkingu.

 

Kerfið sér um sína.

Kerfið mun sigra.

 

Í þetta sinn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Valls til liðs við Macron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband