Frjálslyndi gegn þjóðernisíhaldi.

 

Segir stjórnmálafræðingurinn sem hefur ekkert lært, sem ekkert veit og getur því ekkert skýrt.

 

En mikið hljóta þeir að glotta bankamenn okkar, svo ég vísi í orð Le Pen um mótframbjóðanda sinn, að vita að gróðabrask þeirra var aðeins birtingarmynd frjálslyndis í heiminum.

Þeir þyrftu aðeins að fá einhvern til að skrifa bók fyrir sig þar sem það er sagt, og nýta svo auð sinn í bandalagi við aðra glottandi bankamenn til að kosta flokk, þar sem það væri sagt, að þar með væru þeir frjálslyndir.

Og síðan væri allt það sagt sem markaðsfyrirtæki þeirra segði þeim að segja.

 

Og mikið hljóta þeir félagarnir Friedman og Hayek að glotta, ef þeir hafa lesið greiningu prófessorsins, að hin sviðna jörð ræningjakapítalisma þeirra væri frjálslyndið holdi klætt.

Að auðrán og auðsöfnun hinna örfáu væri frjálslyndi.

Að innan við 10.000 fjölskyldur ættu megin þorra auðlegðar heimsins væri frjálslyndi sem berðist við þjóðernisíhald, sem sjálfsagt ætlar þá að ræna þessa Örfáu ofurauðugu fjölskyldur.

 

Hvaða bull er þetta.

Macron er vörn elítunnar gegn uppreisn fjöldans.

 

Elítunnar sem var einmitt svo heppin að andstæðingurinn var þjóðernisíhald, sem stefnu sinnar vegna fékk margt fólk uppá móti sér, og kaus því gegn þjóðernisíhaldinu, þó sá stuðningur væri við fjármálabraskara sem er í innsta hring kerfisins.

Menn verða ekki ráðherra öðruvísi í Frakklandi, að halda öðru fram er ekki einu sinni fölsun, ekki einu sinni fíflska.

Það er einfaldlega verið að halda því fram sem ekki er.

 

Frjálslyndi á alltaf skírskotun út í samfélagið.

Það er kosið sjálfs sín vegna, ekki vegna óttans við hinn frambjóðandann.

Frjálslyndi hefur alltaf barist gegn elítu og einokun hennar á gæðum samfélagsins.

Það vill frelsi fjöldans til orðs og æðis, til athafna, til að hafa í sig og á.

Til að njóta grunnmannréttinda, eins og réttinn til vinnu, réttinn til húsnæðis, réttinn til menntunar, réttinn til heilsugæslu.

 

Frjálslyndi er ekki útvistun framleiðslunnar í þrælabúðir þar sem enginn réttur er virtur, hvorki manneskjunnar, samfélagsins eða umhverfisins.

Frjálslyndi er ekki opið veiðileyfi stórfyrirtækja og fjármálabraskara á almenning og fyrirtæki hans.

Frjálslyndi er ekki samnefnari hins lægsta eins og Evrópusambandið er í dag.

 

Það er rétt að Le Pen er þjóðernisíhald, og það er rétt að hún berst gegn elítunni, og því miður þá berst hún gegn mörgu öðru, Og margur öfgamaðurinn er í félagsskap hennar. 

Hún átti því aldrei möguleika.

 

En hún féll ekki fyrir frjálslyndi.

Hún féll fyrir óttanum.

Hún féll fyrir sér sjálfri.

 

Frjálslyndi hafði ekkert með það fall að gera.

Kveðja að austan.


mbl.is „Erum í fordæmalausri stöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Ómar fyrir frábæra pistla þína að undanförnu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 23:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Ómar um flest og öflugur. laughing

Jón Valur Jensson, 9.5.2017 kl. 00:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón Valur.

Mér virðist á nýlegum skrifum þínum að við deilum sömu sýn á ræningjakapítalismann, það er frjálshyggjuna sem á ekkert skylt við gildi kristilegra íhaldsflokka, og ég held að við séum um margt sammála um skilgreininguna á frjálslyndi sem ég rakti lauslega hér að ofan.

Eftir stendur að við erum ekki alveg á sömu línunni varðandi þjóðernisíhald, það er bara eins og gengur.

Aðalatriðið er að það sé lamið á þessum skynlausum skepnum sem knýja áfram Svörtu pestina.

Mannkynið er undir.

Við eigum eftir að finna marga fletina í þeirri orrahríð allri.

Svo verðum við bara sammála um að vera ósammála um hitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2017 kl. 09:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Pétur.

Vorið er tími gróandans.

Núna verður skrifað þar til Víkin mín kallar.

Svo bíðum við eftir lúðraþytnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2017 kl. 09:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góð orð, Ómar! 

Njóttu kvöldsins.

Jón Valur Jensson, 9.5.2017 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 1412822

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband