8.5.2017 | 15:13
Ráðaleysi rökþrotsins.
Kallar á stóryrðin.
Mér datt það svona í hug þegar ég las þetta æviágrip Macrons, hve illa er komið fyrir verjendum Evrópusambandsins.
Þeir fagna þessum Napóleon hinum nýja, sjálfsagt það illa læsir á sögu að þeir sjái ekki strax samsvörunina við þann gamla, þetta er næstum því sama frásögnin, aðeins tíðaandinn og staðhættir aðrir.
Og allir vita hvað sá gamli gerði við byltinguna, hann át hana, og tók sér alræðisvald.
Stóryrðin koma svo þegar þeim er bent á hve hlálegt það er fyrir lýðræðið að svona tilbúningur skuli fá kosningu, með þeim rökum að það sé verið að verjast atlögu að því sama lýðræði.
Þetta sést svo berlega þegar gamli fréttastjórinn, einarður gerandi í fjárkúgun breta kennda við ICEsave, stuðningsmaður skjaldborgar þeirra Jóhönnu og Steingríms um eignir útrásarvíkinga og hrægamma, núverandi þáttarstjórnandi á Ruv, Óðinn Jónsson á ekki til önnur andsvör við háðsku Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar, þar sem Davíð rekur þessar ógöngur franska lýðræðisins, en að saka Davíð um Pútínsk skrif, eða jafnvel öfgasamtaka skrif. Sbr. frétt á Eyjunni núna í morgun og Páll Vilhjálmsson vitnar í nýlegum bloggpistli sínum.
Verða menn sjálfkrafa öfgamenn við það að nota rök og staðreyndir i skrifum sínum?? Eða er það háðsádeilan sem fer svona fyrir brjóstið á verjandanum??
Sjá menn ekki hvernig komið er fyrir einu landi þegar almenningur upp til hópa hafnar hefðbundnum stjórnmálamönnum??
Geta menn þá ekki leitað skýringa, hvað veldur??
Hvar myndaðist gjáin??, hvar urðu þau vatnaskil að nýríkur bankamaður, sem ætlar sér öll völd, sé talinn hófsamur miðjumaður og verjandi lýðræðisins. Hefði dugað fyrir bankamenn okkar að halda þessu fram??, hefði þeir fengið sjálfkrafa syndaaflausn og ríkisstjórnina í kaupbæti??
Það er vissulega sárt að geta ekki varist háðinu á einn eða neinn hátt, gjaldþrot franskra stjórnmála blasir við öllum.
Stjórnmála sem vöfðu líftaug sína saman við samruna Evrópu undir forystu Þjóðverja.
En hversu bættari eru menn með stóryrðunum, er það leiðin að lærdóminum??
Halda menn að það geti ekki gerst hérna þegar ferðamannaiðnaðurinn hrynur vegna ofstyrkingar krónunnar og skattagleði stjórnvalda.
Hvert leitar fólk sem hefur fengi nóg af hefðbundnum stjórnmálum??
Kannski í stóryrði, en ekki stóryrði þeirra sem hafa ekki lært, skilja ekkert í afhverju draumurinn um stórríki Evrópu snérist í andhverfu sína þar sem stutt er í banaspjótin.
Keypt ímynd fjárúlfs er ekki svarið við Le Pen, hvert svo sem það svar er.
Sísvikin loforð um betri tíð er heldur ekki svarið, og þau loforð verða alltaf svikin á meðan evran og hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar heldur öllu athafnalífi í heljargreipum. Sama hversu mætir menn eru, sama hvað menn vilja vel.
Menn ættu frekar að lesa og læra.
Koma svo með svör.
Trúverðug svör.
Kveðja að austan.
39 ára pólitískt undrabarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 348
- Sl. sólarhring: 760
- Sl. viku: 6079
- Frá upphafi: 1399247
Annað
- Innlit í dag: 294
- Innlit sl. viku: 5149
- Gestir í dag: 276
- IP-tölur í dag: 274
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.